Vertu memm

Pistlar

Súkkulaði og vín – Hið fullkomna hjónaband

Birting:

þann

Súkkulaði og vín

Hið fullkomna hjónaband.

Það getur verið margslungið að blanda saman víni og súkkulaði. Möguleikarnir eru óendanlegir því súkkulaði er ekki bara súkkulaði frekar en vín er bara vín. Tegundirnar geta verið með mjólkurbragði, dökkar, bitrar, unnar, blandaðar og síðast en ekki síst óendanlega góðar. Að ná tengingu milli þessa heima hefur verið mikið reynt en gengið misvel, Sandholt bakarí og víndeild Austurbakka hefur hinsvegar ekki látið það aftra sér og með samvinnu fagmanna og besta súkkulaði heims Valrhona hafa þeir náð fanta góðum árangri.

Eftirréttir sem innihalda súkkulaði og sætvín eru svo sem engar nýjungar, en hver hefur heyrt um súkkulaðiköku búið til úr dekkstu súkkulaði tegund heims með 72% kakóinnihaldi og Chardonnay hvítvín frá Californíu. Hljómar sem vonlaus samansetning en þegar fagmennirnir vinna saman er ekkert vonlaust, og eftir að hafa bragðað fram og til baka ýmsar samansetningar hefur það tekist að þróa einmitt súkkulaði kökuna sem passer með ákveðnu Chardonnay hvítvíni. Lesið hér fyrir neðan um útkomuna úr samvinnunni og prófið svo sjálf. Súkkulaði og “Petit Fours” sem innihalda þessar súkkulaði tegundir fast hjá Bakarí Sandholt á Laugarveginum en vínin má nálgast í sérbúðum ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlunni.

Kalifornia Sacramento Delta – Painter Bridge Chardonnay
Þessi ferski ungi Chardonnay er auðugur af perum, citrus og apríkósum í bragði með góða mýkt og snerpu í eftirbragði. Árangurinn er vín með mikla fyllingu, gnægð ávaxta og gott jafnvægi.
Ótrúlegt en satt þá passar þetta vín fanta vel með súkkulaðiköku sem er löguð úr Valrhona súkkulaði með 72% kakó innihaldi, og það kemur skemmtilega á óvart hvað það kemur upp skemmtileg sýra í víninu þegar það er drukkið með kökunni.
Þrúgur: 82% Chardonnay og 18% Muscat Canelli
Vínið hefur legið í 6 mánuði á gamallri eik.

Kalifornia Lodi Painter Bridge Zinfandel – Shiraz
Óvenjuleg og skemmtileg blanda sem gefur víninu unglegt yfirbragð með björtum rauðum tónum og góðum lit. Freistandi angan af krydduðum rauðum ávöxtum sem sameinast mjúku bragði bláberja, kirsuberja og brómberja.
Hér er Caraibe Valrhona súkkulaðið best en það inniheldur 66% kakó.
Þrúgur: 60 % Zinfandel og 40% Shiraz.
Zinfandel þrúgurnar koma frá Lodi svæðinu en Shiraz frá paso Robles, vínið á að baki 12 mánuði á eikartunnum.

J.Lohr Estate, Hilltop Cabernet Sauvignon Paso Robles
Djúp rautt með dökkbrúnum köntum og dökk fjólubláum blæ. Mjög þéttur ávaxtaríkur angan með góðri eik, vanillu og dökkum berjum, vottar fyrir tóbaki og ristuðu brauði. Í munni er vínið með frábæra fyllingu, eik og sýra í pottþéttu jafnvægi sem gerir vínið ótrúlega mjúkt og viðráðanlegt. Góður ávöxtur af dökkum berjum.
Petit Fours eða kökur löguð úr Manjari frá Valrhona með 64% kakó innihaldi blandað með bláu Earl Grey tebragði hentar ótrúlega vel með þessu víni.
Þrúga: 95% Cabernet Sauvignon og 5% Cabernet Franc
Vínið hefur legið í 24 mánuði á nýrri franskri eik.

Le Ragose, Reciota della Valpolicella, Veneto
Recioto er framleitt úr þrúgunum, Corvina, Molinara og Rondinella, þrúgurnar eru þurrkaðar í sérstökum herbergjum seint á haustin eða snemma vetrar. Rakinn í loftinu gerir það að verkum að þrúgurnar eru ekki alveg lausar við “Porriture Nobles” eða hinu göfugu rotnun svokallaða, enda er örlítill “Botrytis” (myglusveppur) í bragðinu. Þetta ferli er það sama og er notað við framleiðslu á Amrone vínum og eru þrúgurnar hinar sömu. Vínið hefur sérstakan þurr-sætan keim og er einskonar millibil þess að vera sætvín eða rauðvín. Þetta vín hentar fullkomlega með Caraibe súkkulaðinu frá Valrhona sem inniheldur 66% kakó. “Petit Fours”, súkkulaði kaka eða dessertar unnið úr þessari súkkulaðitegund er hrein snilld með þessu víni þó má passa sig á að nota meðlæti sem er of sýruríkt eins og appelsína eða annar sítrusávöxtur.

Fonseca Late Bottled Vintages 1996
Portvín með eftirréttum og ostum er ekki nein nýung en með ljósri súkkulaðimousse bragðbætt með feskri vanilla ofaná makronubotn er svolítið öðruvísi en engu að síður hrein snilld. Ekki gleyma hindberinu og pistasíuhnetunni ovaná en sýran og sætan í hindberinu ásamt olíunni og biturleikanum í ferskri pistasíuhnetunni gerir þessa bragðupplifun fullkomna. Jivara frá Valrhona með 40 % kakó innihaldi er líka mjög hentugt. Munurinn á Late Bottled Vintages Portvíni og venjulega Vintages Portvíni er sá að LBV er tappað á flöskur 4-6 árum eftir uppskeru á móti 2-3 í Vintages og er í flestum tilfellum síað sem gerir það laust við botnfall, fyrir vikið geymist það mun lengur þó búið sé að opna flöskuna.

Austurbakki og Sandholt bakari tók saman.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið