Vertu memm

Bocuse d´Or

Sigurður Laufdal sigraði í forkeppni Íslands fyrir Bocuse d´Or 2020

Birting:

þann

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Laufdal

Sigurður Laufdal verður næsti kantídat Íslands í forkeppni Bocuse d´Or eftir að hafa sigrað í forkeppninni sem fram fór nú á dögunum hér á Íslandi.

Sigurður mun keppa fyrir Íslands hönd evrópukeppni Bocuse d´Or sem fer fram í Eistlandi 2020.

Þetta er í annað sinn sem að Sigurður keppir í í þessari stærstu matreiðslukeppni heims.  Sigurður  náði besta árangri Íslands í forkeppi Bocuse d´Or árið 2012 þegar hann landaði 4. sæti og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Sigurður hefur stefnt að því að keppa aftur síðan hann keppti síðast og mun koma mjög sterkur inn í þessa keppni.

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Laufdal og Sindri Guðbrandur

Í forkeppninni kepptu þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu  og Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru á ION Adventure hótel.

Verkefnið var fiskréttur með þorsk sem 40%.

Keppendur fengu svo grænmetis körfu til að vinna úr.

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Dómarar og keppendur

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Dómarar að störfum.
F.v. Friðgeir Ingi Eríksson, Jakob H. Magnússon, Sturla Birgisson, Viktor Örn Andrésson og Sigurdur Helgason

Dómnefnd:

 • Yfirdómari Sturla Birgisson
 • Viktor Örn Andrésson
 • Friðgeir Ingi Eríksson
 • Jakob H. Magnússon
 • Sigurdur Helgason

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Sigurður Laufdal: „Við hlökkum til Bocuse d´Or 2020“ – Vídeó

Birting:

þann

Bocuse d’Or 2020 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Forkeppni Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og 11 efstu keppendurnir komast í Bocuse d´Or 2021 sem haldin verður í Lyon í Frakklandi.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands í forkeppninni.

Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Þau lönd sem keppa eru:

Land Kandítat
Spain Albert Boronat
Netherlands Marco van der Wijngaard
Turkey Serhat Eliçora
Iceland Sigurður Laufdal
Estonia Artur Kazaritski
Denmark Ronni Vexøe Mortensen
Sweden Sebastian Gibrand
Georgia Erik Sarkisian
Poland Jakub Kasprzak
Belgium Lode  De Roover
Latvia Dinārs Zvidriņš
Croatia Jurica Obrol
Hungary István Veres
Finland Mikko Kaukonen
France Davy Tissot
Switzerland Alessandro Mordasini
Italy Alessandro Bergamo
Russia Viktor Beley
Norway Christian Andre Pettersen

Vídeó

Nýtt myndband af Íslenska liðinu hefur verið birt á facebook síðu Bocuse d’Or sem sjá má hér að neðan:

/ Team portrait N°12 🇮🇸 / Will the forces of nature carry Chef Sigurður Laufdal and his Commis Gabríel Bjarnason to victory 🏆 for Iceland?

Posted by Bocuse d'Or on Thursday, July 30, 2020

Sjá fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Bocuse d´Or

40 milljónir til íslenskrar keppnismatreiðslu

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían

(f.h.) Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Kokkalandsliðsins, Andreas Jacobsen, gjaldkeri Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um veglegt framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og er samningsfjárhæð samtals 40 milljónir króna á tveggja ára tímabili.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Íslenskir matreiðslumeistarar hafa verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun. “

Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Atvinnuvegu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían

(f.v.) Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Kokkalandsliðsins og Andreas Jacobsen, gjaldkeri Klúbbs matreiðslumanna

Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefni.

Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Myndir: Aðendar / Golli

Lesa meira

Bocuse d´Or

Enn ein frestunin á Bocuse d’Or

Birting:

þann

Bocuse d´Or - Sirha Spirit

Bocuse d’Or hefur sent frá sér tilkynningu um frestun á evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar vegna Covid-19 ástandsins. Í fyrra var tilkynnt að keppnin yrði haldin í Tallinn Eistlandi nú í júní 2020 sem síðar var frestað til 3. – 4. september næstkomandi.

Nú rétt í þessu var ný dagsetning tilkynnt sem er 15. og 16. október 2020 og verður eins og áður segir haldin í Tallinn í Eistlandi.  Aðalkeppnin verður haldin 26. og 27. janúar 2021 í Lyon í Frakklandi líkt og hefur verið frá upphafi keppninnar.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands í forkeppninni.

Sjá einnig:

Bocuse d´Or: hver verður þjálfari og aðstoðarmenn Sigurðar?

Lesa meira
 • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
  Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
 • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
  Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag