Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaði og Myntukaka

Birting:

þann

Mynta - Mint

Myntan hefur sterka lykt og bragð. Bæði má nota blöð og stilk af plöntunni. Mynta er góð í eftirrétti en passar líka með kjúklingi, svína- og lambakjöti. Ef svo óheppilega vill til að plantan þín þornar, ekki henda henni. Klipptu hana af rótinni og leggðu á pappír og þurrkaðu hana alveg. Hún er bara orðin að þurrkaðri kryddjurt og bragðið er það sama. Heimild: islenskt.is

Þessa uppskrift notaði ég með frábærum árangri í veiðihúsinu að Kjarrá í þverárhlíð.  Frábær kaka og auðvelt að búa til. Hentar fullkomlega sem eftirréttur.

Hráefni

Súkkulaðifrauðið:
4 eggjarauður
75 gr sykur
75 ml vatn
300 gr brætt suðusúkkulaði
250 ml hálfþeyttur rjómi

Myntufrauðið:
250 ml rjómi
4 stk eggjarauður
75 gr sykur
6 stk matarlímsblöð
300 ml hálfþeyttur rjómi
3 msk myntulíkjör (Crème de Menthe)

Súkkulaðibotn:
2 egg og 4 eggjarauður
200 gr flórsykur
25 gr hveiti
25 gr kartöflumjöl
25 gr kakóduft

Aðferð

Súkkulaðibotn:
1-Blandið saman kartöflumjöli, hveiti og kakódufti og sigtið.
2-þeytið saman flórsykri og eggjum yfir hita, þar til hræran þykknar.
3-Bætið þurrefnum saman við.
4-Setjið í smurt form og bakið 18 mín við 180 gráðu hita.
5-Bregðið undir salamander í restina ef með þarf -kælið.

Myntumousse:
1-Sjóðið upp á myntu og rjóma og kælið örlítið.
2-Legerið sykur og eggjarauður saman þar til hræran er orðin frekar þykk.
3-Hellið þá smátt og smátt rjómanum saman við.
4-Leggið matarlímið í kalt vatn, kreystið og leysið upp í rjómablöndunni.
5-Kælið hræruna niður fyrir 40 gráður og blandið þeyttum rjóma saman við.
6-Hellið yfir súkkulaðibotnin og kælið vel áður en súkkulaðilagið er sett ofaná.

Súkkulaðimousse:
1-Sjóðið saman vatn og sykur í þunnt síróp.
2-Legerið eggjarauður í sírópinu þar til hræran fer að flykkna.
3-Bætið súkkulaðinu saman við og kælið örlítið.
4-Setjið þeyttan rjóma saman við síðast og setjið ofaná myntulagið.
5-Kælið vel og stráið kakódufti yfir kökuna.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd; úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Sardínukökur – Uppskrift

Birting:

þann

Sardínur í dós

Í uppskriftina er notað sardínur í olíu

Dagur sardínunnar er í dag 24. nóvember og því ber að fagna.

Með fylgir góð uppskrift af Sardínukökum sem er meðhöndlað svipað og krabbakökurnar frægu.

Innihald

600 gr kartöflur
2 x 120 gr dósir af sardínum í olíu
4 msk söxuð steinselja
1 sítróna (lítil), safi og börkur (fíntskorinn)
3 msk majónes
4 msk grískt jógúrt
1 msk hveiti
4 msk matarolía
Grænt salat, og sítrónubátar (til skrauts)

Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðanr mjúkar, um það bil 15-20 mínútur í suðu. Á meðan, grófsaxið sardínurnar í skál (það er engin þörf á að fjarlægja beinin þar sem þau eru nógu mjúk til að borða). Blandið saman 3 msk hakkaðri steinselju og helmingnum af sítrónubörkinum og safanum.

Á meðan blandið majónesinu og jógúrtinu saman við afganginn af steinseljunni, sítrónubörkunum og safanum og smá af kryddi að vild.

Skrældu skartöflurnar og stappaðu í grófa kartöflumús. Blandið varlega saman við sardínublönduna og kryddið.

Mótaðu í 8 stórar fiskibollur og veltið upp úr hveitinu og dustið auka hveiti af.

Hitið olíuna á eldfastri pönnu og steikið helminginn af fiskibollunum í 3-4 mínútur á hvorri hlið þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar. Endurtaktu fiskibollurnar sem eftir eru.

Berið fram með sítrónu majónesi, salati og sítrónubátum.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Gulrótarkaka

Birting:

þann

Gulrótarkaka

450 gr púðursykur
3 dl matarolía
6 stk egg
410 gr hveiti
1 ½ tsk vanillusykur
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 ½ tsk natron
3 tsk kanill
450 gr gulrætur
50 gr saxaðar valhnetur

Aðferð
Púðursykur og matarolía þeytt saman, einu og einu eggi bætt í. Þegar það er orðið vel þeytt, er öllu hinu hrært saman við. Þetta passar í ofnskúffu. Bakist í ca. 40 mín á 180°C (ath fer eftir ofnum).

Krem:
200 gr rjómaostur
125 gr smjör
250 gr flórsykur
1 tsk vanillusykur

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Saltfisk Lasagna

Birting:

þann

Saltfisk - Lasagna

Þessi uppskrift er fiski-útgáfa af Grænmetis-lasagna, sjá hér.

Tómatsósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínt saxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Ostasósan:
250 ml rjómi
250 ml mjólk
100 gr rifinn ostur eða ostaafgangar
Salt og pipar
Grænmetiskraftur
Ögn af múskati
Smjörbolla (50 gr bráðið smjör + 75 gr hveiti)

Setið allt saman í pott, utan smjörbollu og látið sjóða stutta stund. Þykkið með smjörbollunni og látið sjóða á ný.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
100 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
600 gr soðinn og þerraður saltfiskur
6-8 lasagnablöð, látin liggja í sjóðandi vatni stutta stund
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, tómatsósa, ostasósa, lasagnablöð og saltfiskbita. Stráð er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag