Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Sjávargrillið | Frábær upplifun

Birting:

þann

Við félagarnir ákváðum eftir mikið japl og jum að júlí heimsókn okkar yrði niður á Skólavörðustíg, nánar tiltekið á Sjávargrillið og kemur hér sú upplifun okkar í máli og myndum.

Er komið var inn tók á móti okkur þjónustufólk með bros á vör og vísaði okkur til sætis á borð á efri pallinum, og var það bara fínt, fyrsta pöntun var 3 flöskur sódavatn og eldhúsið mætti ráða hvað við fengjum.

Fyrst kom brauð sem bakað er á staðnum með smjöri þeyttu með súrmjólk

Fyrst kom brauð sem bakað er á staðnum með smjöri þeyttu með súrmjólk

Ilmandi gott og sýran í smjörinu temmilega mikil

 

Sinnepskryddað kartöflumauk, smjörsteiktir sveppir og svínasíða með sterkri bbq sósu

Sinnepskryddað kartöflumauk, smjörsteiktir sveppir og svínasíða með sterkri bbq sósu

Alveg svakalega gott bragð, en leið fyrir að síðan var seig

 

Hægeldaðaður karfi með grænum brauðraspi, grillaður humar, ætiþystlamauk, dillmayonnaise, epla og sellerísalat, strengjabaunir, perlulaukur og hollandaise-humarsósa

Hægeldaðaður karfi með grænum brauðraspi, grillaður humar, ætiþystlamauk, dillmayonnaise, epla og sellerísalat, strengjabaunir, perlulaukur og hollandaise-humarsósa

Alveg magnaður réttur, þó svo að mismunandi bragð hefði verið á réttinum, þá leið ekkert þeirra fyrir það og eldunin á fiskinum hárnákvæm

 

Grafinn lax, reykt bleikja, dillmayonnaise, sinnepsmayonnaise, rauðrófur, geitaostur, rúgbrauðskex og dill

Grafinn lax, reykt bleikja, dillmayonnaise, sinnepsmayonnaise, rauðrófur, geitaostur, rúgbrauðskex og dill

Enn og aftur kom eldhúsið okkur á óvart með afburðar samsetningu á bragði, það lá við að manni langaði í meira

 

Íslenskur toppskarfur, hrefna og lundi með sykruðum hessilhnetum, bláberjum, báberjahlaupi og bláberjakrapís, dill og sinnepsmayonnaise

Íslenskur toppskarfur, hrefna og lundi með sykruðum hessilhnetum, bláberjum, báberjahlaupi og bláberjakrapís, dill og sinnepsmayonnaise

Frábær samsetning á villibráð og bragðið, maður lifandi

 

Grilluð rauðspretta með gulrótarmauki, sætum kartöflum, gulrótarmauksgljáa og brokkolí

Grilluð rauðspretta með gulrótarmauki, sætum kartöflum, gulrótarmauksgljáa og brokkolí

Flottur réttur, fín eldun á fiskinum, meðlætið milt þannig að rauðsprettubragðið kom í gegn, en sætkartöflurnar voru helst til hráar

 

Dill og sítrusmarineraður lax, kartöflumauk, gulrótarmauk, vorlaukur og radísur

Dill og sítrusmarineraður lax, kartöflumauk, gulrótarmauk, vorlaukur og radísur

Enn einn sigur fyrir eldhúsið, alveg virkilega gott, eina sem maður getur sett út á að þessi diskur og sá á undan eru keimlíkir í uppsetningu, vonandi bara slys

 

Grillað lamb og folaldalund, seljurótarmauk, trufflusoðgljái, kartöflumauk, steiktir sveppir, rauðlaukur, rófur og smámaís

Grillað lamb og folaldalund, seljurótarmauk, trufflusoðgljái, kartöflumauk, steiktir sveppir, rauðlaukur, rófur og smámaís

Eitt orð Stórkostlegt

 

Predessert:. Hvítsúkkulaðimousse, dillkrapís, brennt hvítsúkkulaði, hvítsúkkulaðisnjór, rifsberjahlaup og rifsberjamarenge

Predessert:. Hvítsúkkulaðimousse, dillkrapís, brennt hvítsúkkulaði, hvítsúkkulaðisnjór, rifsberjahlaup og rifsberjamarenge

Glæsilegur réttur, bragðið tónaði vel upp á móti hvort öðru

 

Creme brule, jarðaberjakrapís, karamellufroðu, hundasúru, hundasúrugranit, fersk jarðaber og kakóbaunamulning

Creme brule, jarðaberjakrapís, karamellufroðu, hundasúru, hundasúrugranit, fersk jarðaber og kakóbaunamulning

Alveg dýrðlegur réttur, „a must to try“

 

Niðurstaða þessarar máltíða liggur í augum uppi, frábær í alla staði og hvar sem maður leit var ekki feil að sjá.

Grænmetið var alveg sérkapituli út af fyrir sig, það var nóg af því, úrvalið mikið og útfærslunar líka og gerði það mjög mikið fyrir réttina, en því miður virðast sumir matreiðslumenn halda að grænmeti sé eingöngu til skrauts.

Ég vil meina að þetta sé ein af bestu máltíðum sem ég hef orðið aðnjótandi á mínum ferli.

Þjónustan yfirburðagóð og brosmild og tónlist á staðnum passlega hátt stillt, enginn konsert.

Við félagarnir gengum út í mannlífið með bros aftur á hnakka.

 

Myndir: Sigurður Einarsson matreiðslumeistari

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið