Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þarf alltaf að vera vín? – Öflugur og fróðlegur facebook hópur – Yfir átta þúsund meðlimir

Birting:

þann

Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson framreiðslu-, og matreiðslumaður

Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson framreiðslu-, og matreiðslumaður

Fróðleg og áhugaverð umræða um léttvín og blandaða drykki er hægt að lesa í skemmtilegum facebook hóp sem heitir: Þarf alltaf að vera vín?

Hvetjum alla til að fylgjast með hópnum hér.

Þegar þetta er skrifað þá eru rúmlega 8200 meðlimir í hópnum, sem bæði taka virkan þátt í umræðum, aðstoða fólk og njóta síðan allskyns fróðleik frá stjórnendum hópsins, ásamt viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga.

Að hópnum standa tveir fagmenn sem eru vel þekktir í veitingageiranum, en það eru þeir:

Grétar Matthíasson

Grétar er framreiðslu-, og matreiðslumaður að mennt og meistari í báðum greinum.  Grétar hefur verið veitingastjóri á Grillmarkaðinum til fjölda ára, er forseti Barþjónaklúbbs Íslands og margverðlaunaður framrteiðslumeistari.

Grétar hreppti titilinn Íslandsmeistari Barþjóna 2017 en hann keppti með drykkinn “Peach Perfect”, sem samanstendur af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.

Grétar gerði sér lítið fyrir og vann gullið í Heimsmeistaramóti Barþjóna 2018 í flokki short drinks.

Fleiri fréttir um Grétar hér.

Örn Erlingsson

Örn lærði fræðin sín í Perlunni og útskrifaðist vorið 2013 með sveinspróf í matreiðslu. Örn hefur starfað á veitingastaðnum lava í Bláa Lóninu, Tapas barnum, Apótekinu, Grillmarkaðinum, yfirmatreiðslumaður á Skihotel Speiereck í Austurríki, sölustjóri fyrir stóreldhús hjá Bako Ísberg, svo fátt eitt sé nefnt.

Örn starfar nú sem yfirmatreiðslumaður hjá Kaffitári.

Fleiri fréttir um Örn hér.

Þarf alltaf að vera vín?, er klárlega facebook hópur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Facebook hópurinn: Þarf alltaf að vera vín?

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Frítt fyrir bakarí, hótel, veitingahús ofl.

Birting:

þann

Steik - Matreiðslumaður - Kokkur

Nú gefst fagmönnum, sælkerar (áhugafólk), veitingahús, bakarí ofl. kostur á að senda inn myndir af réttum, kokteilum, kjötvörum ofl. í gegnum einfalt form, öllum að kostnaðarlausu.

Myndirnar birtast fyrir miðju á forsíðunni undir dálknum: „Frá lesendum – Nýtt eða spennandi á matseðli“ og sent á fréttabréf veitingageirans.

Við hvetjum lesendur til að senda inn mynd í gegnum þetta form hér:

Nýtt eða spennandi á matseðli

  • Er nýr réttur eða eitthvað spennandi á matseðli hjá þér, kokteill, bakkelsi, kjötvara osfr.
  • Segðu okkur aðeins frá réttinum, þarf ekki vera langt, innihaldslýsing, uppskrift, lýsing á réttinum í einum til tveimur setningum, þitt er valið.
  • Fullt nafn eða heiti á vinnustað
  • Hvar er rétturinn í boði.... (ekki nauðsyn)
  • Til að fá staðfestingu/leyfi á birtingu.
  • Ef þú vilt birta fleiri myndir, þá vinsamlegast sendu þær á [email protected]

Sjáðu hér hvað lesendur veitingageirans hafa sent inn.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Leyndarmálið á baki við eitt dýrasta nautakjöt í heimi – Myndband

Birting:

þann

Kobe - Kjöt

Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist

Kobe nautakjötið, sem framleitt er í Tajima héraði í Japan, er eitt dýrasta nautakjöt í heimi. Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist og er einnig með hærra hlutfalli af CLA fitusýrum.

Fóðrun og meðferð gripanna er langt og strangt ferli og er undir miklu eftirliti, en megináhersla er lögð á gæði umfram staðlaða fjöldaframleiðslu á nautakjöti.

Margar sögusagnir eru um að Kobe nautin eru gefin bjór að drekka, en það er ekki rétt samkvæmt ræktendum, aðspurðir um bjórdrykkjuna í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.

Kobe - Kjöt

Eftirlitsmenn fara vel yfir Kobe-kjötið og gefa einkunn á gæði áður en kjötið fer á uppboð.

Til eru eftirlíkingar á Kobe kjötinu sem framleitt er í Bandaríkjunum, en kílóverðið er töluvert lægra.  Á uppboðum selst 440 kg. ekta Kobe-naut í kringum 2 milljónir íslenskra króna.  Ekki er vitað hvort íslensk veitingahús bjóða upp á Kobe steikur í dag, en þau hafa vissulega gert það í gegnum tíðina.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tvö ný meðlæti á matseðli Domino´s

Birting:

þann

Gömlu góðu brauðstangirnar

Janúar er eins og síðustu ár hófst með Veganúar hjá Domino´s og er nú hægt að fá þrjú mismunandi meðlæti sem öll flokkast sem vegan.

Þau hafa nú þegar fengið góðar viðtökur en þar eru tvö ný og eitt gamalt. Þetta eru gömlu góðu brauðstangirnar sem núna hafa verið baðaðar í sterkri cajun kryddolíu, vinsæla kanilgottið sem er nú bakað úr létta deiginu og þar er notuð kanilolía í stað kanilsmjörs.

Að síðustu eru það kartöflubátarnir sem eru og hafa alltaf verið vegan.

Helga Thors, markaðsstjóri Dominos, segir að þetta er forsmekkurinn að vegan úrvali á Veganúar og síðar í mánuðinum verður kynnt ný vegan pizza. Þess má geta að pizzan Vegas er vegan pizza en hún kom á matseðil í fyrra og var unnin með vegan rýnihópi Domino´s. Það er kannski ekki hægt að segja að grænkerar séu stór hópur viðskiptavina hjá Domino´s, en hann fer stöðugt vaxandi auk þess sem Vegas hefur verið vinsæl hjá grænmetisætum og öðrum sem huga almennt að heilsunni. Það er því gaman að geta boðið uppá breiðara vöruúrval fyrir þann hóp.

Mynd: dominos.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag