Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Simmi Vill breytir banka í veitingastað

Birting:

þann

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar Vilhjálmsson

Miklar framkvæmdir standa yfir í húsinu sem áður hýsti Arion banka í miðbæ Mosfellsbæjar. Félagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson ætla að breyta Arion í Barion.

„Hér mun opna sportbar, hverfisbar, veitingastaður eða hvernig sem við viljum orða það. Við erum að búa til félags­heimili fullorðna fólksins. Þetta verður ekki beint mathöll en alla vega tveir matsölustaðir á einum stað og Hlölli hluti af því. Við munum bjóða upp á steikur, salöt, rif, borgara og almennt góðan mat.“

segir Sigmar Vilhjálmsson í samtali við mosfellingur.is, sem fjallar nánar um veitingastaðinn hér.

Mynd: úr einkasafni / aðsend / Sigmar Vilhjálmsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

27 mathús & bar er nýr veitingastaður í Kópavogi

Birting:

þann

27 mathús & bar - 20&SJÖ

Veitingastaðurinn 27 mathús & bar (20&SJÖ) sem opnaði í mars s.l. hefur fengið góðar viðtökur, en hann er staðsettur við Víkurhvarf 1 í Kópavogi með útsýni yfir Elliðavatn.

Fjölbreyttur matseðill er í boði, þar sem boðið er upp á aðalrétti, smárétti, eftirrétti, grænmetis-, og veganrétti, barnamatseðil og einnig rétti til að taka með (take away). Sjá matseðil hér og grænmetis-, og vegan matseðilinn hér.

Amerísk áhrif er ríkjandi á matseðlinum, þó einnig má sjá rétti með miðjarðarhafsstíl. Eigendur eru veitingahjónin Arndís Þorgeirsdóttir og Helgi Sverrisson. Helgi er yfirkokkur staðarins.

Á 20&SJÖ er allt kjöt reykt á staðnum í reykofni sem ættaður er frá Tennessee í Bandaríkjunum, pulled pork, rif, pastrami, brisket, lambakjöt svo fátt eitt sé nefnt.

20&SJÖ er staðsett við Víkurhvarf 1 í Kópavogi

Opnunartími er frá klukkan 16:00 og fram eftir kvöldi, en lokað er á mánudögum og þriðjudögum.

27 mathús & bar - 20&SJÖ

Bröns á 20&SJÖ

Boðið er upp á bröns á laugardögum frá 11:00 til 14:00.

Myndir: facebook / 27 mathús & bar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Açaí skálar er nýjasta trendið – Nýr lítill og krúttlegur matarvagn opnar á Akranesi

Birting:

þann

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Matarvagninn Caliber opnaði nú á dögunum við íþróttahúsið á Akranesi. Caliber er lítill og krúttlegur matarvagn og er í eigu tveggja bestu vina, en það eru þeir Andri Sævar Reynisson og Jósef Halldór Þorgeirsson.

Caliber býður upp á Açaí skálar sem er að verða sífellt vinsælla á Íslandi en nýr veitingastaður opnar á Hafnartorginu í Reykjavík á allra næstu dögum, en hann heitir Maika’i og býður upp á Açaí skálar og rekur einnig matarvagn undir sama heitinu.

Sjá einnig:

Maika’i opnar á Hafnartorgi í Reykjavík

Açaí er smoothie í skál toppað með granóla, banana eða öðrum ávöxtum.

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Myndir: facebook / Caliber

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Maika’i opnar á Hafnartorgi í Reykjavík

Birting:

þann

Maika'i í Reykjavík

Eigendur Maika’i eru Ágúst Freyr Hallsson og eiginkona hans Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir

Veitingastaðurinn Maika’i stefnir á að opna núna í lok júní á Hafnartorgi í Reykjavík, en staðurinn hefur að undanförnum árum verið staðsettur á Mathöll Höfða hjá Sætum Snúðum.

Maika’i býður upp á svokallaðar Acai skálar eða „Açaí na tigela“ sem er upprunanlega frá Brasilíu og er smoothie í skál toppað með granola, banana eða öðrum ávöxtum og er t.a.m. afar vinsælt í borgunum Pará, Rio de Janeiro, Florianópolis, São Paulo, Goiás og meðfram allri norðausturströndinni.

Acai skálar hafa orðið sífellt vinsælli í Bandaríkjunum frá árinu 2010, enda eru þær mjög heilsusamlegar.

Myndir: facebook / Maika’i Reykjavík

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag