Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þarftu að selja/kaupa notuð eða ný tæki? Þá er þessi facebook hópur klárlega fyrir þig

Birting:

þann

Sölumarkaður - Notuð og ný tæki - Eldhús, veitingastaður, hótel

Facebook hópurinn Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Á hverjum degi birtast fjölbreyttar auglýsingar, atvinna í boði, notuð tæki til sölu, ný og ónotuð eldhústæki og margt fleira.

Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans er ekki ætluð fyrirtækjum til auglýsinga eða auglýsa aðra facebook hópa eða síður, en slíkum auglýsingum verður umsvifalaust eytt út.

Kíktu við: Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans

Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Netfang: [email protected]

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vegamótaprinsinn gestasnappari veitingageirans

Birting:

þann

Vegamótaprinsinn, Gísli Ægir Ágústsson

Gísli Ægir Ágústsson

Vegamótaprinsinn, Gísli Ægir Ágústsson er gestasnappari veitingageirans. Gísli rekur veitingastaðinn Vegamót á Bíldudal.

Það má vænta skemmtilegt sprell á snappinu hjá Gísla, enda þekktur fyrir líflega framkomu og ekki má gleyma kokkinum Kris sem fer á kostum.

Fylgist með á snapchat: veitingageirinn

Kokkurinn Kris

Glaðlyndi kokkurinn Kris

Myndir: skjáskot úr snappinu

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Dominique Plédel Jónsson endurkjörin formaður Slow Food

Birting:

þann

Slow Food aðalfundur - 10. nóvember 2021

Fundurinn var haldinn á Zoom og að þessu sinni var það nauðsynlegt þar sem flest eru ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Ný stjórn var kosin á Slow Food aðalfundinum 10. nóvember s.l.

Fimm af sjö stjórnarmönnum óskuðu ekki eftir endurkjöri og nýja stjórnin sem var kosin á aðalfundinum, er þar af leiðandi að mestu leyti ný.

Í henni sitja:

  • Dominique Plédel Jónsson, formaður (endurkjörin), Reykjavík
  • Gunnþórunn Einarsdóttir, gjaldkeri (endurkjörin), Reykjavík
  • Axel Sigurðsson, Selfoss, matvæla og næringafræðingur
  • Ragnar Egilsson, markaðsfræðingur sem ætlaði í nám í UNISG í Pollenzo, Reykjavík
  • Sif Matthíasdóttir, geitabóndi, Stykkishólmi
  • Sveinn Garðarsson, frumkvöðull, Bárðárdal
  • Þórhildur M. Jónsdóttir, formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla, varamaður, Skagaströnd

Fleiri Slow Food fréttir hér.

Mynd: slowfood.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þetta er klárlega jólamatseðillinn sem þú verður að prófa – Myndir

Birting:

þann

Jólamatseðillinn á veitingastaðnum Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík er glæsilegur að líta á.  Jólin á Kol hófust 15. nóvember s.l. og stendur yfir til 23. desember.

Kol opnaði árið 2013, en staðurinn hefur verið einn sá fremsti veitingastaður á Íslandi með gæði á mat, kokteilum og góða þjónustu, sjá nánar hér.

Með fylgja myndir af jólaréttunum í ár, þá bæði af kvöldverðamatseðlinum og jólabrönsinum, en brönsinn hófst í morgun:

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Hreindýra Fillet og Anda Confit.
Fondant kartöflur, steikt rósakál, sætkartöflu og svarthvítlauks mauk, sýrður skarlottulaukur og rifsberja soðgljái

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Villibráðasúpa.
Sýrð sinnepsfræ, bláberja og timjan rjómaostur, brauðteningar

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólaplatti.
Graflax taco, hangikjötstartar, rósmaríngrafin naut, laxa ceviche, tígrisrækju tempura,
20 mánaðar gamall Tindur, lime aioli, eldpipar marmelaði

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Karamellu Dome.
Mjólkursúkkulaðimús fyllt með karamellu, mandarínu og piparköku ís, ristaðar möndluflögur, amarena kirsuber

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Tígrisrækja Tempura.
lime aioli, eldpipar marmelaði

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Egg Benedikt
Hunangsgljáður hamborgarahryggur, brioche brauð, sýrt rauðkál, ostasósa og trufflu hollandaise
Andaconfit og Belgísk Vaffla
Eldpipar majó, granatepli, jarðskokkar

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Egg Benedikt.
Hunangsgljáður hamborgarahryggur, brioche brauð, sýrt rauðkál, ostasósa og trufflu hollandaise

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Graflax Pönnukaka.
Graflax sósa, og djúpsteikt katafi

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Mandarínu og piparköku ís.
ristaðar möndluflögur og ber

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið