Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

Þessi keppa til úrslita á sunnudaginn – RCW: myndir og vídeó

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend - Fimmtudagur 1. janúar 2018

Í gær fóru fram undankeppnir í Íslandsmóti Barþjóna (IBA) og þemakeppni Reykjavík Cocktail Weekend sem að þessu var Whiskey-Diskó.

Hátt í 30 keppendur voru skráðir til leiks og komust 3 keppendur í hvorri keppni áfram í úrslitakeppnina sem fram fer sunnudaginn 4. febrúar n.k. á milli klukkan 14:00 til 16:00 í Gamla Bíó.

Vídeó

Frá keppnunum í gærkvöldi:

Einnig var tilkynnt um hvaða 5 staðir keppa til úrslita í keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn, en sú keppni fer þannig fram að hver og einn af þeim stöðum sem taka þátt í að tilnefna 1 drykk af sínum RCW seðli til þátttöku.

Þeir keppendur og staðir sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):

Íslandsmót Barþjóna (IBA)
– Árni Gunnarsson (Soho)
– Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn)
– Elna María Tómasdóttir (Nauthóll)

Whiskey Diskó – Þemakeppni
– Hanna Katrín Ingólfsdóttir (Grillmarkaðurinn) – Þema: Green is good
– Helgi Aron Ágústsson (Pablo Discobar) – Þema: Smoky Tony
– Sævar Helgi Örnólfsson (Sushi Social) – Þema: Tony Montana’s Disco

Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub

Með fylgja myndir frá gærkvöldi sem að ljósmyndarinn Þorgeir Ólafs tók.

Myndir

 

Myndir: Þorgeir Ólafs

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Íslandsmót barþjóna

Myndir og vídeó frá úrslitakvöldi Reykjavík Cocktail Weekend

Birting:

þann

Myndir og vídeó frá hátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW)

Fjölmargar myndir frá barþjónakeppnunum á hátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) er hægt að skoða hér að neðan.

Öll úrslit í RCW er hægt að lesa með því að smella hér.

Vídeó

Byrjum á því að horfa á myndband frá úrslitakvöldinu sem haldið var í Gamla bíói 14. apríl s.l.

Myndasafn

Það var Ómar Vilhelmsson sem tók meðfylgjandi myndir:

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Lesa meira

Íslandsmót barþjóna

Patrekur Ísak er Íslandsmeistari barþjóna – Öll úrslit kvöldsins í RCW

Birting:

þann

Patrekur Ísak

Patrekur Ísak er Íslandsmeistari barþjóna 2019.
Mynd: Ómar Vilhelmsson

Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) er lokið en hún hófst 10. apríl og lauk í kvöld með glæsilegri barþjónakeppni í Gamla Bíói.

Barþjónaklúbbur Íslands hafa veg og vanda að þessari árlegu kokteilahátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík.

Sjá einnig: Íslandsmót Barþjóna: úrslitin í undankeppnunum – Myndir og vídeó

Íslandsmót barþjóna

Í kvöld fór fram Íslandsmót Barþjóna í Gamla Bíói, þar sem þrír keppendur kepptu til úrslita eftir að hafa komist áfram í undankeppni sem haldin var 11. apríl s.l.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Patrekur Ísak – Nauthóll

2. sæti – Árni Gunnarsson – Soho

3. sæti – Patrick Örn Hansen – PublicHouse

Fyrir fagleg vinnubrögð hlaut Patrekur Ísak
Fyrir bestu skreytinguna hlaut Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari Barþjóna 2018, en hann keppti í undanúrslitunum á fimmtudaginn s.l.

Keppt var eftir ströngustu IBA reglum.

Þemakeppni Tom Collins

Samhliða kokteilhátíðinni var haldin þemakeppni, sem að þessu sinni var Tom Collins gin keppni.

Úrslit:

1. sæti – Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social
2. sæti – Emil Þór Emilsson – Sushi Social
3. sæti – Víkingur Thorsteinsson – Apótek

Fyrir fagleg vinnubrögð hlaut Johan Alexander Olsen Pálmason – Nauthóll
Fyrir bestu skreytinguna hlaut Emil Þór Emilsson

RCW drykkurinn 2019

Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna nú í vikunni.

Það var Public House á laugaveginum sem sigraði og hlaut titilinn: Reykjavík Coctail Weekend drykkinn 2019

Besti barinn 2018

Netkosning um besta kokteilbarinn 2018 fór fram hér og fékk Apótekið flest stig og hlaut þar með titilinn Kokteilbar ársins 2018.

Myndir eru væntanlegar í hús og verður gert góð skil á þeim með annarri frétt. Fylgist með.

Lesa meira

Íslandsmót barþjóna

Íslandsmót Barþjóna: úrslitin í undankeppnunum – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Í gær fór fram undankeppni í Íslandsmótum Barþjóna í Gamla Bíói. Keppt var í Íslandsmóti Barþjóna eftir IBA reglum annarsvegar og þemakeppni sem að þessu sinni var Tom Collins gin keppni.

Þeir aðilar sem komust áfram í keppnunum eru:

Íslandsmeistaramót IBA:

 • Patrick Örn Hansen – PublicHouse
 • Patrekur Ísak – Nauthóll
 • Árni Gunnarsson – Soho

Tom Collins þemakeppni:

 • Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social
 • Víkingur Thorsteinsson – Apótek
 • Emil Þór Emilsson – Sushi Social
 • Orri Páll Vilhjálmsson – Apótek
 • Gunnar Þormar – Slippbarinn

Einnig var tilkynnt um hvaða staðir komust áfram í keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn og voru það:

 • Public House
 • Pablo Discobar
 • Nostra
 • Miami
 • Jamie’s Italian

Allir þessir aðilar og staðir munu svo keppa til úrslita í Gamla Bíó á sunnudaginn 14. apríl og er frítt inn og allir velkomnir.

Vídeó

Reykjavík Cocktail Weekend 2019 – undanúrslit

Svona var stemningin hjá okkur í Gamla Bíó í gærkvöldi!

Posted by Reykjavík Cocktail weekend on Friday, 12 April 2019

Myndasafn

Myndir: Þorgeir Ólafsson

Lesa meira
 • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
  Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag