Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaðimús með hnetusmjörskaramellu

Birting:

þann

Súkkulaðimús með hnetusmjörskaramellu

Súkkulaðimús með hnetusmjörskaramellu

Ef þú elskar súkkulaði og hnetusmjör þá er þetta uppskrift fyrir þig! Silkimjúkt súkkulaðimús með ómætstæðilegri hnetusmjörskaramellu sem gert er úr hlynsýrópi og mjúku hnetusmjöri. Algjör drauma eftirréttur þegar gera á vel við sig og sína.

Fyrir 4:
Hnetusmjörs karamella:
Hlynsýróp, 120 ml
Mjúkt hnetusmjör, 80 ml
Rjómi, 50 ml
Salthnetur, 80 ml

Súkkulaði mousse:
Rjómi, 250 ml
Súkkulaði 70%, 50 g
Mjólkursúkkulaði, 50 g
Eggjarauður, 2 stk
Sykur, 2 msk
Vanilludropar, 1 tsk

Topping:
Þeyttur rjómi
Súkkulaðispænir

Aðferð:

 1. Saxið salthnetur, þó ekki mjög smátt.
 2. Setjið hlynsýróp í lítinn pott og náið upp suðu.
 3. Hrærið hnetusmjöri saman við þegar hlynsýrópið byrjar að freyða og hrærið þar til hnetusmjörið hefur samlagast sýrópinu. Látið malla rólega í 1-2 mín.
 4. Bætið rjóma út í, hrærið vandlega og látið malla í nokkrar mín þar til blandan þykkist aðeins (karamellan þykknar líka meira þegar hún kólnar).
 5. Hrærið að lokum salthnetunum saman við, skiptið karamellunni á milli 4 glasa/skála og látið kólna á meðan súkkulaðimúsin er útbúin.
 6. Skerið súkkulaði gróflega og bræðið í örbylgjuofni. Hitið í 15 sek í einu og hrærið á milli þar til það er full bráðið.
 7. Setjið eggjarauður, 100 ml af rjóma, 1 msk sykur og vanilludropa í lítinn pott. Stillið á miðlungshita og hrærið þar til blandan er farin að þykkna nógu mikið til að hylja bakið á skeið, 3-4 mín.  Varist að láta blönduna sjóða.
 8. Hrærið bráðnu súkkulaði saman við og sigtið blönduna í skál. Leyfið að kólna.
 9. Þeytið restina af rjómanum með restinni af sykrinum og blandið svo varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
 10. Deilið á milli skálanna/glasanna með hnetusmjörs karamellunni og kælið í amk 2 tíma.
 11. Toppið með þeyttum rjóma og rífið súkkulaði yfir rétt áður en desertinn er borinn fram.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Ragnar Freyr, læknirinn í eldhúsinu, býður upp á leiftursnöggt lambalæri

Birting:

þann

Leiftursnöggt lambalæri með kaldri jógúrtsósu, kartöflusalati með pækluðum lauk og grilluðu rauðkáli

Leiftursnöggt lambalæri með kaldri jógúrtsósu, kartöflusalati með pækluðum lauk og grilluðu rauðkáli

Fátt er betra á grillið en lambakjöt. Mér finnst mjög gaman að grilla lambalæri – en það er stundum erfitt að grilla, tekur drykklanga stund (sem þarf auðvitað ekki að vera slæmt) – en stundum hefur maður ekki marga klukkustundir – og þá er þessi aðferð alveg pottþétt. Bara að úrbeina lærið.

Auðveldast er að fá kjötkaupmann til að úrbeina það fyrir sig – bara að hringja á undan sér og óska eftir því, svo einfalt er það. Það er heldur ekki svo flókið að gera það sjálfur. Krefst bara smá æfingar – góð núvitundaræfing að reyna að ná beininu frá. Í raun eru bara tvær reglur sem þarf að fylgja – vera með beittan hníf (helst úrbeiningarhníf) og svo fylgja beininu.

1 lambalæri
4 msk jómfrúarolía
2 msk kryddblanda að eigin vali (ég valdi mína eigin – Yfir holt og heiðar)
1 grein rósmarín
1 msk þurrkað blóðberg
salt og pipar

Fyrir sósuna

5 msk grísk jógúrt
2 msk majónes
2 msk hvítlauksolía (heimagerð, auðvitað)
2 msk ferskt tímjan
2 msk ferskur graslaukur
2 msk ferskt basil
1 msk kryddblanda
safi úr einni sítrónu
1 msk hlynsíróp
salt og pipar

Fyrir kartöflusalatið

1 kg soðnar kartöflur
4 msk grísk jógúrt
1 msk timjan
1 msk steinselja
1 msk basil
1 msk graslaukur
1/2 hraðpæklaður laukur (pæklað í 3-2-1 blöndu í eina klukkustund, sjá hérna)
salt og pipar

Fyrir rauðkálið

rauðkálshaus (helst lítill)
jómfrúarolía
salt og pipar
skvetta af rauðvínsediki

Aðferð:

Leiftursnöggt lambalæri með kaldri jógúrtsósu, kartöflusalati með pækluðum lauk og grilluðu rauðkáli

Eftir að lambið var úrbeinað, var það nuddað vandlega með jómfrúarolíu, þurrkaða kryddinu, því ferska og svo salti og pipar. Látið standa út á borði á meðan grillið hitnaði.

Leiftursnöggt lambalæri með kaldri jógúrtsósu, kartöflusalati með pækluðum lauk og grilluðu rauðkáli

Ég notaði þessa kryddblöndu – sem var að komast í nýjar og mun fallegri umbúðir og er geggjað á lambakjöt, þó að ég segi sjálfur frá! 🙂

Lambið var svo brúnað yfir háum hita á báðum hliðum í nokkrar mínútur og svo sett til hliðar, frá hitanum. Þetta kallast óbein eldunaraðferð. Stakk hitamæli í þykkasta bita kjötsins til að geta fylgst með.

Á meðan kjötið grillaðist gerði ég sósuna. Ofureinföld. Setti jógúrt, majónes, hlynsíróp og hvítlauksolíu í skál og hrærði vandlega saman. Hakkaði svo allar kryddjurtirnar og hrærði saman við ásamt salti og pipar. Látið standa á borði svo að öll brögðin nái að kynnast. Ef þið gerið sósuna nokkrum stundum áður – geymið hana í kæli en takið út 30 mínútum áður.

Sósan reyndist ótrúlega ljúffeng (kom mér reyndar ekkert á óvart þar sem ég hef gert hana nokkrum sinnum áður, stundum með ólíkum jurtum – en hún heppnast alltaf rosalega vel og passar eiginlega með öllum grilluðum mat).

Skar rauðkálið í rúmlega sentimeters þykkar sneiðar og hellti jómfrúarolíu yfir og saltaði og pipraði.

Leiftursnöggt lambalæri með kaldri jógúrtsósu, kartöflusalati með pækluðum lauk og grilluðu rauðkáli

Ég ætlaði að reyna að grilla rauðkálið í sneiðum en það datt í sundur hjá mér. Setti á disk og saltaði aðeins meira og skvetti smá ediki yfir.

Kartöflusalatið var líka mjög einfalt. Sauð kartöflurnar þangað til að þær voru mjúkar í gegn. Síðan fengu þær að kólna, þá skornar í tvennt og settar í skál. Blandaði saman jógúrtinni, kryddjurtunum, salt og pipar. Skar því næst pæklaða laukinn niður og blandaði vandlega.

Með matnum opnaði ég flösku af Machoman Monastrell – sem er frá Spáni – ekki svo langt frá Alicante. Ég hef meira að segja týnt þessar þrúgur af ekrum framleiðandans – Casa Rojo. Þetta vín er ljúffengt, kröftugt með gott jafnvægi sem passar vel með bragðmiklum mat eins og grilluðu kjöti!

Svo er bara veisla.

Myndir og höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.

Lesa meira

Uppskriftir

Tiramisu

Birting:

þann

Tiramisú - Tiramisu

Tiramisu

Tiramisu er með þekktari eftirréttum nútímans. Tiramisu sem þýðir „freistaðu mín“ á ítölsku (Pic me up á ensku) er sennilega fundin upp skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina. Sagan segir að ítalskar húsmæður hafi gert þennan dessert fyrir eiginmenn sína áður en þeir héldu á vígvöllinn. Dessertinn átti að tryggja að eiginmennirnir kæmu aftur til sinna heitt elskuðu eiginkonu eftir stríðið.

Til eru margar uppskriftir og útfærslur á þessum fræga desert en allar eiga þær sammerkt að innihalda mascarpone-ost, egg, sykur, kaffi, marsala og oftast ladyfingers eða kaffibleyttan svampbotn. Hér á eftir kemur uppskrift sem mér finnst hvað best að þeim uppskriftum sem ég hef prófað.

8 aðskilinn egg
300 gr sykur
1200 gr rjómaostur eða mascarpone
1 tsk sítrónusafi
7 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
1/2 dl Marsala eða líkjör eins og t.d. Contreu
Kakóduft

Þeytið vel saman eggjarauður og 250 gr sykur. Bætið rjómaosti saman við smátt og smátt. Blandið vel saman – verður að vera kekkjalaust. Kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið það í pott ásamt líkjör. Hitið rólega saman þar til matarlímið er uppleyst. Takið til hliðar og látið kólna örlítið. Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 grömmum af sykrinum og blandið varlega saman við rjómaostahræruna.

Hellið síðan matarlíminu saman við og blandið saman. Hellið strax yfir svampbotninn og setjið í kæli. Eftir um klukkustund má strá þunnu lagi af kakói yfir kökuna með sigti og kæla síðan áfram í nokkrar klukkustundir. Upplagt er að laga þessa köku daginn áður en hún skal borinn fram. Hún er jafnvel betri sólarhrings gömul. Framreiðið með jarðaberjum og góðu kaffi.

Þetta er dálítið stór uppskrift þannið að það má helminga hana og þá er hún nægilega stór fyrir 6 manns.

Svampbotn:
3 egg
60 gr sykur
60 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft

Þeytið vel saman egg og sykur. Setjið hveiti og lyftiduft saman við. Blandið saman stutta stund. hellt á smjörpappír á bökunarplötu og bakað fallega brúnt við 180 gráðu hita (c.a. 10 mín). Fjarlægið smjörpappírinn og setjið í botn á hæfilega stóru formi. Gæti þurft að skera út eftir stærð formsins. Hellið 2-3 dl af expresso kaffi eða mjög sterku kaffi yfir botninn. Kælið.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Súkkulaði-trufflukaka

Birting:

þann

Súkkulaði

Brytjið niður súkkulaðið

Þessi kaka er mjög einföld, en merkilega ljúffeng sem dessert eða með góðum kaffibolla. Þessa köku notaði ég mikið þegar ég var í veiðihúsinu að Kjarrá í Þverárhlíð. Ég lagaði hana alltaf með 2ja daga fyrirvara því mér fannst hún eiginlega betri þá. Ef ég man rétt þá gaf ég bláberjasorbet með.

Hráefni:

150 ml vatn
100 ml glúkósi eða sykursíróp
4 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
5oo gr dökkt súkkulaði
1 ltr léttþeyttur rjómi
Kakóduft
Þunnur svampbotn
Sterkt kaffi
Jarðaberjamauk

Aðferð:

Bakaður er þunnur svampbotn, hann settur í botn á springformi. bleytið upp með kaffinu og smyrjið létt yfir botninn með jarðaberjamaukinu. Hitið saman vatn, glúkósa og matarlím. Brytjið niður súkkulaðið og bræðið saman við.

Kælið örlítið og blandið rjómanum saman við og hellið í formið. Kælið vel og stráið kakói yfir.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira
 • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
  Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
 • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
  Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag