Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Simmi Vill opnar nýjan veitingastað þar sem Bryggjan Brugghús var áður til húsa

Birting:

þann

Bryggjan Brugghús

Bryggjan Brugghús
Rekstrarfélag Bryggjunnar brugghúss, BAR ehf, var úrskurðað gjaldþrota þann 15. apríl síðastliðinn

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, gjarnan þekktur sem Simmi Vill, leitar þessa dagana að 110 til 120 starfsmönnum, 70 manns sem munu starfa fyrir MiniGarðinn í Skútuvogi og 40 til 50 manns á mat- og sportbarnum Barion sem opnar nýtt útibú bráðlega þar sem Bryggjan brugghús var áður til húsa. 70 störf af þessum 120 voru auglýst fyrr í dag og nú þegar hafa umsóknir borist.

Sjá einnig:

Bryggjan Brugghús í gjaldþrot

Þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Sigmari var hann staddur á Barion að smakka bjór en ætlunin er að halda áfram með bjórframleiðslu í húsnæðinu, eins og áður var hjá Bryggjunni.

„Það er bara gaman og jákvætt að geta sett í gang verkefni sem geta skapað vinnu á þessum tímum,“

segir Sigmar í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: aðsend / úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt bakarí opnar á Ármúla – Ekki bara bakarí

Birting:

þann

RÖFF - Bakarí - Ármúla 42 í Reykjavík

Nýtt bakarí opnaði nú á dögunum sem staðsett er við Ármúla 42 í Reykjavík. Bakaríið heitir RÖFF með slagorðinu „Ekki bara bakarí.“

Það eru eigendur Veislunnar á Seltjarnarnesi sem eru rekstraraðilar RÖFF.

RÖFF - Bakarí - Ármúla 42 í Reykjavík

Ísak Runólfsson bakarameistari stendur vaktina

Á RÖFF er fjölbreyttur matseðill í boði, súpur í hádeginu, þá bæði rjómalagaðar og vegan súpur.  Fullt af sætindum, smurðum samlokum og bakkelsi, skinku brauðsnúðar, súrdeigsrúnstykki, sérbökuð vínabrauð, ostaslaufur, margar tegundir af snúðum svo fátt eitt sé talið.

Síðan má ekki gleyma vinsælu pizzurnar frá Ísaki bakarameistara sem eru bakaðar á staðnum.

Myndband:

Myndir: facebook / RÖFF

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hákon Már er maðurinn á bakvið matseðilinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Birting:

þann

Fiskbarinn

Á meðal rétta á matseðli Fiskbarsins er pönnusteiktur þorskhnakki, kirsuberjatómatar, grilluð paprika, ólífur, bankabygg, sítrónu-möndlukremsósa.

Sjávarréttir, kjöt og grænmeti úr næsta umhverfi leika lykilhlutverk á matseðli á nýjum veitingastað í Keflavík.

Staðurinn hefur fengið nafnið Fiskbarinn og er staðsettur á Hótel Berg sem er glæsilegur gististaður við smábátahöfnina í hjarta Keflavíkur. Það var Haf Studio sem umbreytti veitingasalnum á hótelinu, sem var áður einungis nýttur fyrir morgunverð og fundi á hótelinu.

Hótel Berg - Fiskbarinn

Hótel Berg er glæsilegur gististaður við smábátahöfnina í hjarta Keflavíkur.

Fiskbarinn rúmar 30 matargesti og verður opinn fimmtudaga til laugardaga frá kl 17: – 22:00.

Fiskbarinn - Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson hannar matseðilinn

Það er enginn annar en Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or verðlaunahafi sem er maðurinn á bakvið matseðilinn á Fiskbarnum. Það þarf vart að kynna Hákon fyrir veitingabransanum, en hann hefur meðal annars verið yfirkokkur á veitingastaðnum Vox, yfirkokkur á veitingastað Hótel Holt og starfað á Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.

Matseðillinn er síbreytilegur eftir árstíðum og byggir á því sem ferskast er og best hverju sinni. Vínlistinn er vandaður og einfaldur. Í takt við matseðilinn samanstendur hann af níu léttvínstegundum sem falla fullkomlega að réttunum. Einnig er í boði úrval gosdrykkja sem og bjór, bruggaður á Suðurnesjum.

Opnar árið 2021

Áætlað er að opna Fiskbarinn um mánaðarmótin janúar og febrúar 2021.

Fiskbarinn

Fiskbarinn

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur Sælkerabúð Slippsins út

Birting:

þann

Eigendur Slippsins eru Auðunn Arnar Stefnisson, Katrín Gísladóttir, Indíana Auðunsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari.
Eigendur Slippsins eru Auðunn Arnar Stefnisson, Katrín Gísladóttir, Indíana Auðunsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson.

Fjölskyldan hjá Slippnum hefur opnað Sælkerabúð sem er staðsett beint á móti Slippnum í Vestmannaeyjum.

Sælkerabúð Slippsins opnar í desember

Fréttamiðillinn Tígull í Vestmannaeyjum kíkti í heimsókn rétt áður en þau opnuðu í hádeginu í gær.

Sjón er sögu ríkari:

Mynd: Instagram / Sælkerabúð SLIPPSINS

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag