Vertu memm

Pistlar

The road to the Gold

Birting:

þann

Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari

Nú er það Glasgow, nánar ferð með Ungkokkum Íslands í keppnina The World Knorr Junior Culinary Grand Prix sem haldin var á Scot Hot dagana 26. – 28. febrúar.

Hún hófst kl 04:00 að Smiðjuveg í húsnæði hjá 101 heild, en ekki Goldfinger ef einhverjum skyldi hafa flogið það í hug við lesturinn, kálfur frá Kynnisferðum hlaðinn og lagt af stað til Kef, tékkað inn og slakað á fyrir flugið sem var kl 0745 í loftið og tók um 2 tima og þá vorum við kominn til Glasgow og þá byrjaði ballið.

Á leiðinni í gegnum tollinn spyr einn tollvörður hvað við séum með og einn úr liðinu segir við erum með mat fullt af mat , og tollvörðurinn spyr hvers konar mat , við erum með mjólk, rjóma ,smjör og lambakjöt og þyngdust augabrýrnar stöðugt á tollverðinum, þar til liðsmaðurinn áttar sig á hvað hann hefur sagt og bendir á mig og segir tollaranum að tala við mig , og leystist málið á farsælan hátt þegar allar staðreyndir málsins lágu fyrir.

Það voru tveir Skoskir cheffar sem tóku á móti okkur á vellinum og keyrðu okkur inn á hótel og var því velt upp á leiðinni hvort ekki einn af okkur ætti að taka við keyrslunni svo við myndum ná að komast á hótelið ,því það virtist sem þessir ágætu menn hefðu aldrei keyrt þessa leið áður , enda kom á daginn að þeir voru frá Edinborg , en á hótelið náðum við eftir góða útsýnisferð um götur Glasgow borgar.

Inn á Hótel og tékkað inn Radisson SAS Glasgow 5 stjörnu hótel www.radissonsas.com  ,speisuð bygging , rann mig í grun að arkitektinn hefði fengið sér eina línu áður en hann teiknaði frontinn á hótelinu,þvílíkt ýmyndunarafl.Seinna sama dag þegar ég kem upp á herbergi er komin gjöf frá Hótelstjóranum, og Brynjar þú manst í Lux um árið þá fékk ég konfekt og vín frá Hótelstjóranum ,en nú grunar mér að þú hafir haft samband við hótelstjórann því gjöfin frá honum var ávaxtaskál og lítirflaska af vatni , ég hélt að þetta hefði verið leyndó okkar í milli.

Um kvöldið var farið að borða á Stravaigin www.stravaigian.com en logo hans er ‘ Think Global Eat Local’ eldhús Skoskt með fuison áhrifum, ágætur matur og allir sáttir heim á hótel í koju því daginn eftir skyldu hefjast æfingar .

Have a nice day

SH.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Lesa meira
Auglýsingapláss

Click to comment

Pistlar

Vínþrúgur heims eru taldar vera yfir 10 þúsund talsins

Birting:

þann

Vínþrúgur - Vínber

Vínþrúgur heims eru taldar vera yfir 10.000 talsins en aðeins brot af þeim eru ræktaðar í stórum stíl.

Þrúgur geta einnig borið fleiri en eitt nafn og fer það einungis eftir löndunum sem þær eru ræktaðar í hvaða nafn þau bera.

Vinsælustu þrúgur heims eru Cabernet Sauvignon og Chardonnay en það skýrist af mestu vegna þess að þau ber er auðveldara að rækta í fleiri en einu loftslagi.

Það má segja að allir geta fundið þá þrúgu sem er þeirra uppáhalds.

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Höfundur: Grétar Matthíasson, framreiðslumeistari og stofnandi facebook hópsins: Þarf alltaf að vera vín?

Mynd: úr safni

Lesa meira

Pistlar

Nemar á atvinnuleysisbótum eru ekki vissir með stöðu sína

Birting:

þann

Matreiðslumaður - Veitingastaður

Tilefnið er að nemendur í matvælanámi eru ekki vissir með stöðu sína. Það virðist sem margir haldi að þeir missi atvinnuleysisbætur ef þeir setjast á skólabekk. En raunin er sú að þeir halda bótum hafi þeir unnið sér rétt til að fara í skólann nú á vorönn.  Sjá hér.

Atvinnuleitendum er þá gefinn kostur á að vera í fullu námi í eina önn en halda fullum bótum, sjá hér.

Þetta er afar mikilvægt og mögulega væri hægt að fá fleiri inn í framreiðsluna á vorönn undir þessum formerkjum, sjá hér.

Þarna er einstakt tækifæri  fyrir okkar nemendur að setjast á skólabekk – gratís

© Bárður Guðlaugsson, framreiðslumeistari

Lesa meira

Pistlar

Pistill frá gjaldkera Slow Food samtakanna á Íslandi: TERRA MADRE SALONE DEL GUSTO 2020

Birting:

þann

Gunnþórunn Einarsdóttir, Matvælafræðingur og gjaldkeri Slow Food Reykjavík - TERRA MADRE SALONE DEL GUSTO 2020

Mynd frá alþjóðlegri Slow Food hátíð sem kallast Terra Madre Salone del Gusto

Annað hvert ár er haldin alþjóðleg Slow Food hátíð sem kallast Terra Madre Salone del Gusto og er haldin í Tórínó á Ítalíu. Hátíðin sameinar fólk úr öllum heimshornum þar sem virðing fyrir mat, jörðinni og framtíð okkar er í forgrunni. Í ár vorum við hjónin búin að skipuleggja okkar fjórðu ferð á hátíðina, en sú ferð var aldrei farin vegna ástandsins í heiminum.

Til þess að átta sig á umfangi hátíðarinnar þá eru ca 7.000 fulltrúar frá Terra Madre, rúmlega 800 einstaklingar og smáfyrirtæki frá 150 löndum sem sýna sína framleiðslu og ca 220.000 manns sem heimsækja hátíðina.

Þessi viðburður er himnaríki fyrir þá sem hafa áhuga á mat og drykk. Þetta er líka einstakt tækifæri til að fræðast um hvað bændur og smáframleiðendur víðs vegar um heiminn eru að gera til að stuðla að aukinni sjálfbærni og líffræðilegum fjölbreytileika.

Hátíðin stendur yfir í 5 daga og hefur verið haldin að hausti til í Tórínó. Dagskrá hátíðarinnar er gríðarlega fjölbreytt og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá sem vilja láta bragðlaukana prófa eitthvað nýtt þá er hægt að velja á milli tuga bragðvinnustofa á hverjum degi. Langar þig að vita hvernig hægt er að para saman belgískan bjór, belgískt súkkulaði og belgískan mat eða viltu smakka mismunandi árganga af Chateau Musar rauðvíni frá Líbanon eða kannski vita hvernig Tokaji hvítvín frá Ungverjalandi parast við geitaosta frá Póllandi. Allt eru þetta dæmi um þann gríðarlega fjölbreytileika sem hægt er að kynna sér í bragðvinnustofunum. Ef hugurinn þyrstir í fróðleik, þá eru fjölmargir fyrirlestrar og málstofur á hverjum degi um fjölbreytt efni, m.a. um sjálfbærni og mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika og hvað bændur og aðrir framleiðendur víðsvegar að eru að gera til að berjast gegn loftlagsbreytingum.

Upplifunin við að ganga í gegnum sýningarsvæðið, skoða og kaupa vörur frá smáframleiðendum frá öllum heimshornum er einstök. Skilningarvitin verða fyrir áreiti úr öllum áttum og má segja að eftir fjóra, fimm daga í þessu umhverfi þá séu þau alveg mettuð. Það breytir hins vegar ekki því að þegar dagskrá fyrir næstu hátíð birtist þá er lagst yfir hana og næsta ferð skipulögð út í æsar með það að markmiði að upplifa sem mest og fjölbreyttast.

Eins og áður sagði þá kom heimsfaraldur kórónuveirunnar í veg fyrir að fólk alstaðar úr heiminum kæmi saman í Tórínó í ár til að halda þrettándu Terra Madre Salone del Gusto hátíðina. Í stað þess að leggja hendur í skaut þá hafa skipuleggjendur sett saman mettnaðarfulla, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem verður fyrst og fremst á netinu og stendur allt fram í apríl á næsta ári. Það er t.d. hægt að taka þátt í matreiðslunámskeiðum, fylgjast með fyrirlestrum og málstofum.

Kæru Slow Food félagar ég hvet ykkur til að skoða dagskránna sem í boði er og taka þátt:
https://terramadresalonedelgusto.com/en/events/

Gunnþórunn Einarsdóttir, Matvælafræðingur og gjaldkeri Slow Food Reykjavík

Með kveðju,
Gunnþórunn Einarsdóttir
Matvælafræðingur og gjaldkeri Slow Food Reykjavík

Mynd og pistill: slowfood.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið