Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaðiterta

Birting:

þann

Súkkulaðiterta

Takið kökuna út úr ofninum, hvolfið henni á grind og látið kólna.

160 g hveiti
50 g kakó
1 tsk. natrón
1/4 tsk. salt
200 g sykur
140 g smjör
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Stillið ofninn á 175 gráðu hita og smyrjið hringmót sem er að minnsta kosti 5 cm djúpt og 22 cm í þvermál. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Bræðið smjörið og hrærið því út í ásamt
helmingnum af mjólkinni. Hrærið deigið í 2 mínútur. Bætið þá í það eggjum, vanilludropum og því sem eftir er af mjólkinni.

Hrærið enn í 2 mínútur.

Setjið deigið í mótið og bakið kökuna neðst í ofni í 40-45 mínútur. Takið kökuna út úr ofninum, hvolfið henni á grind og látið kólna.

Fylling:

1 1/2 dl sulta
100 g suðusúkkulaði
1 msk. smjör

Aðferð:

Kljúfið kökuna í þrjá jafnþykka botna. Smyrjið sultu á milli laga.

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og hrærið saman við það 1 msk. af smjöri. Smyrjið súkkulaðinu ofan á tertuna.

Smjörkrem

50 g suðusúkkulaói
60 g smjör
30 g flórsykur
1 eggjarauða
1 msk. kalt vatn

Aðferð:

Þeytið saman 60 g af smjöri og 30 g af flórsykri. Bætið eggjarauðunni út í og þeytið vel áður en 1 msk. af köldu vatni er bætt í.

Bræðið loks súkkulaðið í vatnsbaði og kælið það, en látið það ekki storkna.

Hrærið því síðan saman við smjörkremið og sprautið kreminu utan á hliðar tertunnar.

Úr matreiðslubókinni Mömmumatur

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið