Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur Kaffihús Vesturbæjar út

Birting:

þann

 Kaffihús Vesturbæjar

Kaffihús Vesturbæjar er nýtt kaffihús sem opnaði í gær á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur.  Á meðal eigenda er Pétur Marteinsson sem m.a. rekur KEX hostel, að baki kaffihúsinu ásamt nokkrum íbúum Vesturbæjar.

Pétur er að vonum ánægður með viðtökurnar en sjaldan hefur opnun kaffihúss verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu, en viðtal við hann er hægt að horfa á mbl sjónvarpi hér.

Opið er frá klukkan 7:30 til 23 virka daga, 9 til 23 um helgar og boðið er upp á morgun-, hádegis- og kvöldmat.

Þau eru mörg handtökin sem þarf að vinna á síðustu metrunum, en í meðfylgjandi myndbandi er verið að kanna hvernig glösin renna til á miðjuborðinu í Kaffihúsi Vesturbæjar.

 

 

Myndir: af tumblr síðu kaffivest.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Stefna á að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar

Birting:

þann

Ráðagerði á Seltjarnarnesi var byggt á árunum 1880-1885

Ráðagerði á Seltjarnarnesi var byggt á árunum 1880-1885

Gísli Björnsson áformar ásamt félögum sínum, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og Viktori Má Kristjánssyni, að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar.

Gísli segir í samtali við mbl.is að þeir félagar hafi lengi unnið saman, séu vanir veitingamenn og rekstraraðilar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. Beðið er eftir að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir, en bærinn seldi húsið á síðasta ári og er nú verið að kynna nýtt deiliskipulag sem leyfir breytta notkun þess.

„Við ætlum að bjóða upp á mat og drykk með ítölsku ívafi með áherslu á aperitivostemninguna sem hefur svo lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu. Boðið verður upp á ýmsa smárétti, eldbakaðar pítsur, tartinesamlokur og ýmislegt fleira spennandi. Markmiðið er að gera notalegan stað sem allir aldurshópar geta notið sín frá klukkan 9-23,“

segir Gísli að lokum við mbl.is.

Mynd: seltjarnarnes.is

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sono Matseljur opnar í Norræna húsinu

Birting:

þann

Sono Matseljur, í samstarfi við Matr, hefur opnað í Norræna húsinu. Sono Matseljur verður opið fyrst um sinn á kvöldin um helgar. Kaffihúsið Matr er opið frá klukkan 12 til 16 frá þriðjudag til föstudags og býður upp á gómsæta rétti í hádeginu og sér um þjónustu við ýmsa viðburði í húsinu og yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.

Sjá einnig:

Matr opnar í Norræna húsinu

Sono Matseljur er í eigu þeirra Hildigunnar Einarsdóttur og Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur.

Sono verður í svipaðri mynd og síðasta sumar á Flateyrarvagninum og aftur á Götumarkaðnum fyrir nokkrum vikum síðan.

Sjá einnig:

Sono Matseljur “pop up” verða á Götumarkaðnum næstu tvær helgar

Sérstök mjúk opnun er í kvöld föstudaginn 5. mars og opið fyrir almenning alla helgina og verður svo opið næstu helgar frá föstudegi til sunnudags, frá kl. 17:30 – 22:00.

„Ef vel gengur er von okkar sú að fá að vera áfram. Þá verður skoðað að hafa fleiri opnunartíma,“

segir Sigurlaug Knudsen í samtali við veitingageirinn.is

Hildigunnur og Sigurlaug bjóða upp á heilnæman grænkeramat þar sem nær allt er gert frá grunni.

Matseðill helgarinnar 5. til 7. mars 2021

Myndir: facebook / Sono Matseljur

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Blue Hótel Fagralund opnar í Reykholti

Birting:

þann

Hótel - Hótelherbergi

Stefnt er á að opna nýtt 40 herbergja hótel í Reykholti í Bláskógabyggð um miðjan júní næstkomandi.

Framkvæmdir ganga vel, undirstöður eru tilbúnar, en hótelbyggingn sjálf er smíðuð úti í Noregi og er húsi væntanlegt um miðjan apríl.  Hótelið heitir Blue Hótel Fagralund.

Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Stakrar gulrótar ehf. sem byggir hót­elið, segir að það taki aðeins nokkra daga að setja húsið upp.

„Við reiknum frekar með Íslendingum í sumar, að minnsta kosti framan af. Íslendingar vilja hafa heita potta og hluti af okkar viðbrögðum við breyttri stöðu er að koma upp pottum og heilsulind fyrir gestina.

Mér heyrist á öllu að það gangi vel að bólusetja í Bretlandi og Bandríkjunum sem verið hafa okkar helstu markaðir og ég vonast til að gestir þaðan fari að skila sér þegar líður á sumarið,“

segir Jóhann Guðni í samtali við mbl.is.

Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið