Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Spennandi jólavillibráðamatseðill á Fiskmarkaðinum – Þetta hafa meistarar hússins að segja um vín-, og matseðilinn

Birting:

þann

Fiskmarkaðurinn

Fiskmarkaðurinn er staðsettur við Aðalstræti 12 í Reykjavík

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins hófst nú í vikunni þar sem boðið er upp á 6 rétta smakkseðil og eru réttirnir bornir fram á mitt borðið til að deila.

Virkilega spennandi matseðill sem er sambræðingur af villibráð og jólamat, sem er á þessa leið:

Smakk: Villipaté
Maki: Hreindýra og humar “surf & turf”
Sashimi: Villtur lax “new style”
Fugl: Önd og gæs
Kjöt: Krónhjörtur “steak”
Eftirréttur: Úrvalsplatti af eftirréttum

Við fengum fagmenn hússins til að segja aðeins meira frá matseðlinum og hvaða vín verður parað með hverjum rétti.

Þetta hafa þeir Kirill Ter-Martirosov yfirmreiðslumaður og Styrmir Bjarki Smárason yfirframreiðslumaður að segja um matseðilinn:

Villipaté

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Villipaté

  • Kirill: Villibráðar paté með heimalagaðri bláberjasultu á toppnum og súrdeigskexi frá Bakaríinu okkar Nýja kökuhúsið.
  • Styrmir: Með þessu höfum við valið Bláberja líkjörin frá okkar topp mönnum hjá Reykjavík distillery. Íslensk bláber bæði í glasi og á diski.

Hreindýra og humar “surf & turf”

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Hreindýra og humar “surf & turf”

  • Krill: Surf ‘n’ Turf maki rúlla með íslensku hreindýri og andalifur, hörpuskel og masago. Inní rúllunni sjálfri erum við svo með humar.
  • Styrmir: Glóbus menn eru með frábæran Trocken Riesling frá Bassermann-Jordan staðsett í Pfalz í Þýskalandi steinliggur með sushi.

Villtur lax “new style”

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Villtur lax “new style”

  • Kirill: Létt grafinn villi lax frá Hellu með grænum chili ásamt yuzu sesam dressingu og stökkum salatblöðum sem eru ræktuð í Reykjavík.
  • Styrmir: Spy Valley Sauvignon blanc frá Marlborough í Nýja Sjálandi varð þarna fyrir valinu. Æðislegt vín með þægilegan sítrus keim sem tónar vel við fiskinn.

Önd og gæs

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Önd og gæs

  • Kirill: Villiönd og gæs borið fram með kanil eplamauki, kremuðum fennel og djúpsteiktu gæsalæri. Með gæsinni er trönuberja gljái og ofaná öndinni erum við með heslihnetu snjó.
  • Styrmir: Sama vín og er með Krónhirtinum, þ.e. Corte Giara Amarone frá Valpolicella í Ítalíu. Kirsuberja og pipar tónar fyrir steikina og umhellt með forréttunum til að leyfa víninu aðeins að njóta sín áður en það er afgreitt.

Krónhjörtur “steak”

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Krónhjörtur “steak”

  • Kirill: Krónhjörtur með karamellaðri kartöflumús og rauðkáli. Ofaná steikinni höfum við sett gráðostasmjör og villisveppa gljáa.
  • Styrmir: Corte Giara Amarone frá Valpolicella í Ítalíu. Kirsuberja og pipar tónar fyrir steikina og umhellt með forréttunum til að leyfa víninu aðeins að njóta sín áður en það er afgreitt.

Úrvalsplatti af eftirréttum

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Red Velvet Creme brulée er á meðal rétta á Úrvalsplattanum

  • Kirill: Eftirétta blanda. Red Velvet Creme brulée, signature eftirrétturinn okkar. Hvítsúkkulaði ostakakan og svo Pralín búðingurinn með pistasíu hnetum.
  • Styrmir: Þarna veljum við mjög svipað vín en samt ekki. Við tökum Recioto frá Corte Giara til að klára seðilinn.

Fyrir áhugasama, þá er um að gera að skella sér á heimasíðuna: www.fiskmarkadurinn.is fyrir nánari upplýsingar.

Myndir: facebook / Fiskmarkaðurinn / Björn Árnason
Myndir af Kirill og Styrmi / úr einkasafni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið