Vertu memm

Bocuse d´Or

Sigurður Laufdal sigraði í forkeppni Íslands fyrir Bocuse d´Or 2020

Birting:

þann

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Laufdal

Sigurður Laufdal verður næsti kantídat Íslands í forkeppni Bocuse d´Or eftir að hafa sigrað í forkeppninni sem fram fór nú á dögunum hér á Íslandi.

Sigurður mun keppa fyrir Íslands hönd evrópukeppni Bocuse d´Or sem fer fram í Eistlandi 2020.

Þetta er í annað sinn sem að Sigurður keppir í í þessari stærstu matreiðslukeppni heims.  Sigurður  náði besta árangri Íslands í forkeppi Bocuse d´Or árið 2012 þegar hann landaði 4. sæti og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Sigurður hefur stefnt að því að keppa aftur síðan hann keppti síðast og mun koma mjög sterkur inn í þessa keppni.

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Laufdal og Sindri Guðbrandur

Í forkeppninni kepptu þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu  og Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru á ION Adventure hótel.

Verkefnið var fiskréttur með þorsk sem 40%.

Keppendur fengu svo grænmetis körfu til að vinna úr.

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Dómarar og keppendur

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Dómarar að störfum.
F.v. Friðgeir Ingi Eríksson, Jakob H. Magnússon, Sturla Birgisson, Viktor Örn Andrésson og Sigurdur Helgason

Dómnefnd:

 • Yfirdómari Sturla Birgisson
 • Viktor Örn Andrésson
 • Friðgeir Ingi Eríksson
 • Jakob H. Magnússon
 • Sigurdur Helgason

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: hver verður þjálfari og aðstoðarmenn Sigurðar?

Birting:

þann

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Laufdal

Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar verður haldin í Tallinn Eistlandi júní 2020, en Bocuse d´Or er oft líkt við heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu.

Sjá fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Sigurður Laufdal yfirmatreiðslumaður á Grillinu, Hótel Sögu

Eins og fram hefur komið, þá keppir Sigurður fyrir hönd Íslands í evrópuforkeppni í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Tallinn júní 2020. Þar munu fulltrúar 20 evrópuþjóða keppa um 12 sæti í aðalkeppninni í Lyon í Frakklandi í janúar 2021. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.

Sigurður sigraði í keppninni Kokkur Ársins 2011, fjórða sætið í Bocuse d´Or Europe 2012 og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn og landaði svo 8. sætinu í lokakeppninni í Lyon 2013. Sigurður hefur starfsað á mörgum af flottustu veitingastöðum norðurlanda, t.a.m. Geranium sem skartar 3 Michelin stjörnum.

Þjálfari og aðstoðarmenn

Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Fylgist með á facebook: Bocuse d´Or akademía Íslands.

Mynd: Karl Petersen

Lesa meira

Bocuse d´Or

Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands?

Birting:

þann

Bocuse d´Or Akademían á Íslandi - Logo

Leitin er hafin að næsta keppanda í Bocuse d´Or matreiðslukeppnina.

Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2019.  Áhugasamir sendið mail á [email protected]

Bocuse d´Or Evrópa fer fram í Talinn í júní 2020.

Þar munu tuttugu keppendur frá jafnmörgum Evrópulöndum keppa um að komast til Lyon í janúar 2021.

Hæfniskröfur:

 • Hafa keppt í matreiðslukeppnum áður.
 • Brennandi áhugi og metnaður á matreiðslu.

Það sem umsækjandinn þarf að gera:

 • Finna sér aðstoðarmenn (sá sem er í búrinu má ekki vera 22 á árinu 2021)
 • Hanna og þróa æfingaplan (keppandi æfir í Fastus og allt hráefni er kostað af Bocuse d´Or Akademíunni).
 • Velja sér þjálfara.

Í verðlaun fyrir þann sem vinnur forkeppni Bocuse d´Or á Íslandi.

 • 350 þúsund króna styrkur fyrir hönnunn og smíði á keppnis fati.
 • 150.000 kr úttektarheimild í Fastus.
 • Æfingagallar frá Kentaur
 • Hönnun og form frá merkingu að upphæðinni 500.000 kr.
 • Fær fullann stuðning og aðgang að Bocuse d´Or Akademíu Íslands, auk þess að gerast meðlimur í Bocuse d´Or Akademíu Íslands.

Lesa meira

Bocuse d´Or

Leyndarmálið afhjúpað – Bocuse d´Or 2019

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2019 - Bæklingur - Barni Siguróli

Bæklingurinn

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum, sem fylgjast með kokkakeppnum að góð umfjöllun var um Bocuse d´Or keppnina hér á veitingageirinn.is.

Sjá Bocuse d´Or fréttir hér.

Mikil leynd er yfir bæklingunum hjá Bocuse d´Or keppendum, en á síðustu metrunum er þeim dreift á keppnisstað til dómara og aðra sem koma að keppninni.

Veitingageirinn.is hefur fengið í hendurnar bæklinginn sem Bjarni Siguróli lét hanna fyrir keppnina.

Skoðið bæklinginn með því að  smella hér.

Ísland í 11. sæti í Bocuse d’Or 2019

Úrslit urðu að Danmörk sigraði, í öðru sæti var Svíþjóð og í það þriðja var Noregur.

Ísland lenti í 11. sæti og var það Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Ísak Darri Þorsteinsson.

Keppnin var haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar s.l.

Þjálfari var Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Lesa meira
 • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
  Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
 • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
  Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag