Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona lítur brönsinn út hjá Sjálandi

Birting:

þann

Sjáland við Arnarnesvoginn í Garðabæ

Bröns eða árbítur nýtur mikilla vinsælda, en það eru ekki mörg ár síðan að einungis örfá veitingahús og hótel sem buðu upp á bröns, enda óþekkt fyrirbæri hjá íslendingum.

Í dag er öldin önnur og er feykilega vinsælt að stórfjölskyldan, pör, vinir og kunningjar fari út að borða í árbít.

Nýi veitingastaðurinn Sjáland, sem staðsettur er við Ránargrund 4 við Arnarnesvoginn í Garðabæ, býður nú í fyrsta sinn upp á árbít.

Sjáland hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann opnaði.

Sjá einnig hér:

Veitingastaðurinn Sjáland opnar – Sjáðu myndirnar af staðnum, kokteilunum og matnum

Bröns matseðillinn

Flottur bröns matseðill, en hann er í boði alla laugardaga og sunnudaga frá klukkan 11:30 til 13:30.

Veitingastaðurinn Sjáland

Vaffla.
Önd, steikt egg, sultuð ber, parmaskinka.

Vöfflur
– Önd, steikt egg, sultuð ber, parmaskinka
– Hægeldað egg, skinka, hollandaise
– Hægeldað egg, reykt klausturbleikja, hollandaise

Pretzel beygla
Scramble egg, þykkt spicy bacon, avocado salat og Ísbúí

Pretzel beygla (vegan)
Avacado salat, buff tómatar, oumph, tofu

Grillaður hvítur aspas
Tindur, Grásleppu hrogn, Ristaðar möndlur

Brunch Vaxa salat
Kryddjurta dressing, ristuð fræ, Gúrkur, gulrætur, radisur.

Veitingastaðurinn Sjáland

Grillaður hvítur aspas.
Tindur, grásleppu hrogn, ristaðar möndlur.

Eldbakaðar Pizzur fyrir þá sem ekki vilja bröns

Fyrir þá sem ekki vilja bröns, þá er alltaf í boði að fá Eldbakaðar Pizzur.

Sjá matseðilinn í heild sinni hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Af hverju er parmesanostur svona dýr?

Birting:

þann

Parmesanostur

Parmesanostur getur kostað yfir 135 þúsund íslenskar krónur. Það tekur að minnsta kosti eitt ár og allt að þrjú ár að ná fullkomnum á parmesanosti, og notað er 131 lítra af mjólk til að framleiða, og einungis hægt að framleiða hann á Norður-Ítalíu, á svæðinu Emilia Romagna.

Í meðfylgjandi myndbandi er mjólkurbú í Parma heimsótt sem staðsett er á Ítalíu, þar sem meðal annars er fjallað um svartamarkaðinn á Parmesanosti, sjón er sögu ríkari.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Árið er 1989 – Veitingahúsarekstur á villigötum – Gömul saga og ný?

Árið er 1989 – Veitingahúsarekstur á villigötum – Gömul saga og ný?

Birting:

þann

Árið er 1989 - Veitingahúsarekstur á villigötum - Gömul saga og ný?

Árið er 1989 - Veitingahúsarekstur á villigötum - Gömul saga og ný?

Mynd: Tímaritið Heimsmynd – 6. tölublað – 01.09.1989

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tilraunaveiðar með humargildrur ganga vonum framar

Birting:

þann

Humar - Leturhumar

Tilraunaveiðar með humargildrur á Ingu P SH ganga vonum framar og er auðsjáanlega humar víða í Breiðafirði.

Á mbl.is kemur fram að nokkuð óvænt tókst að ná í 120 kíló undan Arnarstapa, en þar hafa slíkar veiðar ekki verið stundaðar áður.

Fyrst voru gildrurnar í tilraunaveiðunum lagðar ellefu mílur vestur af Öndverðarnesi og var afli með ágætum en veður hamlaði þó veiðum. Í síðustu viku voru svo gildrurnar færðar í svokallað Jökuldýpi sem er þekkt humarsvæði, en áður fyrr voru humartogskip þar að veiðum, að því er fram kemur á mbl.is sem fjalla nánar um það hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag