Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur maturinn út hjá Sumac – Myndir

Birting:

þann

Sumac

Matreiðslumennirnir Georg og Hafsteinn að dressa upp grillaða Romaine salatið

Það styttist óðfluga í opnun á veitingastaðnum Sumac sem staðsettur er við Laugaveg 28, í sama húsi og nýja ION-Hótelið.

Eins og fram hefur komið þá þýðir Sumac: súrt ber (steinávöxtur), sem er þurrkað en berin koma af smátréi sem heitir Sumac. Sumac kryddið er mikið notað í matreiðslu og drykki í norður afríku og miðausturlöndum. Þema staðarins sem opnar á næstu dögum verður undir áhrifum frá Líbanon, Marokkó og til miðausturlanda bæði í mat og drykkjum.

Sumac verður með Pop up í kvöld og á morgun þar sem boðsgestir geta pantað sér af matseðli og smakkað á því sem Sumac kemur til með að bjóða uppá.

Með fylgja myndir frá Sumac og af matnum frá prufukvöldverðum síðastliðnar vikur:

Sumac

Yfirkokkarnir Hafsteinn Ólafsson og Þráinn Freyr Vigfússon

Sumac

Vegan réttur
Pistasíu ís + epli + mynta

Sumac

Grillaður kolkrabbi

Sumac

Hluti af leirtauinu

Sumac

Æfingakvöldverður með góðum gestum

Grillað flatbrauð með za´atar, Heslihnetu og papriku kremi, Hummus með stökkum kjúklingabaunum

Sumac

Baldur að grilla skötuselsspjót með söltuðum sítrónum

Sumac

Spennan magnast með hverri mínútunni sem líður að opnun staðarins. Starfsmenn Sumac eru komnir í gírinn.

 

 

Myndir: facebook / Sumac

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið