Vertu memm

Markaðurinn

Smákökusamkeppni KORNAX 2019

Birting:

þann

Smákökusamkeppni KORNAX 2019

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og vöru/vörur frá Nóa Síríusi og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun.

Kökunum skal skilað fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 12. nóvember á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3.

Keppnistilhögun:

Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Nóa og Síríus. Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Miða skal við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál

Senda skal um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.

1. Verðlaun

 • – KitchenAid hrærivél frá Raflandi
 • – Gisting í 2ja manna herbergi ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins og morgunverði á Hótel Selfoss
 • – Gjafabréf að upphæð kr. 40.000 frá Nettó
 • – Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Matarkjallaranum
 • – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
 • – Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskrín
 • – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
 • – Kornax hveiti í baksturinn

2. verðlaun

 • – Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó
 • – Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Matarkjallaranum
 • – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
 • – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
 • – Kornax hveiti í baksturinn

3. Verðlaun

 • – Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó
 • – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
 • – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
 • – Kornax hveiti í baksturinn

Dómarar :

 • – Albert Eiríksson matarbloggari og lífsnautnaséntilmaður
 • – Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Nói Siríus
 • – Sylvía Haukdal kökugerðarmeistari
 • – Carola Ida Köhler fulltrúi KORNAX

Fyrirspurnir varðandi keppnina er hægt að senda á [email protected] og við aðstoðum með glöðu geði.

Mynd: úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Ásbjörn Ólafsson hlýtur hæstu einkunn í BRC úttekt

Birting:

þann

Síðastliðinn desember fórum við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í gegnum BRC úttekt og hlutum einkunnina AA sem er hæsta mögulega einkunn. Þetta er í annað sinn sem við förum í gegnum og stöndumst þessa úttekt. Við erum virkilega stolt af okkar starfsfólki að hafa náð þessari fyrirmyndareinkunn enda leggjum við mikinn metnað í að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við bjóðum uppá.

Ásbjörn Ólafsson ehf. er fyrsta og eina heildsalan hér á landi sem hlotið hefur hina alþjóðlegu BRC vottun í flokki birgðahalds og dreifingar. Við uppfyllum þar með allar þær kröfur sem þarf til að ná þessum virta staðli um matvælaöryggi. Þetta þýðir að allir okkar birgjar þurfa að uppfylla þær ströngu kröfur sem staðallinn gerir, en þannig geta okkar allra kröfuhörðustu viðskiptavinir fullvissað sig um að gæði og öryggi sé í hávegum haft í vöruvali okkar.

Ásbjörn Ólafsson ehf. er fyrsta og eina heildsalan hér á landi sem hlotið hefur hina alþjóðlegu BRC vottun í flokki birgðahalds og dreifingar.

Lesa meira

Markaðurinn

Spennandi janúar tilboð í vefverslun Innnes

Birting:

þann

Starfsfólk Innnes vill þakka öllum viðskiptavinum kærlega fyrir viðskiptin á síðasta ári. Með von um áframhaldandi gott samstarf.

Við bjóðum upp á spennandi janúar tilboð í vefverslun okkar.

Heilsa

Skoða tilboð hér

Brauð og bakkelsi tilboð

Brauð

Skoða tilboð hér

Lesa meira

Markaðurinn

Minnkum matarsóun

Birting:

þann

Stórkaup - Birgðaverslun

Tilboð í Stórkaup vegna dagsetningar, best fyrir lok janúar. Fyrstu kemur fyrstur fær.

Vöruheiti tilboðsverð
Döðlur 1kg 266
Furuhnetur 1kg 2341
Graskersfræ 1kg 450
Pistasíuhnetur án Skelja  1kg 2341
Sólblómafræ 1kg 161
Steinlausar Sveskjur 1kg 423
Trönuber þurrkuð 1 kg 585
Valhnetukjarnar 1kg 900
Apríkósur þurrkaðar 1kg 450
KC Basmati hrísgrjón 5kg 1800
KC Hindberja Marmelaði 1,8kg 675

Öll verð eru án VSK

Afgreiðslutíminn í Stórkaup Faxafeni 8, 108 Reykjavík er:
Mánudaga-föstudaga 08:00 – 17:00
Laugardaga 09:00 – 13:00
Sími: 567-9585 / [email protected]

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag