Vertu memm

Uppskriftir

Spaghetti Bolognese

Birting:

þann

Spaghetti Bolognese

Bolognesesósa

500 gr nautahakk
2 msk olía
1 st laukur
100 gr sellery
100 gr gulrætur
3 sneiðar beikon
4 hvítlauksrif
½ tsk basil
½ tsk papriku krydd
½ tsk chili
1 tsk rósmarin
1 tsk flögusalt
2 msk tómatpúrra
680 gr tómatpassata
3 dl vatn
1 msk grænmetiskraftur

Aðferð
Góður pottur eða stór panna sett á eldavélina og hitað. Olían sett í pottinn ásamt grænmeti og beikoni og leyft að mýkjast. Grænmetinu ýtt til hliðar og hakkið sett útí ásamt kryddi og öllu blandað saman þar til kjötið er orðið brúnað. Þá er tómatpúrrunni ásamt tómat, vatni og krafti sett út.

Lokið sett á pottinn og leyft að malla í ca 1 klukkutíma og hrært í öðruhverju.

Gott er að bera sósuna fram með góðu pasta, salati og parmesanosti verði ykkur að góðu.

Pastadeig

300 gr hveiti
3 stór egg
1 msk olía

Aðferð
Allt sett í hrærivélaskál og hrært í 2 mín með k-járninu ( kitchen aid) og skipt yfir í krók og hnoðað í ca 8 mín þar til deigið er orðið samfelt þá er það pakkað inn og kælt niður.

Þetta deig er fyrir pastavél en einnig er hægt að fletja það út brjóta það saman og skera í lengjur.

Pottur með vatni settur á eldavélina smá salt, vatnið látið sjóða og pastalengjurnar settar út í og pastað soðið í ca 4 mín.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Sveppasósa – Uppskrift af klassískri sveppasósu

Birting:

þann

Sveppir

200 gr sveppir í bitum
50 gr smjör
Svartur mulinn pipar
1 msk dijonsinnep
250 ml rjómi
150 ml kjötsoð eða teningur og vatn
Salt og hvítur pipar

Sveppirnir eru steiktir vel í smjörinu og kryddað til með svörtum pipar. Öllu öðru er blandað saman við og látið sjóða rólega í 20-30 mínútur. Kryddað til og þykkt ef þurfa þykir með smjörbollu (smjör og hveiti).

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Amerísk vöffluuppskrift

Birting:

þann

Amerísk vöffluuppskrift

Vöfflur með sírópi og þeyttum rjóma er virkilega góð samsetning

Átta vöfflur

Þeytið vel tvö egg og bætið svo út í 2 bollum af súrmjólk, 1 tsk af matarsóda, 2 bollum af hveiti, 2 tsk. lyftiduft, 1/2 tsk salt og 6 matskeiðum af bræddu smjörlíki.

Deigið er þunnt, þannig að vöfflujárnið þarf að vera vel heitt.

Mælum með heitri vanillusósu með vöfflunum:

Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise

Lesa meira

Uppskriftir

Plokkfiskur

Birting:

þann

Plokkfiskur

Fyrir 4 til 5

600 gr  ýsa roðlaus og beinlaus
130 gr smjör
2 stk laukur
110 gr hveiti
1,3 tsk pipar
2 dl fisksoð
2 dl mjólk
2 dl rjómi
250 gr kartöflur skornar í teninga
1 tsk salt
1 tsk salt fyrir suðu á ýsu
1/2 stk sítróna

Aðferð

Smjörið brætt í potti og laukurinn settur út í ásamt pipar, látið malla þar til laukurinn er farinn að mýkjast, því næst fer hveitið saman við og og á meðan væri gott að draga pottinn af hellunni.

Hellið soðinu saman við og hrærið með sleifinni, því næst blandið þið mjólkinni og hrærið þar til sósan er kekkjalaus, setjið aftur á vægan hita og blandið soðna fiskinum og kartöfluteningunum saman við.

Bætið rjómanum saman við og bætið með saltinu, gott er að kreista sítrónubát út í .

Ég sýð ekki fiskinn heldur set ég pott á helluna og set vatn, salt og sítrónu og fæ suðuna upp og set fiskinn út í og dreg af hellunni læt standa þar til ég nota fiskinn.

Gott er að hafa rúgbrauð og smjör og svo eitthvað grænmeti, einnig er hægt að setja plokkfiskinn í eldfast form og setja bearnaise og ost yfir og gratínera.

Verði ykkur að góðu.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag