Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Souvenir hlýtur Michelin stjörnu

Birting:

þann

Souvenir Restaurant

Veitingahjónin Vilhjálmur Sigurðarson og Joke Michiel, sem reka staðinn Souvenir Restaurant í bænum Ghent í Belgíu, fengu sína fyrstu Michelin stjörnu afhenta við hátíðlega athöfn í dag.

Vilhjálmur stundaði matreiðslunámið á Radisson SAS Hótel Sögu og í lokin var hann um tíma hjá Agnari á Texture, kom heim og tók sveinsprófið og vann í nokkra mánuði upp í Grilli áður en hann hélt til Belgíu og hóf störf á iN De Wolf. Næst starfaði Vilhjálmur á Hertog Jan, svo á La Buvette í Brussel og þaðan lá leiðin á Souvenir, en þau hjónin hafa rekið staðinn við góðan orðstír frá árinu 2014.

Joke Michiel fæddist í Leper í Belgíu, og starfaði í sjónvarpi í 10 ár, en þar kynntust þau hjónin, en Vilhjálmur starfaði í matreiðsluþætti sem að Joke stýrði.

Viðburðarík vika hjá þeim, fyrsta Michelin stjarnan og í lok þessarar viku eiga þau von á þriðja barni.

Innilega til hamingju Vilhjálmur og Joke.

Fleiri Souvenir fréttir hér.

Mynd: facebook / Souvenir Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hamborgarakóngurinn í skemmtilegu viðtali

Birting:

þann

Tómas "Tommi" Tómasson matreiðslumeistari

Hamborgarakóngurinn Tómas „Tommi“ Tómasson

„Meira en 70 prósent landsmanna vita hver ég er eða hafa heyrt um mig,“

segir Tómas „Tommi“ Tómasson matreiðslumeistari í samtali við theculturetrip.com, sem birtir skemmtilegt viðtal við meistarann sem sjá má með því að smella hér.

Um Tómas

Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, er einn eiganda og stofnenda Hamborgarabúllu Tómasar. Áður rak hann keðju hamborgarastaði undir nafninu Tommaborgarar en þeir veitingastaðir voru fyrsta skyndibitakeðjan á Íslandi.

Tómas hóf nám í matreiðslu árið 1967 í flugeldhúsi Loftleiða uppi á Keflavíkurflugvelli. Tommi rak Festi í Grindavík frá 1974 til 1977. Að loknu námi í Bandaríkjunum í hótel- og veitingarekstri stofnaði hann Tommaborgara 14. mars 1981.

Útibú spruttu upp út um allt land og urðu 26 talsins. Eftir þrjú ár hætti Tommi rekstri Tommaborgara, en síðan hefur hann rekið Hard Rock Café og Hótel Borg, auk þess sem hann stofnaði Kaffibrennsluna árið 1996 og sá um rekstur til ársins 2002.

Þann 14. mars 2004, klukkan 11 fyrir hádegi, þegar 23 ár voru liðin frá opnun Tommaborgara, opnaði Tommi nýjan hamborgarastað sem heitir Hamborgarabúlla Tómasar. Búllan er staðsett í bátslaga húsi að Geirsgötu 1, en útibú hafa verið stofnuð í Reykjavík, í Hafnarfirði, London, Noregi svo fátt eitt sé nefnt.

Mynd: skjáskot úr myndbandi.

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Stöðugt fleiri íslenskir hótelgestir

Birting:

þann

Sigló hótel

Herbergjanýtingin á Hótel Sigló hefur aukist á undanförnu og skrifast það á aukna ásókn Íslendinga. Hótelið fær líka mjög góða umsögn á Tripadvisor og Booking.

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló, segist mjög sátt við ganginn í ár og er bjartsýn fyrir það næsta.

Túristi.is lagði fyrir hana nokkrar spurningar um hótelreksturinn, sem hægt er að lesa nánar um með því að smella hér.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Omnom vakti mikla athygli á súkkulaðihátíð í Salt Lake City – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Nú í nóvember mánuði hélt Omnom til Salt Lake City, þar sem súkkulaðiframleiðandinn hlaut þann heiður að vera miðdepill hinnar árlegu „Caputo’s Chocolate Festival“.

Hátíðin var haldin í áttunda sinn, en megin markmið hennar er að afla fjár til styrktar Heirloom Cacao Preservation sem vinnur markvisst að því að varðveita og viðhalda viðkvæmum stofnum kakóplöntunnar.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Á hverju ári er nýr framleiðandi valinn, sem sérhæfir sig í súkkulaði gerðu úr baun í bita og í ár var það hin íslenska súkkulaðigerð Omnom sem varð fyrir valinu.

Allir helstu veitingamenn, bakarar, kaffibarþjónar og kokteilbarþjónar Salt Lake City koma að hátíðinni og færa henni sinn sérstæða blæ með því að vinna með hin ýmsu hráefni frá Omnom.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Viðvera Omnom í Salt Lake City vakti víðsvegar áhuga, en var Kjartani Gíslasyni súkkulaðigerðarmanni meðal annars boðið að koma í spjallþáttinn „The Place“ á Fox 13 þar sem rætt var um innblástur og ástríðu Omnom á súkkulaði.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Kjartan Gíslason matreiðslumaður í spjallþættinum “The Place“

Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Utah og er óhætt að segja að Kjartan hafi slegið í gegn með litríkri kynningu sinni.

Þáttinn er hægt að horfa á hér að neðan:

Omnom Chocolate

Calling all choc-a-holics!We try chocolate made with ‘black, Icelandic lava salt’ and other unique ingredients.You can find Omnom at Caputo's.

Posted by Fox 13's The PLACE on Thursday, November 14, 2019

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Hjörvar Óli Sigurðsson 05.12.2019
    Hjörvar Óli Sigurðsson | BjórdælanHappy Hour með The Viceman Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík. Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast […]
  • Selma Slabiak 03.12.2019
    Happy Hour með The VicemanSelma Slabiak | Íslandsvinurinn Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar