Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaðimús með hnetusmjörskaramellu

Birting:

þann

Súkkulaðimús með hnetusmjörskaramellu

Súkkulaðimús með hnetusmjörskaramellu

Ef þú elskar súkkulaði og hnetusmjör þá er þetta uppskrift fyrir þig! Silkimjúkt súkkulaðimús með ómætstæðilegri hnetusmjörskaramellu sem gert er úr hlynsýrópi og mjúku hnetusmjöri. Algjör drauma eftirréttur þegar gera á vel við sig og sína.

Fyrir 4:
Hnetusmjörs karamella:
Hlynsýróp, 120 ml
Mjúkt hnetusmjör, 80 ml
Rjómi, 50 ml
Salthnetur, 80 ml

Súkkulaði mousse:
Rjómi, 250 ml
Súkkulaði 70%, 50 g
Mjólkursúkkulaði, 50 g
Eggjarauður, 2 stk
Sykur, 2 msk
Vanilludropar, 1 tsk

Topping:
Þeyttur rjómi
Súkkulaðispænir

Aðferð:

  1. Saxið salthnetur, þó ekki mjög smátt.
  2. Setjið hlynsýróp í lítinn pott og náið upp suðu.
  3. Hrærið hnetusmjöri saman við þegar hlynsýrópið byrjar að freyða og hrærið þar til hnetusmjörið hefur samlagast sýrópinu. Látið malla rólega í 1-2 mín.
  4. Bætið rjóma út í, hrærið vandlega og látið malla í nokkrar mín þar til blandan þykkist aðeins (karamellan þykknar líka meira þegar hún kólnar).
  5. Hrærið að lokum salthnetunum saman við, skiptið karamellunni á milli 4 glasa/skála og látið kólna á meðan súkkulaðimúsin er útbúin.
  6. Skerið súkkulaði gróflega og bræðið í örbylgjuofni. Hitið í 15 sek í einu og hrærið á milli þar til það er full bráðið.
  7. Setjið eggjarauður, 100 ml af rjóma, 1 msk sykur og vanilludropa í lítinn pott. Stillið á miðlungshita og hrærið þar til blandan er farin að þykkna nógu mikið til að hylja bakið á skeið, 3-4 mín.  Varist að láta blönduna sjóða.
  8. Hrærið bráðnu súkkulaði saman við og sigtið blönduna í skál. Leyfið að kólna.
  9. Þeytið restina af rjómanum með restinni af sykrinum og blandið svo varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
  10. Deilið á milli skálanna/glasanna með hnetusmjörs karamellunni og kælið í amk 2 tíma.
  11. Toppið með þeyttum rjóma og rífið súkkulaði yfir rétt áður en desertinn er borinn fram.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið