Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þarftu að selja/kaupa notuð eða ný tæki? Þá er þessi facebook hópur klárlega fyrir þig

Birting:

þann

Sölumarkaður - Notuð og ný tæki - Eldhús, veitingastaður, hótel

Facebook hópurinn Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Á hverjum degi birtast fjölbreyttar auglýsingar, atvinna í boði, notuð tæki til sölu, ný og ónotuð eldhústæki og margt fleira.

Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans er ekki ætluð fyrirtækjum til auglýsinga eða auglýsa aðra facebook hópa eða síður, en slíkum auglýsingum verður umsvifalaust eytt út.

Kíktu við: Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans

Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Netfang: [email protected]

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaður viðburður á Laugaveginum – Gestir nutu veislumat á hvítdúkuðu langborði

Birting:

þann

Hvítdúkað langborð eftir endilöngum Laugaveginum

Í gær var haldin vegleg veisla á Laugaveginum, en þar var sett upp hvítdúkað langborð eftir endilöngum Laugaveginum og er það í fyrsta sinn í íslandssögunni sem slíkt hefur verið gert.

Fyrri part dagsins var grillstemning og götumatur en um kvöldið alvöru veisla með mat frá kokkunum á Súmac, Public house og víni frá Vínstúkunni Tíu sopum. Veislan stóð yfir frá klukkan 14:00 til 22:00.

Sjá einnig:

Veisla á Laugaveginum – Hvítdúkað langborð eftir endilöngum Laugaveginum

Vel heppnaður viðburður eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hvítdúkað langborð eftir endilöngum Laugaveginum

Hvítdúkað langborð eftir endilöngum Laugaveginum

Myndir: facebook / Borgin okkar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingamenn biðja túrista um að framvísa niðurstöðum úr covid prófi

Birting:

þann

Fernando's Restaurant

Fernando’s er staðsettur við Hafnargötu 28 í Reykjanesbæ

Í gær birti meðlimur í facebook hóp færslu þar sem hann hrósar veitingastaðnum Fernando´s sem staðsettur er við Hafnargötu 28 í Reykjanesbæ, þá ekki bara fyrir góðan mat heldur líka virkt Covid-19 eftirlit/smitvarnir:

„Það komu gestir (túristar) þangað inn í kvöld á meðan við vorum þar og þau voru spurð og beðin um að framvísa niðurstöðum úr covid prófi sem þau voru ekki búin að fá.

Útskýrt var fyrir gestunum á kurteisin hátt að þau mættu ekki vera innan um annað fólk og ættu að halda sig á hótelinu þangað til niðurstöður úr prófinu liggur fyrir og í framhaldi var þeim vísað til dyra en jafnframt boðin velkomin eftir að þau hefðu fengið sínar niðurstöður.“

Samkvæmt upplýsingum frá covid.is, þá fá komufarþegar upplýsingar um niðurstöðu úr prófi innan sólarhrings, yfirleitt samdægurs eða, ef komutími er eftir kl. 17, næsta dag. Komufarþegum verður tilkynnt um niðurstöðu í rakningarappinu, Rakning C-19, eða í smáskilaboðum. Farþegum sem greinast jákvæðir fá tilkynningu símleiðis.

Þannig að komufarþegar þurfa ekki að sæta sóttkví á meðan þeir bíða niðurstaðna úr prófi, en er bent á að gæta smitvarna og huga að heilsu sinni og annarra.

Fernando’s er Ítalskur veitingastaður sem opnaði 6 árum síðan í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A.

Sjá einnig:

Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur

Árið 2018 flutti Fernandos í nýtt húsnæði, þ.e. aðeins neðar í götunni eða húsnæðið við Hafnargötu 28.

Sjá einnig:

Fernando’s Pizza í nýtt húsnæði – Fernando’s og Keflavík Café sameinast

Mynd: facebook / Fernando’s Restaurant

Lesa meira

Áhugavert

Fólk gleymir oft að afbóka – „ahhh.. sorry ég gleymdi því“ | Könnun: Eiga veitingahús að vera með skrópgjald?

Birting:

þann

Borðapöntun - Veitingahús

Það er virðingarleysi að panta borð á veitingastað og mæta síðan ekki. Að gleyma að afbóka á þessu viðkvæmu stigi sem að veitingastaðir eru í eftir Covid-19 ástandið er enn verra.

Veitingageirinn hefur heyrt í fjölmörgum veitingamönnum og allir eru sammála því og þakklátir hvað íslendingar eru duglegir að panta borð og á mörgum veitingastöðum eru helgar fullbókaðar.

Það er þekkt í veitingabransanum að fólk gleymir að afbóka borð og þegar er haft samband við fólkið, þá er svarið oftast: „ahhh.. sorry ég gleymdi því“.

Það er spurning um að veitingahús taki upp skrópgjald, en það gæti verið jákvæð hvatning fyrir fólk til að mæta eða muna eftir því að afbóka?

Könnun

Eiga veitingahús að vera með skrópgjald?

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag