Vertu memm

Pistlar

The road to the Gold

Birting:

þann

Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari

Nú er það Glasgow, nánar ferð með Ungkokkum Íslands í keppnina The World Knorr Junior Culinary Grand Prix sem haldin var á Scot Hot dagana 26. – 28. febrúar.

Hún hófst kl 04:00 að Smiðjuveg í húsnæði hjá 101 heild, en ekki Goldfinger ef einhverjum skyldi hafa flogið það í hug við lesturinn, kálfur frá Kynnisferðum hlaðinn og lagt af stað til Kef, tékkað inn og slakað á fyrir flugið sem var kl 0745 í loftið og tók um 2 tima og þá vorum við kominn til Glasgow og þá byrjaði ballið.

Á leiðinni í gegnum tollinn spyr einn tollvörður hvað við séum með og einn úr liðinu segir við erum með mat fullt af mat , og tollvörðurinn spyr hvers konar mat , við erum með mjólk, rjóma ,smjör og lambakjöt og þyngdust augabrýrnar stöðugt á tollverðinum, þar til liðsmaðurinn áttar sig á hvað hann hefur sagt og bendir á mig og segir tollaranum að tala við mig , og leystist málið á farsælan hátt þegar allar staðreyndir málsins lágu fyrir.

Það voru tveir Skoskir cheffar sem tóku á móti okkur á vellinum og keyrðu okkur inn á hótel og var því velt upp á leiðinni hvort ekki einn af okkur ætti að taka við keyrslunni svo við myndum ná að komast á hótelið ,því það virtist sem þessir ágætu menn hefðu aldrei keyrt þessa leið áður , enda kom á daginn að þeir voru frá Edinborg , en á hótelið náðum við eftir góða útsýnisferð um götur Glasgow borgar.

Inn á Hótel og tékkað inn Radisson SAS Glasgow 5 stjörnu hótel www.radissonsas.com  ,speisuð bygging , rann mig í grun að arkitektinn hefði fengið sér eina línu áður en hann teiknaði frontinn á hótelinu,þvílíkt ýmyndunarafl.Seinna sama dag þegar ég kem upp á herbergi er komin gjöf frá Hótelstjóranum, og Brynjar þú manst í Lux um árið þá fékk ég konfekt og vín frá Hótelstjóranum ,en nú grunar mér að þú hafir haft samband við hótelstjórann því gjöfin frá honum var ávaxtaskál og lítirflaska af vatni , ég hélt að þetta hefði verið leyndó okkar í milli.

Um kvöldið var farið að borða á Stravaigin www.stravaigian.com en logo hans er ‘ Think Global Eat Local’ eldhús Skoskt með fuison áhrifum, ágætur matur og allir sáttir heim á hótel í koju því daginn eftir skyldu hefjast æfingar .

Have a nice day

SH.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Lesa meira
Auglýsingapláss

Click to comment

Pistlar

Fyrsta Landslið Klúbbs Matreiðslumeistara

Birting:

þann

Bella Center í Kaupmannahöfn - Copenhagen

Bella Center í Kaupmannahöfn

Til gamans þá langar mig að minnast á hvað mikil breyting hefur orðið á þessum árum hjá Kokkalandsliðinu.

Þegar Klúbbur Matreiðslumeistara (KM) gekk í Norrænu samtökin, ef ég man rétt árið 1974 eða 5, var okkur boðið að taka þátt í nokkurra þjóða keppni í Bella Center í Kaupmannahöfn.  Þetta var rætt á nokkrum klúbbfundum og ákveðið að þiggja boðið.

Birgir Pálsson og Stefán Hjaltested höfðu tekið þátt í landskeppni í Noregi og fengið verðlaun. Ísland hafði aldrei tekið þátt í alþjóða keppni áður en við höfðum farið nokkrir á Ólympíuleika matreiðslumanna í Frankfurt.

Til að stofna liðið þurftu menn að bjóða sig fram.  Sigurvin, Gísli og ég buðum okkur fram.  Á þessum árum átti klúbburinn enga peninga, enda sennilega bar 10-12 meðlimi í honum og félagsgjöldin eina innkoman.

Þá mér vitanlega ekki búið að finna upp orðið “Styrktaraðili”.  Við sömdum við vinnustaðina okkar um að fá að taka hráefni fyrir æfingarnar, okkur að kostnaðarlausu. Við fengum að nota eldhúsið í Hótel og Veitingaskólanum, sem þá var í Sjómannaskólanum.  Ekki man ég hversu margar helgar við æfðum, en þær urðu æði margar.  Við höfðum fengið keppnisreglurnar sendar og bókstaflega lærðum þær utanað.

Kokkaborð - Chefs table

Við æfðum og æfðum og þegar fór að nálgast keppnina fóru nokkrir meðlimir að koma í lok dags og dæma vinnuna okkar.

Við æfðum og æfðum og þegar fór að nálgast keppnina fóru nokkrir meðlimir að koma í lok dags og dæma vinnuna okkar. Við gátum betlað lambið hjá Sambandinu, man ekki hjá hverjum við fengum fiskinn fyrir heita matinn.  Eins og áður sagði, þá átti klúbburinn engan sjóð svo við urðum að borga flugfar og hótel úr eigin vasa.  Við fengum lánuð silfurföt og létum smíða spegla föt undir kalda matinn.

Svo kom dagurinn og við flugum til Kaupmannahafnar og tókum allir konurnar með.  Ég var að vísu með frímiða fyrir mig og konuna svo við skiptum kostnaðinum jafnt á milli okkar.  Allt kjöt og fisk tókum við með okkur.  Þegar til Kaupmannahafnar kom þurftum við að fara í búð og kaupa allt sem við þurftum af öðru hráefni.  Morguninn eftir mættum við í eldhúsið sem okkur hafði verið skaffað en það var í mötuneytis eldhúsi í skóla.

Eldhús - Mötuneyti - Stóreldhús

Það háði okkur smávegis að allir pottar og pönnur voru fyrir stóreldhús, stórt og klunnalegt.

Það háði okkur smávegis að allir pottar og pönnur voru fyrir stóreldhús, stórt og klunnalegt.  Við vorum í eldhúsi með fjórum öðrum þjóðum.  Nú við byrjuðum á að taka allt upp úr kössunum og fórum að laga köldu réttina.  Þegar nokkrir klukkutímar voru liðnir og við á fullu við að laga allskonar Paté og galantine gengu tveir kokkar úr þýska liðinu yfir til okkar og horfðu á.

Þá datt uppúr öðrum þeirra File Arbeite, sem þýðist: svaka vinna.  Nokkru seinna kom kokkur hjá þeim, með kælitösku, tók fjögur tilbúin Paté uppúr. Hann skar þau öll í sundur í miðju, skoðaði sárið og henti þremur í ruslafötuna.  Þarna vorum við að laga okkar Paté frá grunni.  Smá seinna tók annar, nokkur pappaspjöld uppúr kælitösku og á þeim voru skreytingar full gerðar í hlaupi. Það þurfti bara að taka þær af spjaldinu með heitum spaða og setja á matinn.  Þetta stuðaði okkur svakalega að horfa upp á svona gróft svindl og við töluðum um í alvöru, að mótmæla, með því að labba út. Sem betur fer gerðum við það ekki, eftir allan þann kostnað og fyrirhöfn sem við höfðum lagt í málið.

Við fluttum síðan matinn í sendiferðabíl í Bella Center.  Þar stilltum við upp okkar mat á glæsilegt sýningarborð með hvít blómguðu tré í miðju borði.  Mér var sagt af dönskum kokki seinna um daginn, að þegar við vorum búnir að stilla upp hafi ákveðin kokkur í stjórn danska klúbbsins, komið inn á skrifstofu sem þeir voru með á staðnum með klósettrúllu, skellt á borðið og sagt:  Nú getið þið skeint ykkur. Íslendingarnir eru búnir að stilla upp. Okkar borð var að nokkru leiti óvenjulegt því það hafði Lunda og Hangikjöt sem örugglega hafði aldrei sést áður á svona keppnum.

Maður sá nokkuð oft menn draga aðra að þessum fötum til að sýna sérstaklega.  Persónulega verð ég að segja að ég var svo úrvinda af þreytu þennan dag að hann er hálf óskýr í huganum enda höfðum við unnið stanslaust í 24 tíma og farið svo beint á sýninguna.  Næsta dag vorum við svo með heita matinn, þar sem við þurftum að elda kjötrétt, fiskrétt og eftirrétt.  Það var auðveldur dagur. Daginn eftir var svo verðlaunaafhending við hátíðlega athöfn í sal sem var svipaður og bíósalur.

Í athöfninni var spurt hver í hópnum hefði lagað Lundann og Hangikjötið og voru veitt sérstök verðlaun fyrir það. Einnig veitti nokkurskonar Öldungadeild Dananna okkur sérstök verðlaun fyrir það sama.  Okkur fannst það frekar óviðeigandi þar sem við vorum landslið en þetta var gert líka við sum önnur lönd.  Það voru hrikalega þreyttir en ánægðir landsliðsmenn sem flugu heim daginn eftir.

Það er engin smá breyting sem hefur orðið á landsliðsmálum frá því við félagarnir fórum í þetta ævintýri, frá því að vera þrír og þurfa að greiða svo til allt úr eigin vasa í að vera 16 manns og kostnaðurinn margar miljónir.

Það eina sem hefur ekki breyst er hversu óendalega mikið menn leggja á sig til að halda upp hróðri og fána Íslands.

Með kærri kokkakveðju

Hilmar B. Jónsson

Hilmar B. Jónsson CMC AAC

Lesa meira

Pistlar

Alþjóðadagur Matreiðslumanna – Kæru Matreiðslumenn á Íslandi

Birting:

þann

International Chefs Day eða Alþjóðadagur Matreiðslumanna

Nú styttist í International Chefs Day eða Alþjóðadag Matreiðslumanna.

Hann er haldinn 20. október ár hvert. Það er farið fram á að Matreiðslumenn fari í skóla og kynni fagið okkar fyrir skólabörnum. Styrktaraðili dagsins hjá Alþjóðasamtökum Matreiðslumanna WACS er Nestle´y. Þeir fara að vísu fram á að við snúum okkur að yngri bekkjunum, en persónulega er ég ekki sammála og hef undanfarinn ár og fengið að vera fyrir framan eldri deildirnar.

Um þetta leiti á árinu hef ég farið í skóla á mínu svæði, hitt skólastjóra og fengið leyfi til að hitta nemendur í hádeginu, á meðan þeir borða hádegismat. Ég hef samið við skólann að fá að tala í um 15 – 20 mínútur. Hef mætt með tvær litlar gashellur, fisk og það sem þarf til að laga einn fiskrétt. Tvennt af öllu. Allt klárt skorið í álformum. Má annars vera hvað sem er, en þarf að vera fljóteldað 6 til 8 mín.

Iðnám - Matreiðslunámið

Held stutta tölu um matreiðslufagið og námið. Sagt örstutt frá KM og FM. Örstutt frá Alheimssamtökum Matreiðslumanna. Hef valið einn nemenda úr sal og klætt hann eða hana í kokkajakka, húfu og svuntu. Síðan hef ég lagað einn rétt og neminn gerir allt eins og ég. Starfsmaður í eldhúsi tók fiskinn og bakaði í ofni og á meðan hann var í ofninum var sósan löguð. Því sem ég gerði á borðinu var varpað uppá tjald á bakvið okkur. Ég var með gaffla og mjög litlar plast skálar. Starfsfólk skólans hjálpaði svo við að gefa bragðprufu, sem er bara einn munnbiti. Síðast fór ég í 7 skóla á suðurnesjum. Kostnaðinn borgaði ég úr eigin vasa sem voru nokkur þúsund á skóla.

Kæru Matreiðslumenn, þar sem ég er ekki lengur á landinu skora ég á einhverja af ykkur að taka við keflinu og fara í skóla. Allstaðar sem ég bauð þetta var tekið á móti með þökkum.

Ef einhver vill tala við mig í síma er númerið mitt hjá nafninu mínu hér að neðan, eða þið getið sent mér epóst með númerinu ykkar og ég hringi.

Með vinsemd og virðingu.

Hilmar B. Jónsson

Hilmar B. Jónsson

Hilmar B. Jonsson CMC AAC
[email protected] +354 898 8196

Lesa meira

Markaðurinn

Upprunamerking Icelandic Lamb – Samstarf við veitingahús skilar árangri

Birting:

þann

Hafliði Halldórsson

Hafliði Halldórsson

Hlutverk markaðsstofunnar Icelandic Lamb er að markaðssetja íslenskt lambakjöt til erlendra ferðamanna og á háendamörkuðum erlendis. Uppbygging og kynning á merki Icelandic Lamb hefur farið vel af stað og hefur þekking ferðamanna sem og Íslendinga á merkinu farið langt fram úr björtustu vonum. Í dag eru 180 íslenskir veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfsins er að stuðla að því að íslensku lambakjöti verði skapaður frekari sess sem hágæða matvöru, með kynningu á og notkun merkis Icelandic Lamb.

Icelandic lamb - LogoSamkvæmt könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Icelandic Lamb í nóvember síðastliðnum þekkja 38% erlendra ferðamanna merki Icelandic Lamb. 70% þeirra muna eftir því að hafa séð skjöld Icelandic Lamb á veitingastað á meðan á Íslandsdvölinni stóð og er lambakjötið einnig sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn segjast hafa prófað í heimsókninni. Þessi viðamikla þekking vekur eftirtekt þar sem markhópurinn endurnýjar sig hratt og meðaldvöl ferðamanna á könnunartímanum er skammur. Þessi þekking ferðamanna á merkinu skapar einnig tækifæri fyrir þá veitingastaði sem nýta það og þá sameiginlegu markaðssetningu sem að baki stendur.

Það er mikilvægt að halda áfram að nýta samstarfið við veitingastaði til þess að tryggja að skilaboð Icelandic lamb skili sér til erlendra ferðamanna. Með samstarfinu styrkja veitingastaðir eigin sérstöðu, því að geta sagt sögur af hráefni og hefðum fylgir veigamikill ávinningur fyrir veitingamenn sem magna upp upplifun gesta og þar af leiðandi virði sinar þjónustu. Með því að bæta upplifum ferðamanna leggja veitingamenn sauðfjárbændum og allri virðiskeðju lambakjötsins lið enda eru þeir í lykilstöðu til þess að koma boðskap Icelandic Lamb til skila.

Kröfuharðir neytendur gera nú vaxandi kröfur til upprunamerkinga á matvæli í verslunum og á veitingastöðum. Með notkun á merki Icelandic Lamb koma veitingastaðir til móts við þann stækkandi hóp neytenda, en merki Icelandic Lamb auðkennir hágæðavörur úr íslensku lambakjöti.

Næstu skref í starfi Icelandic Lamb eru bæði þörf og mikilvæg. Með auknum innflutningi á fersku kjöti er mikilvægt að standa vörð um markaðsstöðu íslenska lambakjötsins og aukin notkun upprunamerkis er liður í þeirri vinnu. Þá er aukning á sölu á öðrum bitum en hryggjum stöðugt til skoðunar og spila veitingastaðir veigamikinn þátt í því verkefni. Með aukinni viðleitni og vöruþróun geta veitingastaðir aukið nýtingu og virði minna þekktra bita. Markaðsstofan Icelandic Lamb mun áfram styðja við nýsköpun veitingastaða við framreiðslu á íslensku lambakjöti með og tryggja að samstarfsveitingastaðir hafi einungis hágæða íslenskt lambakjöt á matseðlum sínum.

Hafliði Halldórsson


Höfundur er framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb.

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Dominique Plédel Jónsson 23.01.2020
    Dominique | Vínkaraflan Happy Hour með The Viceman Það búa fáir á Íslandi yfir jafn mikilli þekkingu á vínum eins og Dominique sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands. Þegar maður talar við hana er ekki að heyra á máli hennar að hún sé af erlendum uppruna sem gefur þér fyrstu vísbendinguna um að […]
  • Lína Birgitta Sigurðardóttir 20.01.2020
    Lína Birgitta  | Fyrir Framan Barinn Happy Hour með The Viceman Lína Birgitta var gestur Viceman í hlaðvarps þættinum fyrir Fyrir Framan Barinn í Happy Hour. Það er óhætt að segja að þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi efnilega kona nú þegar náð miklum árangri í markaðsetningu á netmiðlum enda hefur hún látið mikið á […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag