Vertu memm

Keppni

Stefanía Malen sigraði bakaranemakeppnina

Birting:

þann

Bakaranemakeppni 2021

Finnur Guðber Ívarsson, Stefanía Malen Guðmundsdóttir og Matthías Jóhannesson

Úrslitakeppni bakaranema var haldin í Hótel- og Matvælaskólanum þar sem þrír nemar kepptu dagana 21. og 22. október.

Það var Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakarí sem hreppti 1. sætið eftir harða keppni.

Bakaranemakeppni 2021

Stefanía Malen Guðmundsdóttir

Finnur Guðber Ívarsson frá Kökulist lenti í 2. sæti og Matthías Jóhannesson Passion Reykjavík í 3. sæti.

Dómarar í úrslitakeppninni voru:

Jóhannes Baldursson
Erik Olsen Valsemöllen
Davíð Freyr Jóhannesson

Í forkeppninni kepptu 8 bakaranemar sem voru:

Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt
Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí
Matthías Jóhannesson, Passion
Mikael Sævarsson, Kallabakarí
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK
Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí

Í Úrslitakeppnin þurftu keppendur að leysa mörg verkefni, en keppnin skiptist í eftirfarandi þætti:

A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.

C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.

D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.

E.
Blautdeig: 2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst

F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum.  Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.

G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín.  Hægt var að horfa á keppnina í beinni útsendingu sem hægt er að horfa á með því að smella hér.

Fleiri fréttir af bakaranemakeppninni hér.

Keppnin var streymt beint á twitch.tv, sem hægt er að horfa á með því að smella hér.

Myndir: Ásgeir Þór Tómasson

Keppni

Metnaðarfull eftirréttakeppni Striksins á Akureyri – Myndir

Birting:

þann

Eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri

Keppendurnir fjórir: Kristinn Hugi Arnarson, Elvar Fossdal, Aðalsteinn Óli Magnússon, Elmar Freyr Aðalheiðarson og Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður Striksins og Logi Helgason eldhúsdómari

Nú á dögunum fór fram eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, en keppendur starfa allir á staðnum.

„Við höfum við verið ansi dugleg að vera með nemakeppni annað hvort eftirrétta-, eða forréttakeppni.  Vissulega hafa keppnirnar legið í dvala núna yfir covid en vonandi erum við að fara af stað aftur núna.“

Sagði Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:

„Keppendur fá 3-4 hráefni og þema og vinna sig í kringum það.

Í þetta skiptið voru 4 keppendur sem allir vinna og/eða eru nemar á Strikinu.  Flestir að taka sín fyrstu skref í eldhúsi svo ég ákvað að hafa hráefni í auðveldari kantinum. Dökkt og/eða hvítt súkkulaði, appelsína og þemað er íslensk jól.

Allt annað átti að vera frjáls aðferð og vinningshafi leystur út með flottum vinningum frá KEA hotels, Innnes og Strikinu.„

Dómarar voru:

Hallgrímur Sigurðarson, matreiðslumeistari og eigandi R5.

Haraldur Már Pétursson, matreiðslumeistari og eigandi Salatsjoppunnar.

Sigurður Már Harðarson yfirmatreiðslumaður, Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA).

Logi Helgason vaktstjóri á Strikinu var eldhúsdómari.

Keppendur máttu koma með allt tilbúið í eftirréttina og fengu að fara í eldhúsið klukkutíma fyrir skil. Fyrstu skil voru klukkan 15:15 og á korter fresti eftir það.

Eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri

Elmar Freyr Aðalheiðarson

Það var síðan Elmar Freyr Aðalheiðarson sem bar sigur úr bítum með hvítsúkkulaði skyrmousse með piparkökubotn, piparkökumulning, Cointreau appelsínu ís, melónusalsa og appelsínusósu.

Mjög mjótt var á munum á milli keppenda og skipti hvert stig greinilega máli. En 100 stig voru í pottinum frá hverjum dómara, vægi stiga var sem hér segir:

Bragð og áferð 50 stig:

Vinna 15 stig.
Útlit 15 stig.
Eldhús 10 stig.
Mappa 10 stig:

„Heilt yfir stóðu strákarnir sig mjög vel og komu nýliðirnar mikið á óvart, en þeir höfðu greinilega kynnt sér reglur og annað mjög vel.„

Sagði Árni Þór að lokum.

Myndir: Aðsendar / Strikið

Lesa meira

Keppni

Íslandsmót iðn- og verkgreina – Mótið fer fram í mars og apríl 2022

Birting:

þann

Frá Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin dagana 31. mars til 2. apríl 2022 í Laugardalshöll, en mótið átti að fara fram dagana 11. – 13. mars s.l. en var frestað í ljósi fjöldatakmarka í tengslum við Covid-19.

Framhaldsskólakynningin sem haldin er samhliða, er í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Á síðasta móti sem var haldið árið 2019 var keppt í 27 greinum og voru tvær sýningargreinar. 33 framhaldsskólar tóku þátt og tólf aðrir sýnendur.

Sjá einnig:

Úrslit í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019

Á Íslandsmótinu munu keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyna á skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangur keppna af þessu tagi er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna handbrögð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.

Gestir verða velkomnir á opnunartíma: Fimmtudag 31. mars og föstudaginn 1. apríl er opið frá 9-17. Laugardaginn 2. apríl er opið frá 10.-16.00.

Fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.

Samsett mynd frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina / skillsiceland.is

Lesa meira

Keppni

Halla sigraði í fyrstu kokteilakeppni MK með Forsetakokteilinn

Birting:

þann

Kokteilakeppni í Menntaskólanum í Kópavogi - 2021

Fimmtudaginn 4. nóvember s.l. var í fyrsta skipti keppt í kokteilakeppni í Menntaskólanum í Kópavogi, þar sem nemendur kepptu í því að búa til glæsilega óáfenga kokteila.

Dómarar voru bæði fagfólk í veitingageiranum og áhugafólk um kokteila.

Í keppninni var boðið upp á fjölbreytt úrval hráefna sem nemendur nýttu við kokteilagerð. Einnig var boðið upp á grunnskreytingarefni, en allir keppendur máttu taka með sér viðbót í skreytingar.

Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar með grunnhráefni og hins vegar sérstaklega í flokki þar sem nemendur tóku allt að þrjú aukahráefni með sér (ber, sykursýróp eða annað óáfengt hráefni).

Nemendur máttu taka þátt í öðrum flokknum eða báðum.

Kokteilakeppni í Menntaskólanum í Kópavogi - 2021

Dómarar að störfum.
Það var öllu tjaldað til og var valið erfitt.

Keppendur fengu 10 mínútur í undirbúning (hráefni tekið til og skreyting undirbúin) og 10 mínútur í framkvæmd. Keppendur þurftu að skila tveimur glösum af kokteilum (annað fyrir keppnisborðið og hitt fyrir dómnefnd, glösin þurftu bæði að vera eins).

Í viðbót við glösin, þurfti kokteillinn að hafa nafn og skila þurfti uppskrift.

Hráefni sem nemendur gátu valið úr var:

Grunnhráefni:
Appelsínusafi
Trönuberjasafi
Ananassafi
Eplasafi
Sítrónusafi
Limesafi
Sprite
Sódavatn
Rjómi
Ginger ale
Grenadine (bleikt sykursíróp)
Blue curacao (blátt sykursíróp)
Mynta

Grunnskreytingarefni
Sítróna
Lime
Appelsína
Kokteilber
Mynta

Verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta nafnið, faglegustu vinnubrögðin og flottustu skreytinguna, að auki verður sigurdrykkurinn notaður í kringum viðburði í MK.

Kokteilakeppni í Menntaskólanum í Kópavogi - 2021

Verðlaunadrykkurinn El Presidente

Sigurvegarinn í þetta sinn var Halla með kokteilinn El Presidente eða á góðri íslensku Forsetinn.

Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið