Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona líta réttirnir út hjá ÉTA í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

ÉTA í Vestmannaeyjum

Hannes Már Hávarðarson og Gísli Matthías Auðunsson.
Mynd: facebook / ÉTA – Vestmannaeyjar

Nú fyrir stuttu opnaði veitingastaðurinn ÉTA, en hann er staðsettur í Vestmannaeyjum við Strandveg 79. Hægt er að sitja inni en staðurinn tekur 16 manns í sæti og einnig er hægt að taka með í take away.  Einfalt er að panta mat í gegnum heimasíðu ÉTA á vefslóðinni www.etamat.is.

ÉTA er systur staður veitingastaðarins Slippsins sem opnaði á Strandvegi 76 í Vestmannaeyjum árið 2012.

Sjá einnig:

ÉTA er nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum

Sérstaða veitingastaðarins eru hamborgararnir, en þeir eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og einnig djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir.

Svona líta réttirnir út hjá ÉTA í Vestmannaeyjum

ÉTA í Vestmannaeyjum

OSTABORGARI.
Ostborgari, franskar og gos að eigin vali
140 gr nautakjöt hakkað á staðnum + smjörbrauð
cheddar ostur, kál, bufftómatar, hvítur laukur & ÉTA mæjó.
2000 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

GRÁÐAOSTABORGARI.
Gráðostaborgari, franskar og gos að eigin vali.
140 gr nautakjöt hakkað á staðnum + smjörbrauð.
Gerjaður hvítlaukur, gráðaostur, tómatar, kál, laukur & piparmæjó.
2200 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

KJÚKLINGBORGARI
Kjúklingaborgari, franskar og gos að eigin vali.
140 gr kjúklingabringa djúpsteikt í súrmjólkur krydd-deiginu okkar + smjörbrauð.
Seljurótar & rauðkáls hrásalat, piparmæjó, umami hot sauce & kóríander.
2400 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

VEGANBORGARI.
Veganborgari, franskar og gos að eigin vali.
140 gr vegan buff + smjörbrauð.
Violife cheddar ostur, tómatar, kál, laukur & piparmæjó.
2000 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

TVÖFALDUR OSTBORGARI
Tvöfaldur ostborgari, franskar og gos að eigin vali.
2x 100 gr nautakjöt hakkað á staðnum + smjörbrauð.
2x cheddarostur, kál, tómatar, hvítur laukur & ÉTA mæjó.
2400 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

ÉTA FRIED CHICKEN.
3 kjúklingabitar (læri & leggir), franskar og gos að eigin vali.
Djúpsteiktir bitar í súrmjólkur-krydd deiginu okkar (laktósafrítt!).
2000 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

KJÚKLINGJAVÆNGIR.
8 kjúklingavængir, franskar og gos að eigin vali.
Djúpsteiktir bitar í súrmjólkur-krydd deiginu okkar (laktósafrítt!).
Það er gott að löðra þeim í eitthvað af þrem næs sósunum okkar.
(Mælum með gráðaosta mæjóinu með til hliðar).
2000 kr.

ÉTA í Vestmannaeyjum

FISKUR Í DEIGI.
Fiskur í bjórdeigi, franskar og gos.
Seljurrótar & rauðkálshrásalat, lime & piparrótar-remúlaði.
2400 kr.

Matseðill

Myndir: etamat.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tæp 8000 þúsund #Veitingageirinn mynda á Instagram – Taktu þátt í gleðinni

Birting:

þann

Instagram - Veitingageirinn - Myllumerkið #veitingageirinn

Instagram myndir merktar með myllumerkinu #veitingageirinn birtast á forsíðu Veitingageirans óháð notanda þ.e. hvaða Instagram notandi sem er getur merkt myndirnar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðuna og hægra megin við hverja frétt (fyrir neðan í snjalltækjum) hjá okkur.

Í rúmlega tvö ár höfum við valið eina mynd í hverjum mánuði sem vakti mesta athygli okkar, en þær myndir er hægt að skoða með því að smella hér.

Hvetjum alla lesendur Veitingageirans, fagmenn og áhugafólk um mat og vín, að merkja myndir sínar eða vídeó með „hashtaginu“ #veitingageirinn og leyfið okkur að fylgjast með.

Athugið að myndir birtast ekki á listanum ef Instagram er stillt á „private“ hjá þér!

Samansett mynd

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Framhald einnar áhrifamestu bókar veitingabransans væntanlegt

Birting:

þann

The French Laundry, Per Se

Það eru um tuttugu ár síðan að Michelin kokkurinn Thomas Keller gaf út eina mest selda og mest lesna bók allra tíma, The French Laundry.

Thomas Keller er kominn aftur með glænýja matreiðslubók sem heitir The French Laundry, Per Se, sem mun án efa hafa áhrif á fjölmarga kokka, fagfólk og unga matreiðslumenn líkt og fyrri bók hans.

Í nýju bókinni verða yfir 100 rétti ásamt ráð um tækni, sögur um birgja og bændum sem Thomas Keller hefur verið í viðskiptum við ásamt innsýn í áratuga langa reynslu hans í eldhúsinu.

Hægt er að panta bókina í forsölu hér, en hún kemur út 27. október 2020.

Fleiri fréttir um Thomas Keller hér.

Thomas Keller – Vídeó

Thomas Keller sýnir í meðfylgjandi myndbandi hvernig á að gera Bolognese:

Mynd: thomaskeller.com

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaðir Bjórleikar á Sigló – Myndbönd og myndir

Birting:

þann

Bjórleikar á Sigló - 2020

Sigrinum fagnað

Hinir árlegu Bjórleikar Seguls 67 voru haldnir laugardaginn 1. ágúst s.l. á Siglufirði.

Brautin var auðveld og skemmtileg, tekinn var tími hjá keppendum því það var um tímabraut að ræða. Sá sem var fljótastur vann.

Þeir sem unnu í leikunum voru:

1. Halldór Logi Hilmarsson, hann vann einnig 2019
2. Arnar Geir Ásgeirsson
3. Birgir Hrafn Sæmundsson
4. Jóhann Örn Guðbrandsson

Ekki var formlega skráð kvennadeild, en Eyrún Sif Skúladóttir hlaut verðlaun fyrir vasklega framgöngu.

Á meðan að keppnin stóð yfir var boðið upp á bjór og grillaðar Bratwurst pylsur.

Forsvarsmenn Bjórleikanna stefna á að setja meiri púður í bjórleikana á næsta ári.

Fleiri myndir og myndbönd hér.

Bjórleikar á Sigló - 2020

Þrautabrautin

Bjórleikar á Sigló - 2020

Hægt var að vinna sér inn mínus sekúndu á tímann með því að hoppa í ísbað

Bjórleikar á Sigló - 2020

Marteinn Brynjólfur Haraldsson (t.v.), 36 ára gamall tölvunarfræðingur og einn af eigendum brugghússins Seguls 67 á Siglufirði.

Segull 67 Brewery Brugghús

Brugghúsið Segull 67 var sett á laggirnar árið 2015 í gamla frystihúsinu á Siglufirði. Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsinu og innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir.
Mynd: facebook / Segull 67.

Vídeó

Myndir og vídeó: trolli.is

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag