Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sjávargrillið fagnar 10 ára afmæli – Myndband

Birting:

þann

Kokkarnir á Sjávargrillinu

Kokkarnir á Sjávargrillinu

Veitingastaðurinn Sjávargrillið við Skólavörðustíg 14 í Reykjavík fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir og því ber að fagna.  Lítið er um hátíðarhöld vegna heimsfaraldurs, en staðurinn vonast til að fagna þessum tímamótum með vorinu.

„Sjávargrillið er 10 ára í dag! Þessum merka áfanga hefði ekki verið hægt að ná án okkar yndislega starfsfólks. Við viljum einnig þakka viðskiptavinum okkar samfylgdina í gegnum árin. Vegna samkomutakmarkana ætlum við að bíða með hátíðarhöld en munum vonandi geta fagnað þessu rækilega með ykkur í vor,“

segir í tilkynningu á facebooksíðu Sjávargrillsins.

Eigandi Sjávargrillsins er Húsvíkingurinn Gústav Alex Gunnlaugsson matreiðslumeistari. Staðurinn hefur verið rekinn við góðan orðstír allt frá því opnun staðarins.

Ævintýrið hófst árið 2010 þegar Gústav hreppti titilinn Matreiðslumaður ársins og stefnan var tekin á að opna veitingastað.  Sjávargrillið opnaði formlega 14. apríl árið 2011 og fagnar eins og áður segir 10 ára afmæli.

Stemning sjávargrillsins er einstök eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem sýnir í byrjun veitingastaðinn í heild sinni og svo stemninguna:

Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Megi staðurinn halda áfram að vaxa og dafna um ókomin ár.

Til gamans, þá látum við fylgja með veitingarýni Sjávargrillsins sem birt var fyrir 8 árum síðan hér á veitingageirinn.is:

Sjávargrillið | Frábær upplifun

Heimasíða: www.sjavargrillid.is

Mynd: skjáskot úr myndbandinu

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið