Vertu memm

Uppskriftir

Sjónvarpskaka – Upprunalega uppskriftin

Birting:

þann

Sjónvarpskaka - Uppskrift

100 gr. smjör og 75 gr. af sykri er hrært saman og bætt út í 1 eggi, 50 gr. af hrísmjöli, 50 gr. af kartöflumjöli og 50 gr. af af hveiti. Þetta er allt hrært vel saman og deigið sett í lagkökubotn.

Ofan á deigið er sett apríkósumauk, eplamauk, bananamauk, jarðarberjamauk eða ananasbitar, þar ofan á er dreift grófum sykri og bakað í 15 — 20 mínútur í ofninum.

Mjög gott er að hafa þeyttan rjóma með vanillusykri í ofan á kökunni.

Til fróðleiks um nafnið á sjónvarpskökunni er hægt að lesa með því að smella hér.

Höfundur óþekktur, en uppskrift þessi birtist fyrst í Alþýðublaðinu árið 1966.

Mynd: skjáskot af Alþýðublaðinu / Timarit.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið