Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Strákarnir hjá Citrus Cocktail co hristu girnilegar Margarítur í Listasafninu

Birting:

þann

Listasafnið - Hildur Yeoman - The Wanderer á Hönnunarmars

Það var mikið fjör á Listasafninu á föstudaginn s.l. þar sem Hildur Yeoman sýndi nýja línu sína The Wanderer á Hönnunarmars.

Strákarnir í Citrus, þeir Jónmundur og Víkingur hristu Don Julio Margarítur af einskærri snilld eins og voru gestir ánægðir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Citrus Cocktail Co er í eigu Jónmundar og Jónasar Heiðarrs sem að eru fremstu barþjónar Íslands og starfa á Apótekinu.

Listasafnið - Hildur Yeoman - The Wanderer á Hönnunarmars

Jónmundur Þorsteinsson

Þess má til gamans geta að Jónas sigraði World Class kokteilkeppnina árið 2017 á Íslandi

Uppskrift – Don Julio Margaríta

45ml Don Julio Blanco

30ml Grapefruit Cordial

20ml Lime safi

Dass salt

Hristur saman og strainaður í coupe glas

 

Myndir: facebook / World Class

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel faldir veitingastaðir

Birting:

þann

Faldir veitingastaðir

Í maí birti Great Big Story myndband á Youtube um veitingastaði sem allir eiga það sameiginlegt að vera vandlega faldir.

Á meðal veitingastað er matsölustaður í bílaþvottastöð í Los Angeles, filippseyskan veitingastað, Michelin veitingastaði og kínverskan veitingastað sem er falinn undir torgi í Madríd, höfuðborg Spánar.

Það hefði verið gaman að sjá veitingastaðinn ÓX í myndbandinu, en hann er falinn á bak við Sumac á Laugavegi 28 og er talinn besti veitingastaðurinn á Íslandi að mati White Guide.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess

Birting:

þann

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun.
Mynd: hveragerdi.is

Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlýtur Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2020.

Hlýtur umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2020 fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess .. þar sem smekkvísi og hugmyndarauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi .

Í tilkynningu frá Matkránni segir:

„Ágætu Hvergerðingar, sunnlendingar allir og borgarbúar!
það er ekki laust við að vorið sé komið og sumar innan seilingar.
Og hvað gera “bændur” þá? jú sópa bæjarhelluna og taka fram útihúsgögnin.
Einnig hefur verið sett markísa og hitalampar til að gera notalegt.
Vonandi fáum við gott sumarstarfsfólk um helgar svo okkur takist að þjóna ykkur sem best.
Hlökkum til sumarvertíðar og erum vel undir hana búin.
Takmarka þarf gestafjölda en það vitum við öll gestir og veitingamennirnir og finnum útúr því saman.
Matkráin hlaut umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og erum við sérlega ánægðir og þakklátir fyrir þau.
Gleðilegt sumar og njótum þess að vera til.“

Veitingahúsið Matkráin í Hveragerði hóf starfsemi fyrsta dag júní mánaðar 2019.

Nýr veitingastaður í Hveragerði

Ekta danskt smurbrauð

Matkráin býður meðal annars upp á ekta danskt smurbrauð.

Myndir af smurbrauði: facebook / Matkráin

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er þessi Viceman?

Birting:

þann

Andri "Viceman" Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Andri „Viceman“ Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Fertugasti þátturinn er kominn út í Happy Hour hlaðvarpinu á vefnum viceman.is og það var Viceman sjálfur sem settist í stól viðmælanda.

Sá sem settist í stól Viceman sem spyrill var snillingurinn Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson eða Hjörvar eins og hann er oftast kallaður. Hjörvar semur meðal annars spurningar fyrir þáttaröðina Bjórdælan sem er að finna í Happy Hour.

Það var Hjörvar sjálfur sem hafði frumkvæðið enda hafði hann lengi langaði til að fá að spreyta sig sem spyrill í podcast þætti. Kom hann þá með þá hugmynd að hann skyldi fá að stjórna Happy Hour og láta Viceman í viðmælenda sætið og rekja sögu hans eins og gjarnan er gert í þáttunum.

Tv. Hjörvar og th.Viceman á góðri stundu (og nokkrum árum yngri)

Tv. Hjörvar og th.Viceman á góðri stundu (og nokkrum árum yngri)

Upptakan er frá því í desember á síðasta ári en hún var að mestu leyti gerð til gamans og engin sérstök áætlun um að birta hana.  Það var óhjákvæmilegt að komast hjá því að birta upptökuna með Hjörvari og Viceman og þá sérstaklega fyrir spyrils hæfileika Hjörvars.

Síðan Happy Hour fór í loftið í október 2019 hafa margir spurt sig þeirra spurningar “Hver er þessi Viceman?”

Þeirri spurningu er svarað í þættinum Takeover hér að neðan:

Fleiri fréttir af Andra hér.

Mynd: viceman.is

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag