Vertu memm

Frétt

Stjórn K.M. riftir samningi við Arnarlax

Birting:

þann

Logo Klúbbur Matreiðslumeistara KMStjórn Klúbbs matreiðslumeistara (K.M.) hefur falið undirrituðum að koma á framfæri eftirfarandi fréttatilkynningu í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um samstarfssamning K.M og Arnarlax hf.

Stjórn K.M. hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn.

Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara
Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið