Vertu memm

Áhugavert

Stórglæsileg veisla hjá sælkera matarklúbbnum á Akureyri

Birting:

þann

Matarklúbburinn á Akureyri

Á Akureyri er sannkallaður sælkera matarklúbbur sem hittist reglulega og á notalega stund yfir mat og drykk. Í klúbbnum eru miklir matgæðingar og að auki eru fagmenn, framfreiðslumaður, matreiðslumenn svo ekki þarf að leita langt yfir skammt til að fá faglegt álit. Klúbbmeðlimir eru; Vilborg Sigurðardóttir og Arnar Tryggvason, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir og Kristinn Frímann Jakobsson, Harpa Friðriksdóttir og Dýri Bjarnar Hreiðarsson, Lísbet Patrisía Gísladóttir og Ómar Skarphéðinsson.

Eitt kalt og stillt janúarkvöld hittist klúbburinn, en matarklúbburinn hefur verið starfræktur í rúmlega 4 ár. Ítarleg og skemmtileg umfjöllun um klúbbinn birtist í Gestgjafablaðinu nú á dögunum.

Stórglæsileg veisla og matseðillinn var eftirfarandi:

Smakk: Laxapönnukökur með rjómaosti og dilli.

Smakk:
Laxapönnukökur með rjómaosti og dilli.

Smakk: Grafin gæsabringa með piparrótarsósu og bláberjaediksósu

Smakk:
Grafin gæsabringa með piparrótarsósu og bláberjaediksósu

1. réttur Sushi pizza með grálúðukinnum

1. réttur
Sushi pizza með grálúðukinnum

2. réttur Confit gæsalæri með kartöflustöppu

2. réttur
Confit gæsalæri með kartöflustöppu

3. réttur Mojito Sorbet

3. réttur
Mojito Sorbet

4. réttur Steiktur Þorskhnakki með villisveppabyggotto og sultaðri fenníku

4. réttur
Steiktur Þorskhnakki með villisveppabyggotto og sultaðri fenníku

5. réttur Hreindýr og humar með humarfroðu

5. réttur
Hreindýr og humar með humarfroðu

6. réttur Súkkulaðimús, (hvít og dökk) með pistasíuís

6. réttur
Súkkulaðimús, (hvít og dökk) með pistasíuís

Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Myndir: Auðunn Níelsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Áhugavert

Mest lesnu fréttir ársins 2020 – 672 þúsund heimsóknir á heimasíðuna Veitingageirinn.is

Birting:

þann

Veitingastaður - Matur

Eftirfarandi listi sýnir tuttugu vinsælustu fréttirnar á árinu 2020. Að meðaltali eru um 56 þúsund manns sem heimsækja veitingageirinn.is í hverjum mánuði eða um 672 þúsund heimsóknir á hverju ári.

Litli Mosi opnar í dag – Mosa hjónin opna nýjan veitingastað á Hótel Akureyri


 

Nýr matarvagn/veitingastaður opnar á Akureyri – Ingi matreiðslumaður: „Við verðum með smá fine dining infusion“


 

Plútó Pizza er nýr veitingastaður við Hagamel


 

Gunnlaugur bakari og konditor opnar veisluþjónustu


 

Flottur og girnilegur matseðill hjá Duck & Rose


 

Þórarinn ætlar að bjóða upp á 33 til 66 % ódýrari pizzur en þekkist annars staðar


 

Metnaðarfullur rekstrarstjóri á nýjum veitingastað í Reykjavík


 

Þessir veitingastaðir opnuðu á árinu 2019


 

Matlifun er nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri


 

Sælkerabúðin – Það styttist í herlegheitin – Sjáðu myndirnar


 

Veitingastaðurinn Sjáland opnar – Sjáðu myndirnar af staðnum, kokteilunum og matnum


 

Matstöðin opnar á Höfðabakka


 

Silli kokkur með nýjan matarvagn


 

Café París lokar og Duck & Rose tekur við


 

Matarvagnar ferðast um borgina – Vel heppnuð Mathöll á hjólum, sjáðu myndbandið


 

Nýtt bakarí opnar á Selfossi


 

Ostabúðin opnar út á Granda


 

ÉTA er nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum


 

Eliza Reid forsetafrú afhenti Íslensku lambakjötsverðlaunin


 

Um átján veitingastaðir lokaðir eða farnir í gjaldþrot

Mynd: úr safni

Lesa meira

Áhugavert

Vinsælustu uppskriftir ársins 2020

Birting:

þann

Á Veitingageirinn.is er stór uppskriftarbanki, en uppskriftirnar eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín.

Hér að neðan eru 15 vinsælustu uppskriftirnar á heimasíðunni þetta árið, klassískar, nýstárlegar og spennandi uppskriftir.

Leyniuppskriftin að KFC kryddblöndunni

Leyniuppskriftin að KFC kryddblöndunni

Eggjapúns | Eggnog

Eggjapúns | Eggnog

Heitur brauðréttur með aspas og camembert

Heitur brauðréttur með aspas og camembert – Aspasbrauð

Krækiberjasulta

Krækiberjasulta

Nautalund Wellington – Tvær uppskriftir

Nautalund Wellington – Tvær uppskriftir

Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

Steiktir fiskiklattar

Steiktir fiskiklattar

Gæsalæraconfit

Gæsalæraconfit

Heilsubrauð

Heilsubrauð

Plokkfiskur að hætti Úlfars

Plokkfiskur að hætti Úlfars

Heimalagaðar humarrúllur

Heimalagaðar humarrúllur

Súrdeigspönnukökur

Súrdeigspönnukökur

Óáfengur Mojito

Óáfengur Mojito

Vegan eftirrétturinn sem allir eru að tala um

Vegan eftirrétturinn sem allir eru að tala um

Piparkökur

Piparkökur

 

Sjá allar uppskriftir hér.

Lesa meira

Áhugavert

Sælkerabúð – Torgið – Veitingarýni

Birting:

þann

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Nokkrir veitingastaðir hafa opnað Sælkerabúðir inn á sínum stöðum, þar sem girnilegt og flott úrval er í boði af allskyns sælkeravörum.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Árlega höldum við fjölskyldan litlu jólin, þar sem boðið er upp á jólahlaðborð og horft á jólabíómynd. Í ár ákváðum við að versla gjafakörfu og fyrir valinu var Sælkerabúð Torgsins á Siglufirði.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Tekin var stærri askjan sem kostaði 10.990 krónur og eftirfarandi var í öskjunni:

*Grafin gæsabringa
*Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
*Pressuð svið
Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.

Alveg þrælsniðugt að kaupa svona tilbúna og vandaða forrétti, þægilegt og auðvelt að bera fram. Í aðalrétt var soðið hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og kartöflum.

Reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og villibragðið kom vel í gegn. Pikklaði og sultaði rauðlaukurinn virkilega góður, pikklaði alveg passlegur, ekki of súr og sultaði rauðlaukurinn var algjört nammi.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og það var allt upp á tíu hér, mjög góður.

Sviðasultan fær alveg toppeinkunn, þvílíkt sælgæti.

Cumberland sósa góð og eins bláberjasultan. Ég elska síldarsalöt og finnst fátt betra en góð síld. Síldarsalötin voru virkilega góð á bragðið, en síldin var frekar smátt skorin, mætti vera grófari bitar.

Danski eftirrétturinn Risalamande var svo punkturinn yfir i-ið, virkilega góður.

Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í sælkerakörfu Torgsins, alveg upp á tíu.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag