Vertu memm

Uppskriftir

Spaghetti með hvítlauk, chili og ólífuolíu

Birting:

þann

Spaghetti

Grunnurinn að þessari uppskrift er að nota góða ólífuolíu og þá er hér á ferðinni einfaldur og góður réttur. Einfalt er að bæta réttinn með t.d. ansjósum, spergilkáli eða grænmeti að eigin ósk en oft á tíðum er einfaldleikinn bestur.

Aðalréttur fyrir 4

360 g spaghetti
2 góðar skvettur ólífuolía
5 stórir geirar hvítlauks, fíntsaxaðir
¼ tsk. þurrkað rautt chili
1 lúka steinselja, söxuð
Maldon-salt

Aðferð:

Á meðan pastað er að sjóða í miklu söltu vatni hitum við olíuna með hvítlauknum og chiliinu. Passa þarf að laukurinn brúnist ekki.

Þegar pastað er soðið al dente, er vatninu hellt vel af og blandað saman við olíuna ásamt steinseljunni, hrært vel í og saltað eftir smekk.

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið