Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Slippurinn poppar upp á Apótekinu

Birting:

þann

Apótekið - Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson

Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson verður í broddi fylkingar á veitingastaðnum Apótekinu dagana 24. – 28. janúar næstkomandi.

Þá daga verður veitingahúsið Slippurinn í Vestmannaeyjum með svokallað Pop Up event og sérstakur margrétta matseðill að hætti Gísla á staðnum. Bergdís Örlygsdóttir, einn eigenda Apóteksins, segir uppátækið spennandi og að það sé um að gera að brjóta aðeins upp stemninguna fyrir gesti og starfsfólk staðarins á nýju ári.

„Gísli er auðvitað mjög fær á sínu sviði þannig að við vitum vel að þetta verður frábær upplifun.“

Sagði Bergdís.

Matseðillinn er á þessa leið:

  • ÞARAFLÖGUR með loðnuhrognum & sýrðum rjóma
  • HARÐFISKFLÖGUR með brenndu smjör & söl
  • GRAFIÐ FOLALD, geitaostur & jarðskokkar
  • LETURHUMAR með sjótrufflum, smjörsósu & þurrkuðum tómötum
  • ÞORSK KLUMBRA, gerjuð skessujurt & kjúklingagljái
  • LAMB, geymdur rabbabari, seljurót, heslinhnetur & timían

EFTIRRÉTTIR

  • SKYR, hafrar & blóðbergskrap
  • MJÓLKURSÚKKULAÐI, kerfilsís, súrmjólkurfroða & lakkríssalt
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara - 6. janúar 2018

Gísli bauð upp á þorsk klumbru á Hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara.
Þetta sagði Gísli um réttinn; „Þorsk klumbra er vöðvi aftan við hausinn. Hann er snyrtur, grafinn, brenndur og gljáður með hunangi, hvönn og beltisþara. Svo er stökkur brauðraspur með blóðbergi og sítrónutimían. Kremið er lagað úr gerjaðri hvönn og skessujurtarolíu og gljáin á disknum úr kjúklingasoði, villisveppum, hvannarfræjum og vel af smjöri.

Pop Up eventið er ein af mörgum skemmtilegum uppákomum sem starfsfólk Apóteksins stendur fyrir á nýju ári en hin vinsælu kokteilanámskeið staðarins eru aftur komin á fullt.

„Þar sjá margverðlaunaðir kokteilabarþjónar okkar um að kenna áhugasömum nemendum að búa til ýmsa kokteila og að para þá með góðum mat. Kokteilar gera oft góðan mat og skemmtilega stemningu enn betri þannig að þessi námskeið hafa slegið í gegn hjá okkur og við höldum því áfram með þau,“

sagði Bergdís að lokum.

Frekari upplýsingar um Pop Up seðilinn og námskeiðin má finna inni á heimasíðu Apóteksins.

 

Myndir: Sigurjón Ragnar

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið