Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Tælenskur matarvagn opnar á Dalvík

Birting:

þann

Matarvagninn Hóllinn

Matarvagninn Hóllinn

Matarvagninn Hóllinn mun opna formlega helgina 11. júní – 12 júní á Dalvík, en hann sérhæfir sig í eldun á tælenskum mat og hamborgurum og samlokum.

Í júní verður matarvagninn einungis opin um helgar sem hér segir, frá klukkan 17:00 – 21:00 á föstudeginum og á laugardeginum verður hádegisopnun klukkan 11:30 – 14:00 og um kvöldið klukkan 17:00 – 21:00

Matseðill helgarinnar:
Rúllur = 2200kr (10stk,hrísgrjón og sósa)
Kjúklinganúðlur = 1500kr
Djúpsteiktar rækjur=1800kr (hrísgrjón og sósa)
Kjúklingur í ostrusósu = 1800kr (hrísgrjón)
Blandbakki = 2500kr (núðlur, rækjur, kjúklingur í ostrusósu, hrísgrjón og sósa)

Hóllinn verður staðsettur rétt norðan við Byggðasafnið Hvoll á Dalvík.

Mynd: facebook / Hóllinn Take Away

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Gaia er nýr veitingastaður við Ægisgarð – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Gaia veitingastaður

Nýr veitingastaður opnar í næstu viku við Ægisgarð 2 í Reykjavík. Staðurinn hefur fengið nafnið Gaia, en eigendur eru Eyþór Mar Halldórsson einnig eigandi Public House, BrewDog, Duck & Rose, Patrick Örn Hansen eigandi Public House, Erlendur Þór Gunnarsson eigandi BrewDog, Duck & Rose og Þórður Gíslason eigandi BrewDog, Duck & Rose.

Formleg opnun verður fimmtudaginn 30. september og tekur staðurinn 120 manns í sæti.

Gaia veitingastaður

Fyrstu dagana verður opið frá klukkan 17:00-24:00. Síðan í vikunni á eftir verður opnað í hádeginu og loks mun staðurinn bjóða upp á brunch um helgar.

„Þar sem húsið er við höfnina þá einblínum við mikið á fisk.  Verðum með marga smárétti ásamt sushi réttum. Allur mat og drykkjarseðillinn verður með asískum áhrifum.“

Sagði Eyþór Mar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður sérstöðu veitingastaðarins.

Gaia veitingastaður

Eftirfarandi myndir eru sýnishorn af kokteilum sem í boði verða á Gaia:

Vídeó

Fyrir áhugasama, þá er hægt er að fylgjast með Gaia á facebook og instagram.

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ghost Kitchen er nýjung á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað

Birting:

þann

Ghost Kitchen

Hjörleifur Árnason og Sölvi Antonsson

Eftir að hafa starfað sem matreiðslumenn á hinum ýmsu veitingastöðum á Íslandi og á Norðurlöndunum, þar sem oft er mikill handagangur í öskjunni, þá sáu þeir félagarnir Hjörleifur Árnason og Sölvi Antonsson tækifæri og bjóða nú upp á krafta sína við undirbúning fyrir veitinga-, og kaffihús ofl.

„Við höfum unnið á hinum ýmsu sviðum veitingareksturs, allt frá fjólþjóða iðnaðamanna mötuneyti til Michelinstjörnu staða, leikskóla eldhúsi, vöruþróun og svo saman á Vox og Lækjabrekku svo dæmi séu tekin.“

Segir Hjörleifur Árnason matreiðslu-, og kjötiðnaðarmeistari, í samtali við veitringageirinn.is.

„Það má því segja að hvert sem verkið er, þá treystum við okkur í það.“

Pantanir eru byrjaðar að streyma inn og Hjörleifur segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.

Ghost Kitchen

Ghost Kitchen

Ghost Kitchen hefur þegar byrjað að taka við pöntunum í minni veislur þar sem veislan er afhent tilbúin eða, ef þess er óskað, þá er hægt að fá þá félaga til að elda á staðnum. Það að fá kokkinn heim og elda getur sett matarboðið á algjörlega nýtt og hærra plan.

„Öll viljum við bjóða upp á framúrskarandi gæði, góðan mat og frábæra þjónustu. Það getur hinsvegar verið erfitt að finna tíma eða rétta starfsfólkið, þar komum við inn. Leyfðu okkur að hjálpa þér, svo þú getir blómstrað.“

Segir Hjörleifur að lokum.

Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið [email protected] eða á facebook síðu Ghost Kitchen hér.

Hjörleifur stefnir einnig á að opna nýjan matarvagn á Akureyri, sjá nánar hér.

Myndir: facebook / Ghost Kitchen

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi

Birting:

þann

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi, staðsettur á planinu hjá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eigendur eru feðgarnir Móses Kjartan Jósefsson og Philip Stefán Mósesson, en þeir bjóða upp á fimm tegundir af samlokum og úrval af gæðakaffi, eins og cappuccino, espresso, americano, caffe latte og einnig gos, ís úr vél og prótein smákökur.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Langvinsælasta samlokan á Punto Caffé er Lomito Italiano sem inniheldur rifið grísakjöt, tómata, avakadó og majones.

Í stuttu spjalli við blaðamann Skessuhornsins sagði Móses að hann væri ættaður frá Chile en hefði komið til Íslands árið 1998 en flutt í Borgarnes 2017.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Splunku nýjar tegundir af samlokum eru að skríða á matseðil þessa dagana, þær heita ave pimiento og ave palta Í Ave pimiento er mayjones salat með mæjónesi kjúklingabringu, grilluð papriku og í Ave Palta er kjúklingabringu með avókadó.
Einnig býður Punto Cafféupp á nýja vegan samloku með vegan snitseli.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Myndir: facebook / Punto Caffé

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið