Vertu memm

Keppni

Sigurvegarar úr forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2019

Birting:

þann

Forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2019

Keppendur í forkeppni Norrænu nemakeppninnar

Forkeppni Norrænu nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel – og matvælaskólanum í gær miðvikudagunn 9. janúar. Samtals tóku sjö matreiðslunemar og átta framreiðslunemar þátt í lokakeppninni.

Verkefni matreiðslunemanna var:
Matreiða forrétt fyrir sex manns – hráefnið var bleikja, aspas og hollandaise sósa. Bleikjan var í heilu u.þ.b 1,2 til 1,5 kg. Keppendur flökuðu fiskinn á staðnum – öll vinna var á staðnum.
Eftirréttur fyrir sex manns – hluti af eftirréttinum var Baba au Rhum sem átti að vera ekki minna en 35% af heildarstærð réttarins. Einnig átti að nota hindber og hvítt súkkulaði. Heimilt var að koma með deig.

Verkefni framreiðslunemanna var:
Bar, blanda skal tvo drykki fyrir gesti (annan óáfengann), dregið er hvaða drykki skal blanda
Kvöldverðaruppdekkning fyrir 6 rétti fyrir fjóra gesto. Matseðill: Forréttur, seyði, fiskréttur, aðalrétur, ostar og efitirréttur. Vín – sherry, hvítvín, rauðvín og eftirréttavín
Sérvettubrot
Eldsteiking
Fyrirskurður

Úrslit

Forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2019

Frá vinstri til hægri: Gabríel Kristinn Bjarnason, Wiktor Pálsson, Guðjón Baldur Baldursson og Fanney Rún Ágústdóttir.

Í matreiðslu voru hlutskarpastir þeir Gabríel Kristinn Bjarnason nemi á Radisson SAS, Hótel Sögu, meistari er Ólafur Helgi Kristjánsson og Wiktor Pálsson nemi á Radisson SAS, Hótel Sögu, meistari er Sigurður Helgason.

Í framreiðslu voru efst Fanney Rún Ágúsdóttir nemi á Blá lóninu, meistari Styrmir Örn Arnarson og Guðjón Baldur Baldursson nemi VOX, Hilton Nordica meistri er Ólöf Kristín Guðjónsdóttir.

Þessi fjögur koma til með að taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Stokkhólmi dagana 26- 27 apríl næstkomandi.

Myndir: Ólafur Jónsson, Sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs – www.idan.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Úrslit í fagkeppni MFK

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Breytt fyrirkomulag var á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í ljósi aðstæðna vegna COVID-19, en í stað veglegrar verðlaunadagskrár var gefinn út í staðinn veglegur bæklingur þar sem dómarar og verðlaunavörur kynntar.

Smellið hér til að sjá öll úrslitin í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Lesa meira

Keppni

Heimsmeistarakeppni í kjötskurði frestað

Birting:

þann

Heimsmeistarakeppni í kjötskurði - World Butchers Challenge - WBCHeimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) sem átti fara fram í Sakramentó í Bandaríkjunum í september næstkomandi hefur verið frestað.

Nú vikunni tilkynnti stjórn WBC að heimsmeistarakeppnin verður frestuð til 13. – 14. ágúst 2021, vegna óvissu sem nú ríkir vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Íslenska landsliðið í kjötiðn hefur æft reglulega síðan haustið 2018, eða frá stofnun þess.

Sjá einnig:

Landslið Kjötiðnaðarmanna að verða að veruleika

Æfingar hafa verið að jafnaði einu sinni í viku á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri og svo sameiginlegar æfingar einu sinni í mánuði þar sem liðið hefur komið saman ýmist fyrir norðan eða hér fyrir sunnan.

Er þetta í fyrsta sinn sem að Ísland tekur þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði, en liðið skipa kjötiðnaðarmenn og -meistarar víðsvegar af landinu.

To our competitors and supporters, After what can only be described as the most extreme and challenging moments most…

Posted by World Butchers' Challenge on Tuesday, March 17, 2020

Fleiri greinar hér.

Lesa meira

Keppni

Instagram mynd febrúar mánaðar 2020

Birting:

þann

Kokkalandsliðið

Íslenska Kokkalandsliðið sigursælt

Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í febrúar var mynd frá Kokkalandsliðinu.

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Sjá einnig:

Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall – „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!“

Fleiri Instagram myndir mánaðarins hér.

Mynd: Instagram / Icelandic Culinary Team

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag