Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur maturinn út hjá Sumac – Myndir

Birting:

þann

Sumac

Matreiðslumennirnir Georg og Hafsteinn að dressa upp grillaða Romaine salatið

Það styttist óðfluga í opnun á veitingastaðnum Sumac sem staðsettur er við Laugaveg 28, í sama húsi og nýja ION-Hótelið.

Eins og fram hefur komið þá þýðir Sumac: súrt ber (steinávöxtur), sem er þurrkað en berin koma af smátréi sem heitir Sumac. Sumac kryddið er mikið notað í matreiðslu og drykki í norður afríku og miðausturlöndum. Þema staðarins sem opnar á næstu dögum verður undir áhrifum frá Líbanon, Marokkó og til miðausturlanda bæði í mat og drykkjum.

Sumac verður með Pop up í kvöld og á morgun þar sem boðsgestir geta pantað sér af matseðli og smakkað á því sem Sumac kemur til með að bjóða uppá.

Með fylgja myndir frá Sumac og af matnum frá prufukvöldverðum síðastliðnar vikur:

Sumac

Yfirkokkarnir Hafsteinn Ólafsson og Þráinn Freyr Vigfússon

Sumac

Vegan réttur
Pistasíu ís + epli + mynta

Sumac

Grillaður kolkrabbi

Sumac

Hluti af leirtauinu

Sumac

Æfingakvöldverður með góðum gestum

Grillað flatbrauð með za´atar, Heslihnetu og papriku kremi, Hummus með stökkum kjúklingabaunum

Sumac

Baldur að grilla skötuselsspjót með söltuðum sítrónum

Sumac

Spennan magnast með hverri mínútunni sem líður að opnun staðarins. Starfsmenn Sumac eru komnir í gírinn.

 

 

Myndir: facebook / Sumac

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Raggi Rögg endurvekur Bakarann á hjólinu

Birting:

þann

Ragnar Rögnvaldsson bakarameistari

Ragnar Rögnvaldsson bakarameistari
Mynd: aðsend

Nýtt bakarí hefur verið opnað við Borgartún 29 í Reykjavík þar sem Jóa Fel bakaríið var áður til húsa.

Margir hverjir muna eftir krúttlega bakaríinu í Álfheimum hér á árum áður sem hét Bakarinn á hjólinu en eigandi þess, Ragnar Rögnvaldsson bakarameistari, hefur endurvakið nafnið og heitir nýja bakaríið Bakarinn á hjólinu.

Bakaríið býður upp á fjölbreytt úrval af bakkelsi, kaffi og fleira.

Kíkið á facebook síðu Bakarans á hjólinu hér.

Vídeó

Myndir úr bakaríinu: facebook / Bakarinn á hjólinu

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Götumarkaðurinn og Just Wingin It opna fyrir „take away“ um helgina og næstu daga við Klapparstíg 28-30

Birting:

þann

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 er nýr „pop up“ veitingastaður þar sem áhersla er lögð á nýja spennandi söluaðila til að prófa sig áfram með ný skemmtileg konsept.

Götumarkaðurinn var með mjúk opnun þar síðustu helgi við frábærar undirtektir og var fyrirhugað að opna fyrir gesti strax helgina eftir.

„Í ljósi aðstæðna þá var það sett á ís, en nú í vikunni þá ætlum við að framlengja okkar mjúk opnun og verður því opið í „take away“ hjá Just Wingin It – Vængjavagninum.“

að því er fram kemur í tilkynningu.

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Hægt verður að panta fyrirfam í gegnum netið. Þess má geta að Just Wingin It sigruðu í keppninni um besta Götubitan 2020 í flokknum „Besti smábitinn 2020“ og var dómnefnd sammála um að þetta væru bestu kjúklingavængir á landinu.

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Þegar samkomutakmörkunum léttir þá verða 4 aðilar starfræktir á Götumarkaðinum. Þeir aðilar sem verða fyrst um sinn eru Just Wingin It – Vængjavagninn, Rvk Raclette, Mónópól bar og svo verða hinir ýmsu aðilar í kjallara húsnæðisins, og verður sú dagskrá auglýst nánar síðar en það eru gríðarlega spennandi ný konsept eins og, Borðhaldið, Sono matseljur sem einblína á grænkerafæði. Silli Kokkur mun svo vera með nokkurskonar yfirtöku á öllum staðnum með villibráða veislu í Nóvember.

Einnig eru aðstandendur Götumarkaðarins með til skoðunar að breyta húsnæðinu í takmarkaðan tíma í lítið „China Town“ eins og við þekkjum erlendis frá og þá verða 4 mismunandi asískir veitingastaðir sem verða með yfirtöku á húsnæðinu.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matlifun er nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri

Birting:

þann

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari og Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari og Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari

Á næstunni opnar nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri. Eigendur eru hjónin Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari og Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari.

Fyrirtækið heitir Matlifun og mun selja foreldaða rétti til heimamanna, allt fyrir eldamennskuna sent heim að dyrum.

Matlifun er nú orðið að veruleika

„Við leitumst við að hafa eldamennskuna fyrir viðskiptavininn ekki meira en 15-30 mínútur. Til að byrja með erum við í tímabundu leiguhúsnæði. Varanlegt húsnæði er væntanlegt eftir áramót. Viðskiptavinir geta skoðað úrval rétta og pantað í gegnum heimasíðuna okkar, síðan verða allar sendingar verða keyrðar út hér á Akureyri.

Hugmyndin hefur verið lengi að malla í hausnum á okkur og hefur hún legið fullmótuð niðrí skúffu í einhvern tíma. Nú er hinsvegar tíminn til að hugsa hlutina upp á nýtt og láta verkin tala. Matlifun er nú orðið að veruleika og eru stór plön fyrir framtíðina.“

Jóhanna og Sveinn ætla að fara rólega af stað fram að áramótum en síðar munu þau bjóða uppá fjölbreyttari rétti og vel valdar sælkeravörur.

Matarnámskeið í vottuðu eldhúsi

Fljótlega eftir áramót mun Matlifun bjóða upp á allskonar námskeið fyrir matgæðinga ásamt öðrum spennandi viðburðum.

„Ætli pastanámskeiðið verði ekki fyrsta námskeiðið sem haldið verður, það hefur verið mikil eftirspurn eftir því. Draumurinn í framtíðarhúsnæðinu er síðan að geta boðið utanaðkomandi aðilum að koma inn og vera með matarnámskeið í vottuðu eldhúsi.“

Jóhanna Hildur og Sveinn eru bæði uppalin á Akureyri. Þau hafa starfað í veitingageiranum um árabil bæði hér á landi sem og erlendis.

„Okkur langaði mikið að leggja okkar að mörkum til að efla menningarlífið hér á Akureyri. Nú þegar er góð flóra veitingahúsa hér og því langaði okkur að gera eitthvað aðeins öðruvísi.

Við erum mjög spennt að heyra hvernig heimamenn taka á móti okkur.“

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag