Vertu memm

Freisting

Sómi vill kaupa Júmbó

Birting:

þann

Samkvæmt heimildum Markaðarins mun samlokufyrirtækið Sómi leggja fram tilboð í Júmbó samlokur í lok vikunnar. Ef af samruna fyrirtækjanna tveggja verður, eða það færist undir sama eignarhald, má búast við að til verði fyrirtæki sem ekki er óvarlegt að ætla að verði metið á um átta hundruð milljónir króna. Sala á samlokum og tilbúnum brauðréttum hefur aukist mikið undanfarin ár og er velta félaganna tveggja áætluð um sjö hundruð milljónir króna. Talsverður hagnaður hefur verið af rekstri Sóma en minni af Júmbó.

Fyrirtækin tvö eru talin hafa langstærstu markaðshlutdeildina á samlokumarkaðnum, um 95 prósent. Matvöruverslanir og bensínstöðvar selja sífellt meira magn af tilbúnum réttum frá fyrirtækjunum, sem hafa aukið og breikkað mjög vörulínu sína síðustu árin. Auk þess að selja samlokur selja þau ýmsa rétti svo sem pastabakka, heilsurétti og fleira.

Enda þótt af samrunanum verði ná samkeppnislög ekki til starfseminnar og geta fyrirtækin því sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Samkvæmt 17. grein samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið ógilt samruna ef það telur að markaðsráðandi staða verði til eða myndist en getur auk þess sett slíkum samruna skilyrði. Ákvæðið tekur hins vegar aðeins til samruna þar sem heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er einn milljarður króna eða meira.

Sómi mun nú vinna að fjármögnun að kaupunum á Júmbó með Íslandsbanka en með samrunanum hyggst fyrirtækið ná fram sparnaði með samlegðaráhrifunum meðal annars í innkaupum, dreifingu og fleiri þáttum. Mikil gróska er nú á sölumarkaði millistórra fyrirtækja og eins og Markaðurinn hefur áður greint frá er ekki óalgengt að fyrirtæki séu seld á sjöfaldan hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði.

 

Greint frá á visir.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið