Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sjávargrillið fagnar 10 ára afmæli – Myndband

Birting:

þann

Kokkarnir á Sjávargrillinu

Kokkarnir á Sjávargrillinu

Veitingastaðurinn Sjávargrillið við Skólavörðustíg 14 í Reykjavík fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir og því ber að fagna.  Lítið er um hátíðarhöld vegna heimsfaraldurs, en staðurinn vonast til að fagna þessum tímamótum með vorinu.

„Sjávargrillið er 10 ára í dag! Þessum merka áfanga hefði ekki verið hægt að ná án okkar yndislega starfsfólks. Við viljum einnig þakka viðskiptavinum okkar samfylgdina í gegnum árin. Vegna samkomutakmarkana ætlum við að bíða með hátíðarhöld en munum vonandi geta fagnað þessu rækilega með ykkur í vor,“

segir í tilkynningu á facebooksíðu Sjávargrillsins.

Eigandi Sjávargrillsins er Húsvíkingurinn Gústav Alex Gunnlaugsson matreiðslumeistari. Staðurinn hefur verið rekinn við góðan orðstír allt frá því opnun staðarins.

Ævintýrið hófst árið 2010 þegar Gústav hreppti titilinn Matreiðslumaður ársins og stefnan var tekin á að opna veitingastað.  Sjávargrillið opnaði formlega 14. apríl árið 2011 og fagnar eins og áður segir 10 ára afmæli.

Stemning sjávargrillsins er einstök eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem sýnir í byrjun veitingastaðinn í heild sinni og svo stemninguna:

Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Megi staðurinn halda áfram að vaxa og dafna um ókomin ár.

Til gamans, þá látum við fylgja með veitingarýni Sjávargrillsins sem birt var fyrir 8 árum síðan hér á veitingageirinn.is:

Sjávargrillið | Frábær upplifun

Heimasíða: www.sjavargrillid.is

Mynd: skjáskot úr myndbandinu

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eru þetta bestu Ítölsku samlokurnar allra tíma? – Myndband

Birting:

þann

Casa Della Mozzarella

Það er ekki sjaldgæf sjón að sjá svona röð fyrir utan Casa Della Mozzarella

Deli veitingastaðurinn Casa Della Mozzarella í New York var stofnaður árið 1993, en staðurinn sérhæfir sig í Ítölskum samlokum. Staðurinn hét áður Ceglies Delicatessen sem síðan var keyptur árið 1993 og skírður upp að nýju í Casa Della Mozzarella.

Casa Della Mozzarella er pínulítill veitingastaður og býður upp á fjölbreytt úrval af samlokum ásamt Ítölskum sælkeravörum, olíur, ólivur, Antipasto svo fátt eitt sé nefnt.

Verð á samlokum er frá 11 til 30 dollara.

Umfjallanir og dómar um Casa Della Mozzarella á Yelp, Google, Tripadvisor og fleiri síðum, er staðnum gefið toppeinkunn hvar sem litið er á.

Með fylgir myndband sem sýnir starfsemina á bak við í vinnslunni og eins samlokugerðina, sjón er sögu ríkari:

Veitingastaðurinn Casa Della Mozzarella er staðsettur í ítalska hverfinu í New York:

Myndir: facebook / Casa Della Mozzarella

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvers vegna eru Makadamía hneturnar svona dýrar? – Myndband

Birting:

þann

Makadamía, Macadamia - Goðahnetur

Macadamia hnetur eða Goðahnetur á íslensku

Makadamía er tré af ætt fjögurra tegunda trjáa sem eru ættaðar frá Ástralíu.

Langt ferli er að rækta tréin og út frá þeim koma Makadamía hneturnar eða goðahnetur á Íslensku. Heimsframleiðsla goðahneta árið 2015 var t.a.m. 160.000 tonn.

Með fylgir myndband sem sýnir allt ferlið, sjón er sögu ríkari:

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Michelin-kokkurinn Gunnar Karl í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpinu Máltíð

Birting:

þann

Matreiðslumeistararnir Gunnar Karl Gíslason og Hafliði Halldórsson

Matreiðslumeistararnir Gunnar Karl Gíslason og Hafliði Halldórsson

Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni.

Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York.

Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í íslenskt hráefni og matarhefðir.

Gunnar Karl vinnur stöðugt að því að þróa sína hugmyndafræði með hag hefðanna og frumframleiðenda í huga. Allt þetta og fleira til í Máltíð dagsins undir stjórn Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara.

Þáttinn er hægt að hlusta á í spilaranum hér að neðan:

Mynd: Instagram / Máltíð hlaðvarp

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið