Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaði-trufflukaka

Birting:

þann

Súkkulaði

Brytjið niður súkkulaðið

Þessi kaka er mjög einföld, en merkilega ljúffeng sem dessert eða með góðum kaffibolla. Þessa köku notaði ég mikið þegar ég var í veiðihúsinu að Kjarrá í Þverárhlíð. Ég lagaði hana alltaf með 2ja daga fyrirvara því mér fannst hún eiginlega betri þá. Ef ég man rétt þá gaf ég bláberjasorbet með.

Hráefni:

150 ml vatn
100 ml glúkósi eða sykursíróp
4 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
5oo gr dökkt súkkulaði
1 ltr léttþeyttur rjómi
Kakóduft
Þunnur svampbotn
Sterkt kaffi
Jarðaberjamauk

Aðferð:

Bakaður er þunnur svampbotn, hann settur í botn á springformi. bleytið upp með kaffinu og smyrjið létt yfir botninn með jarðaberjamaukinu. Hitið saman vatn, glúkósa og matarlím. Brytjið niður súkkulaðið og bræðið saman við.

Kælið örlítið og blandið rjómanum saman við og hellið í formið. Kælið vel og stráið kakói yfir.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Grilluð kjúklingalæri í beikoni

Birting:

þann

Grilluð kjúklingalæri

Einnig er gott að grilla einungis kjúklingalærin og sleppa beikoni

Fyrir 3
6 kjúklingalæri
6 sneiðar beikon

Grillsósa
2 dl tómatsósa
1/2 dl hunang
2 msk. olía
2 tsk. karrý
1 msk. worcestershire-sósa
1 tsk. paprikuduft
2 tsk. sítrónusafi
1/2 tsk. salt
nýmalaður pipar

Aðferð:
Blandið saman öllu sem á að fara í sósuna og hrærið vel. Vefjið beikonsneið yfir hvert kjúklingalæri og festið með tannstöngli.

Penslið með sósunni og leggið á heitt grill. Grillið í 30 mínútur á meðalhita og snúið nokkrum sinnum meðan á steikingu stendur yfir (passið að brenna ekki kjötið).

Lesa meira

Uppskriftir

Kremað kartöflusalat

Birting:

þann

Kartöflusalat

Innihald:

680 gr. kartöflur (um 6 meðal stórar kartöflur), flysjaðar

1 1/2 bolli af mayonnaise

1 msk hvítvínsedik

1 msk. gult sætt sinnep

1 tsk salt

1/4 tsk. pipar

1 bolli af söxuðu sellerí

1/2 bolli saxaður laukur

4 stk harðsoðin egg (söxuð)

Paprikuduft (má sleppa)

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar þar til að þær eru tilbúnar (ca. 25 til 30 mín). Skerið kartöflurnar í teninga.

Blandið saman við mayonnaise, edik, sinnepi, salt og pipar í skál.

Setjið kartöflurnar, sellerí og laukinn saman við í skálina og hrærið og að lokum setjið eggin í og hrærið. Stráið paprikudufti yfir salatið. Geymið í ísskáp í ca. 4 klst.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Uppskriftir

Steiktir fiskiklattar

Birting:

þann

Fiskiklattar

Hráefni:
1 kg soðinn fiskur
300 gr soðnar kartöflur
2 msk hveiti
3 msk kartöflumjöl
1 msk lyftiduft
2 egg
1 msk sykur
2 msk aromat
1 msk sítrónupipar
1 msk mulinn svartur pipar
Smá af mjólk

Aðferð:
Fiskurinn og kartöflurnar grófhakkað og allt hráefni blandað saman í skál. Mótað í klatta. Steikt á pönnu með olíu þar til orðið gullinbrúnt. Einnig er gott að nota fiski afganga, steiktan saltfisk og aðra afganga af fiski.

Fiskiklattar

Höfundur: Friðfinnur Hauksson betur þekktur sem Finni Hauks.

Friðfinnur Hauksson - Finni Hauks

Friðfinnur Hauksson

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag