Vertu memm

Veitingarýni

TGI Fridays 50 ára

Birting:

þann

TGI Fridays

Alan Stillman opnaði fyrsta staðinn árið 1965 í New York, hann bjó í hverfi þar sem margar flugfreyjur, einkaritarar, fyrirsætur og annað einhleypt ungt fólk.

Með 5000 dollara og annað eins að láni frá móður sinni keypti hann bar sem hét The Good Taveren bar á horni 63 strætis og 1 avenue og gaf því nafnið TGI.Friday´s, sem minningu frá Bucknell Háskóla um að það var frí á föstudögum „Tank God It´s Friday“.

TGI FridaysStaðurinn opnaði 15. mars árið 1965 og afgreiddi staðlað amerískt eldhús, áfenga drykki meðal annars.

Fljótlega áttuðu þeir sig á að úrval á forréttum var ekki mikil og var lagst undir feld og hugsað og útkoman var kannski eitthvað sem menn áttu ekki von á að myndi slá í gegn, en það eru fyllt kartöfluskinn með osti og beikon borið fram með sýrðum rjóma. Ekkert lát er á vinsældum á þessum rétti, en í dag ca. 50 árum seinna.

Og flestir þekkja söguna eftir það.

TGI Fridays

Í tilefni afmælisins bað ég Ævar Ólsen rekstrastjóra TGI Friday´s að sýna mér fyrsta réttinn sem þeir sköpuðu og einnig það sem er nýjast hjá þeim og var það auðsótt mál.

Fyrst kom:

TGI Fridays

Loaded Potato Skins
Þessar klassísku Fridays kartöfluskeljar eru stútfullar af bræddum cheddar osti og stökku beikoni bornar fram með sýrðum rjóma og graslauk.
These signature Friday’s® skins are fully loaded with melted Cheddar cheese, crisp bacon and served with sour cream and green onions.

Mér hefur alltaf fundist þessi réttur sígildur og afargóður.

Svo kom nýi rétturinn:

TGI Fridays

Parmesan-Crusted Chicken Quesadillas

TGI Fridays

Parmesan-Crusted Chicken Quesadillas
Hveititortillur fylltar með pönnusteiktum kjúklingi, tómatbasil blöndu, beikoni og osti. Hjúpaðar með Parmesan osti, pönnusteiktar og skreyttar með balsamic gljáa.
Our flour tortilla is packed with sauteed chicken, tomato-basil mix, bacon and cheese. We coat it with Parmesan and pan-fry it to a crispy, golden brown, then drizzle it with balsamic glaze.

Og ekki var þetta síður á bragðið, alveg guðdómlegt.

Viljum við óska Friday´s til hamingju með áfangann og megi þeir vera einn af valmöguleikum framtíðarinnar.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið