Vertu memm

Keppni

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2018

Birting:

þann

Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur Ársins 2018 sem Garri hélt í Perlunni í dag fimmtudaginn 18. október 2018. Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum.

Augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu.

Garri hélt einnig keppnina Konfektmoli Ársins samhliða eftirréttakeppninni.

Þema keppninnar í ár var HOT STUFF.

Eftirréttur Ársins 2018

Eftirréttur ársins 2018 - Keppendur

Keppendur í Eftirréttur ársins 2018

Eftirréttur ársins 2018 - Sigurvegarar

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2018
F.v. Wiktor Pálsson 3. sæti, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir 1. sæti og Chidapha Kruasaeng 2. sæti

Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Snædís Xyza Mae Jónsdóttir frá Hótel Sögu sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Chidapha Kruasaeng frá HR Konfekt og í þriðja sæti Wiktor Pálsson frá Hótel Sögu.

Konfektmoli Ársins 2018

Konfektmoli ársins 2018 - Keppendur

Keppendur í Konfektmoli ársins 2018

Konfektmoli ársins 2018 - Sigurvegarar

Sigurvegarar í Konfektmoli ársins 2018
F.v. Hermann Marinósson 2. sæti, Arnar Jón Ragnarsson 1. sæti og Vigdís Mi Diem Vo 3. sæti

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins 2018 var Arnar Jón Ragnarsson frá Sandholt sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Hermann Marinósson frá Hótel og Matvælaskólanum og í þriðja sæti Vigdís Mi Diem Vo frá Sandholt.

Dómarar

Eftirréttur ársins 2018 - Dómarar

Dómarar í Eftirréttur ársins 2018.
F.v. Bjarni Viðar Þorsteinsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Bjarni Siguróli Jakobsson

Eftirréttur Ársins:
Yfirdómari var Friðgeir Ingi Eiríksson – Bocuse d’Or keppandi 2007
Bjarni Siguróli Jakobsson – Bocuse d’Or keppandi 2019
Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið

Konfektmoli ársins 2018 - Dómarar

Dómarar í Konfektmoli ársins 2018
F.v. Sigurður Már Guðjónsson og Júlía Skarphéðinsdóttir

Konfektmoli Ársins:
Yfirdómari var Sigurður Már Guðjónsson frá Bernhöfs Bakarí
Meðdómari var Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður.

Keppnin fór fram í Perlunni og stóð yfir allan daginn frá kl. 10:00 – 16:00. Garri hefur um árabil haldið eftirréttakeppnina við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu, ásamt keppninni Konfektmoli Ársins sem nú er haldin samhliða.

Sjá fleiri myndir á Instagram og Facebook síðu Garra.

Keppni

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021 – Myndir

Birting:

þann

Vínþjónn ársins 2021 - Anna Rodyukova, Guðmundur Jónsson, Manuel Schembri, Ólíver Goði Dýrfjörð, Peter Hansen, Styrmir Bjarki Smárason

Keppendur

Nú er nýlokin keppnin um Vínþjónn ársins 2021, sem má nú líka kalla Íslandsmeistaramót Vínþjóna sem fram fór á Brass Kitchen & Bar.

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og stembinn dag þar sem keppendur glímdu við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttvíni og staðfestingu á sterk víni ásamt umhellingu, kampavíns serveringu, matar og vínpörun, leiðréttingu vínlista og svo munnlegu blindsmakki af léttu og sterku, öll keppnin fór fram á ensku.

Peter Hansen lenti í öðru sæti og Anna Rodyukova í því þriðja.

Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI, ásamt að keppa fyrir Ísland á evrópumóti vínþjóna á Kýpur í nóvember.

Keppendur voru:

 • Anna Rodyukova
 • Guðmundur Jónsson
 • Manuel Schembri
 • Ólíver Goði Dýrfjörð
 • Peter Hansen
 • Styrmir Bjarki Smárason

Dómarar voru:

 • Alba E. H. Hough
 • Ástþór Sigurvinsson
 • Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónasamtökin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og Brass Kitchen & bar kærlega fyrir að lána sér aðstöðu og frábæra þjónustu, takk Palli og Lillian.

Ertu búin/n að skrá þig í Vínþjónasamtökin?

Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á [email protected]

Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-

Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu hér.

Fleiri fréttir um keppnina hér.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Keppni

Róbert Demirev í 13. sæti í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna – Hlaut sérstaka viðurkenningu – Myndbönd

Birting:

þann

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Nú liggja fyrir úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna 2021. Íslenski keppandinn, Róbert Demirev, lenti í 13. sæti í aðalkeppninni en Ólympíuverðlaunin að þessu sinni hreppti matreiðsluneminn Lee Maan Ki frá Hong Kong.

Keppendum sem lentu í 11.-20. sæti í aðalkeppninni var boðið að taka þátt í sérstakri „Plate Trophy“ keppni þar sem eldaður var einn réttur. Róbert endaði í 2.-3. sæti í þeirri keppni en aðeins voru veitt ein verðlaun og hlaut þau nemi frá Búlgaríu.

Hlaut sérstaka viðurkenningu

Auk „stóru“ verðlaunanna tveggja voru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fékk Róbert sérstaka viðurkenningu (Ambassador Award) fyrir ritgerð sína um það hvers vegna hann ákvað að læra matreiðslu.  Einnig fengu Róbert og Ægir Friðriksson, kennari og þjálfari Róberts, viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award).

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.

Myndbönd

Hægt er að nálgast lokaathöfn Ólympíukeppninnar hér en viðurkenningar Róberts og Ægis má sjá á mínútum 39:00 og 46:00:

Hápunktar frá keppninni:

Kynning á Íslenska liðinu:

Sjá einnig:

Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Myndir: aðsendar

 

Lesa meira

Keppni

Hver hreppir titilinn Vínþjónn ársins 2021? – Könnun

Birting:

þann

Skriflegt próf

Íslandsmeistaramót vínþjóna fer fram fyrir luktum dyrum, fimmtudaginn 25. febrúar 2021. Keppt verður í blindsmakki, verklegum vinnubrögðum (meðhöndlun á vörum), vín og matarpörun ásamt bóklegri kunnáttu.

Skráning lauk 19. febrúar s.l. og eftirfarandi eru keppendur ásamt nýrri könnun fyrir lesendur veitingageirans:

Hver hreppir titilinn Vínþjónn ársins 2021?

 • Styrmir Bjarki Smárason, Fiskmarkaðurinn (38%, 109 Atkvæði)
 • Manuel Schembri (22%, 62 Atkvæði)
 • Peter Hansen, Ölgerðin (21%, 59 Atkvæði)
 • Anna Rodyukova (8%, 22 Atkvæði)
 • Ólíver Goði Dýrfjörð, Brasserie Eriksson (7%, 21 Atkvæði)
 • Guðmundur Jónsson, Bláa Lónið (4%, 11 Atkvæði)

Fjöldi kjósenda: 284

Loading ... Loading ...

Nánari upplýsingar um keppnina hér:

Íslandsmeistaramót vínþjóna verður haldið 25. febrúar

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið