Vertu memm

Pistlar

Skyrgámur setti stefnuna fyrir barþjónastíl minn

Birting:

þann

Skyrgámur

Skyrgámur

Í dag eru 11 ár síðan ég hreppti fyrsta verðlaunasæti á mínum barþjónaferli. Ég lenti reyndar í þriðja sæti en það sem ég tel ennþá merkilegra er að Skyrgámur var fyrsti skyr-kokteillinn sem keppti í barþjónakeppni á Íslandi og þurfti að breyta lögum hjá Barþjónaklúbbnum til að hann fengi þátttökurétt.

Það má segja að Skyrgámur hafi sett stefnuna fyrir minn barþjónastíl og feril því allar götur síðan hef ég haft mest gaman af því að vinna með óhefðbundin hráefni, hráefni sem fólk tengir sennilega ekki fyrst og fremst við kokteila.

Dæmi um slík hráefni eru allskonar villtar íslenskar jurtir, mismunandi þarar og sjávargróður, geitaostur og aðrir ostar, lambafita, broddmjólk og auðvitað skyr!

Það er ótrúlega mikið af frábæru hráefni til á Íslandi og frábær undirstöðu vín í kokteila eru framleidd hér á landi!

Brátt kemur vorið og þá opnast matarkistan á Íslandi upp á gàtt og býður þér ókeypis hráefni þér að kostnaðar lausu.

Andri "Viceman" Davíð Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Andri „Viceman“ Davíð Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Höfundur er Andri „Viceman“ Davíð Pétursson.

Instagram: @TheViceman

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið