Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Skelfiskmarkaðurinn opnar í sumar – Viltu vinna á flottum veitingastað?

Birting:

þann

Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran

Matreiðslumanninn Hrefnu Sætran þarf vart að kynna, en hún er einn eigandi Grill- og Fiskmarkaðarins, Skúla Craftbar, matarvagninn Bao Bun, Bríet íbúðargistingar og Skelfiskmarkaðinn.

Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur sem staðsettur verður við Klapparstíg 28-30, en stefnt er á að opna hann í júlí næstkomandi.

Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.

Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn.  Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.

Opið verður frá 11:00 alla daga og fram á kvöld.

„Veitingastaðurinn er í brasserí stíl og við verðum með margt á boðstólum.  Það er hægt að koma í kaffi og bakkelsi, vínglas eða margra rétta matseðil með víni.  Mikið úrval af víni verður á boðstólnum ásamt fjölbreyttum matseðli sem ég vil ekki gefa upp að svo stöddu.  Skelfiskmarkaðurinn verður mun léttari en Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn.

Við erum með leynitromp á hendi sem við höldum alveg fyrir okkur eins og er, en það er stutt í júlí.“

Sagði Hrefna Rósa hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um matargerðina og vínseðilinn.

Er annar veitingastaður á teikniborðinu eða verður þessi sá síðasti sem þú opnar?

“Við hugsum alltaf bara um eitt verkefni í einu og ef það tekst vel, dafnar og allir sáttir, þá kannski hugsum við um eitthvað meira.  Það er vikulega verið að bjóða okkur húsnæði eða verið að koma með hugmyndir til okkar en við viljum hugsa vel um það sem við erum með og gera hlutina þá frekar hægar.“

Atvinna í boði

Skelfiskmarkaðurinn leitar nú að starfsfólki í margar stöður.  Hér er gott tækifæri fyrir þá sem vilja starfa við splunkunýtt „concept“.

Fjölbreyttur vinnutími er í boði og hér eru störfin sem um ræðir:

Vaktstjóri í sal

  • Mikil reynsla af þjónastörfum. Sveinspróf í framreiðslu. Góð kunnátta á vínum, góða skipulags og stjórnunarhæfileika. Fullt starf.

Þjónar í sal

  • Reynsla af þjónastörfum. Sveinspróf í framreiðslu. Kunnátta á vínum og vinnur vel með öðrum. Bæði full vinna og hlutastarf.

Aðstoð í sal

  • Reynsla af þjónastörfum æskileg. Vinnur vel með öðrum. Bæði full vinna og hlutastarf.

Barþjónar

  • Reynsla af vinnu á bar æskileg. Vinnur vel með öðrum. Bæði full vinna og hlutastarf.

Þjóna nemar

  • Vinnur vel með öðrum. Fullt starf.

Vaktstjóri í eldhúsi

  • Mikil reynsla í eldhúsi. Sveinspróf í matreiðslu. Góð kunnátta á matreiðslu og gott orðspor, pöntun á hráefni, skipulags og stjórnunarhæfileikar. Fullt starf.

Matreiðslumaður

  • Reynsla í eldhúsi. Sveinspróf í matreiðslu. Vinnur vel með öðrum. Bæði full vinna og hlutastarf.

Matreiðslunemar

  • Vinnur vel með öðrum. Fullt starf.

Aðstoð í eldhús

  • Vinnur vel með öðrum. Reynsla í eldhúsi æskileg. Bæði full vinna og hlutastarf.

Til að sækja um í sal: [email protected]

Til að sækja um í eldhúsi: [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið