Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sónó í stöðugum vexti

Birting:

þann

Sónó Matseljur - Norræna húsið

Sónó Matseljur er staðsett í Norræna húsinu

All nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrinum hjá veitingastaðnum Sónó í Norræna húsinu sem opnar aftur á kvöldin.

Sónó Matseljur er í eigu þeirra Hildigunnar Einarsdóttur og Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur. Sónó er grænkeraveitingastaður og veisluþjónusta.

Fyrr í vor varð MatR því miður að hætta starfsemi í Norræna húsinu og við það veittist tækifæri hjá eigendum að taka við rekstri hússins sem breytti óneitanlega starfsemi veitingastaðarins mikið.

Flest alla daga vikunnar er boðið upp á breytilegum hádegismatseðli með heimabökuðum sætindum og bakkelsi, ferskum djúsum, barista kaffi og æðislegu víni sem henta matnum vel.

S.l. helgi opnaði Sónó föstudags- og laugardagskvöldið álíka því og upphaflega starfsemi Sónó byrjaði á og að auki býður veitingastaðurinn upp á veisluþjónustu af allskonar gerðum í og út úr húsi.

Nokkur munur er á hádegismatseðlinum og þeim að kvöldi. Yfir daginn hentar öllum, bæði þeim sem hafa tæpan tíma og þeim sem vilja sitja og njóta. Enda á þeim tíma er mikið líf í og um kring Norræna Húsið með allskonar starfsemi, viðburðum, listsýningum og ráðstefnum. Þar er bókasafn sem er ákaflega skemmtilegt, fallegt, fræðandi og frábær staður að fara með börn enda margt upp á að bjóða fyrir þau.

Sónó Matseljur

Útfærsla matarins hjá Sónó er líkastur Meze.
Meze er samsafn af smáréttum, borið fram líkt og tapas, en Meze á uppruna sinn í Mið-Austurlöndum. Orðið Meze er tekið úr Tyrknesku og þýðir að smakka eða njóta.

Á kvöldin hafa gestir meiri tíma með meze, eða smáréttum, sem hugsaðir eru á þann hátt að fólk geti deilt og notið í fallegu umhverfi.

„Við leitum eftir álíka stemmningu og við eigum að kynnast syðra í Evrópu þar sem fólk gefur sér tíma til að borða, er jafnvel borðandi heilu og hálfu kvöldin með marg rétta matseðli þar sem hver diskurinn kemur á fætur öðrum og allir eru óhræddir við að deila.“

Segir Sigurlaug í samtali við veitingageirinn.is.

Matseðlarnir eru enn á sama hátt og áður nema staðbundnari. Allt er grænmetis- eða vegan og hráefnið er af þeim bestu gæðum að hverju sinni með árstíðarbundnu íslensku grænmeti, erlendu lífrænum ávöxtum og grænmeti svo fátt eitt sé nefnt.

Sónó Matseljur

Einnig nýtur starfsfólkið eigin jurtir í matinn bæði úr gróðurhúsi Norræna Hússins og í gróðurreitum fyrir utan í samstarfi við Samtök Kvenna af Erlendum Uppruna sem dyggilega annast plönturnar af alúð og ást. Svo þegar tími gefst eru jurtir týndar úr umhverfinu, þar á meðal í mýrinni og um land allt.

Sítrónujárnurt (Aloysia triphylla)

Nú á dögunum kom Hjörtur Þorbjörnsson og vinir úr Grasagarðinum færandi hendi til Sónó með fallega sítrónujárnurt sem gjöf í gróðurhús Norræna Hússins:

„Í ljósi þessara ástar okkar á jurtum voru vinir okkar úr Grasagarðinum að gefa okkur fallega sítrónujárnurt (Aloysia triphylla) fyrir gróðurhúsið, okkur til yndis og nota. Hún er ákaflega bragðmikil og af henni kemur unaðslegur ilmur sem nærir hug og hjarta.

Ekki nóg með það að hún er bragðgóð þá er þetta mikil lækningajurt, t.d. er hún talin góð við mígreni, þunglyndi og svefnvandamálum.“

Segir Sigurlaug í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sítrónujárnurtina.

Nýr opnunartími er sem hér segir:

Þriðjudaga – laugardaga 11:00 16:00
Föstudagur – laugardagur 18:00-23:00

Myndir: facebook / Sónó Matseljur

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið