Vertu memm

Keppni

Stærsta kokteilhátíð Íslands hefst með látum á morgun 1. febrúar – Sjáðu dagskrána hér

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 1. – 5. febrúar n.k.  
Hátíðin hefst á morgun miðvikudaginn 1. febrúar og stendur til sunnudagsins 5. febrúar, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.

Undankeppnir fara fram fimmtudaginn 2. febrúar og opnar Gamla bíó  kl 19:00.

Barþjónaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 en árið á eftir hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilagerð  og hefur vinningshafi ávallt hlotið nafnbótina Íslandsmeistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna sem að þessu sinni fer fram í Kaupmannahöfn í september.

Göngutúr um miðbæinn

Allir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynningu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og von er á góðri stemmningu í kringum viðburðina. Samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend munu bjóða upp á sérstakan kokteilseðil sem samanstendur af  kokteilum á tilboðsverði dagana 1. – 5. febrúar til klukkan 23.00 öll kvöldin og því um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verða á boðstólnum.
Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands mun ganga á milli og smakka valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna og velja þrjá bestu drykkina sem keppa svo til úrslita á sunnudagskvöldið í Gamla bíó, vinningsdrykkurinn hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2017.

Vín fróðleikur og fræðsla – erlendir sérfræðingar

Einnig býður Barþjónaklúbburinn upp á fróðleik, fræðslu og kynningar, svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza laugardaginn 4. febrúar milli kl. 14 & 19, en þar býðst gestum að smakka hinar ýmsu tegundir af áfengi ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig.
Fyrirlestrar verða í boði á þessum tíma og mun fjölbreytileikinn ráða ríkjum, þar sem að erlendir gestafyrirlesarar í bland við innlenda sérfræðinga koma og fræða okkur um vínheiminn.

Það er von Barþjónaklúbbsins að sem flestir láti sjá sig á Reykjavík Cocktail Weekend og njóti góðra veiga í bland við einstakan fróðleik, skál í boðinu!

Aðgangseyrir 1.000 kr. á forkeppnina á fimmtudeginum sem og á Master class á laugardeginum.

Dagskrá Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Miðvikudagur:

 • Kokteilar í Reykjavík Cocktail Weekend keppninni dæmdir á stöðunum sjálfum.
 • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.

Fimmtudagur:

 • Gamla bíó / húsið opnar kl. 19
 • Undankeppnir Íslandsmóta
 • Umboðsmenn með kynningar á vörum sínum

Föstudagur:

 • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn

Laugardagur:    

 • Fróðleikur og kynningar / Hótel Plaza / 14:00 – 19:00
 • 2 salir þar sem umboðsmenn munu bjóða upp á fyrirlestra
 • Umboðsmenn verða með kynningar á svæðinu
 • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn

Sunnudagur:    

 • Gamla bíó /
 • Úrslit í Íslandsmóti, vinnustaða keppni og kokteil keppninnar kunngjörður
 • Kvöldverður og partý

Fjölmargir staðir taka þátt í hátíðinni og bjóða upp á frábæra kokteila á aðeins 1.700 kr. dagana 1. – 5. febrúar.  Hér að neðan má sjá lista yfir þá staði sem taka þátt í hátíðinni þetta árið:

 • American bar
 • Apotek restaurant
 • BarAnanas
 • Bazaar
 • Bryggjan Brugghús
 • Dillon
 • Forrettarbarinn
 • Frederiksen Ale House
 • Geiri Smart
 • Græna herbergið
 • Grillmarkaðurinn
 • Hard Rock Cafe Reykjavík
 • Hilton Reykjavik Nordica
 • Jacobsen Loftið
 • Kitchen and Wine 101 hótel
 • Kofinn
 • Kol Restaurant
 • Kopar
 • Matarkjallarinn
 • MatWerk
 • Nauthóll
 • Nora magasin
 • Pablo Discobar
 • Petersen – Svítan
 • Public House Gastropub
 • Sæta Svínið
 • SKÝ Restuarant
 • Slippbarinn
 • Sushi Social
 • UNO
 • Vegamót

Götukort

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Bocuse d’Or úrslitakeppnin færist fram til júní 2021

Birting:

þann

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu keppir fyrir hönd Íslands.

Ákveðið hefur að Bocuse D’or úrslitakeppnin mun færast frá janúar 2021 fram til júní 2021 vegna yfirstandandi heimsfaraldri Covid-19.

Nú eru aðeins rúmlega þrjár vikur þar til að Ísland keppir í evrópska Bocuse d’Or, til að komast í úrslitakeppnina í Lyon.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands.

Evrópumeistaramótið Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og sæti meðal tíu efstu tryggir þátttöku í úrslitakeppni Bocuse D’or sem haldin verður eins og áður segir, 1. – 2. júní 2021 í Lyon í Frakklandi.

Þjálfari Sigurðar er Þráinn Freyr Vigfússon, Bocuse d´Or keppandi 2010 og 2011, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Lesa meira

Keppni

Nýr Heimur – Þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020 !!

Birting:

þann

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020

Nú er komið þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020.

Þemað í ár er Nýr Heimur og verður skilyrði að allir eftirréttir og konfektmolar séu vegan, þá höfum við bætt Omed olíum í hráefnalistann en það þykir framúrstefnulegt, hollt og áhugavert samspil fyrir bragðlaukana að samtvinna ólífuolíur og súkkulaði.

Nýi Vegan Rizzo rjóminn kemur líka virkilega sterkur inn í þetta þema!

Skylduhráefni:

Súkkulaði – Cacao Barry Ocoa 70%

Púrrur – Capfruit Exotic Ginger og/eða Berriolette (Our creations)

Ólífuolíur – Omed Picual, Arbequina, Yuzu og/eða Reykolía

Rjómi – Rizzo Chanty vegan rjómi

Keppnin verður haldin 29. október í Perlunni og hefst skráning í byrjun október, það stefnir því í ótrúlega spennandi viðburð og keppni í ár!

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins

Posted by Garri on Monday, 14 September 2020

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Íslandsmóti-, og Norðurlandamóti vínþjóna 2020 frestað

Birting:

þann

Vínþjónn - Vín - Léttvín - Rauðvín - Vínglas

Íslandsmóti vínþjóna sem átti að halda miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi hefur verið frestað um óákveðin tíma í ljósi aðstæðna vegna covid-19.

Norðurlandamót Vínþjóna sem til stóð að halda hér á landi í október næstkomandi hefur einnig verið frestað.

„Ömurlegt að þurfa fresta öllum viðburðum.“

Segir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, ritari Vínþjónasamtaka Íslands.

Sjá einnig:

Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin

Mynd: úr safni

Lesa meira
 • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
  Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag