Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Strákarnir hjá Citrus Cocktail co hristu girnilegar Margarítur í Listasafninu

Birting:

þann

Listasafnið - Hildur Yeoman - The Wanderer á Hönnunarmars

Það var mikið fjör á Listasafninu á föstudaginn s.l. þar sem Hildur Yeoman sýndi nýja línu sína The Wanderer á Hönnunarmars.

Strákarnir í Citrus, þeir Jónmundur og Víkingur hristu Don Julio Margarítur af einskærri snilld eins og voru gestir ánægðir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Citrus Cocktail Co er í eigu Jónmundar og Jónasar Heiðarrs sem að eru fremstu barþjónar Íslands og starfa á Apótekinu.

Listasafnið - Hildur Yeoman - The Wanderer á Hönnunarmars

Jónmundur Þorsteinsson

Þess má til gamans geta að Jónas sigraði World Class kokteilkeppnina árið 2017 á Íslandi

Uppskrift – Don Julio Margaríta

45ml Don Julio Blanco

30ml Grapefruit Cordial

20ml Lime safi

Dass salt

Hristur saman og strainaður í coupe glas

 

Myndir: facebook / World Class

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi sumarsæla hefur heldur betur slegið í gegn

Birting:

þann

Telma Matthíasdóttir - Bætiefnabúllan og fitubrennsla.is

Telma Matthíasdóttir

Það er loksins komið sumar og lífið er sætt og gott. Þannig á það líka að vera og eftir langan vetur eigum við skilið að eiga sólríkar og sælar stundir.

Sumarsæla Telmu og Lemon

Nú er komið að því að Sælkerasjeikar hafa litið dagsins ljós á Lemon, en til að fylgja þér inn í sumarið leitaði Lemon til sólargeislans Telmu Matthíasdóttur, eiganda Bætiefnabúllunnar og fitubrennsla.is, í leit að sumarlegum og spennandi nýjungum.

Þetta eru fjórir próteinsjeikar sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur og hver öðrum bragðbetri, sumarlegri og fádæma góðir fyrir heilsuna. Þeir kallast Pink Magic, Home Run, Happy Time og Call me Crazy og eru allir stútfullir af fersku, fyrsta flokks hráefni frá Lemon og próteini frá Bætiefnabúllunni.

Allir eru sjeikarnir macros vænir fyrir þá sem vilja telja kolvetni, prótein og fitu. Það gerist ekki betra.

Það er einfaldlega bráðnauðsynlegt fyrir bæði líkama og sál sem er einmitt það sem þau á Lemon huga að á hverjum degi.

„Mantran okkar er að bjóða ferskan og safaríkan mat, úr besta mögulega hráefni, fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og njóta þess besta sem lífið hefur að bjóða.“

Segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Telma hefur lengi verið á meðal vinsælustu einkaþjálfara landsins og unnið markvisst að því að bæta líf og heilsu landsmanna. Aðspurð segir hún að það hafi aldrei verið spurning um að taka þátt í þessu sumarlega verkefni með Lemon.

„Á Lemon fæ ég þá orku og næringu sem ég þarf fyrir líkamann. Auk þess er ég dugleg að sækja þangað mat fyrir starfsfólk Bætiefnabúllunnar því góð næring gefur ekki bara góða orku heldur bætir hún alla starfsemi líkamanns og lífið.“

Segir Telma.

Það er því tilvalið að koma við á Lemon í sumar, hvort sem er eftir æfinguna, í hádeginu eða á rúntinum, njóta þess bragðbesta og hollasta sem sumarið hefur að bjóða og gera vel við líkama og sál.

Fleiri Lemon fréttir hér.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Halli meistari með nýjan matreiðsluþátt á N4

Birting:

þann

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari, betur þekktur sem Halli kokkur og eigandi R5 á Akureyri, er með nýja þáttaseríu sem heitir „Matur í maga“ á N4 sjónvarpsstöðinni.

Þar fjallar Halli um mismunandi matarstíla: ketó, vegna, glútenlaust o.s.frv. Í þáttunum er blandað saman umræðu um heilsu, mat, hreyfingu o.fl. en Halli eldar alltaf eitthvað í hverjum þætti í takt við umræðuefnið og gefur uppskriftir.

Sjá trailer fyrir þáttinn hér:

Hægt er að horfa á þættina sem nú þegar eru komnir í loftið með því að smella hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona er dagurinn í lífi Michelin-stjörnu matreiðslumannsins – Vídeó

Birting:

þann

Jeju Noodle Bar - Jane video

Meðfylgjandi myndband sýnir á bak við tjöldin með Jane matreiðslumeistara hjá Jeju Noodle Bar, fyrsta kóreska núðlubarnum sem fékk Michelin-stjörnu í Ameríku árið 2019.

Allir réttir eru hannaðir af eiganda Jeju Noodle Bar, Douglas Kim, en hann hefur til að mynda starfað á veitingastöðunum Nobu, Per Se, Zuma.

Kóreska matargerðin á Jeju Noodle Bar hefur verið nútímavætt, sem hefur greinilega fallið vel í kramið hjá eftirlitsmönnum Michelin, en staðurinn hefur fengið Michelin stjörnu árið 2019, 2020 og nú er spurning hvort þau halda henni í ár.

Sjón er sögu ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið