Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sigurður Helgason hélt fyrirlestur og sýndi listir sínar í Rússlandi

Birting:

þann

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Þráinn Freyr Vigfússon og Sigurður Helgason matreiðslumenn ásamt kynnir á matarhátíðinni

Nú á dögunum hélt Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður á Grillinu og Bocuse d´Or kandídat, fyrirlestur á matarhátíðinni Foodiez of Moscow sem haldin var eins og nafnið gefur til kynna í Moskvu í Rússlandi.

Hér er um að ræða ekta götumatarmarkað með fjölmörgum fyrirlestrum, sýnikennslum og margt fleira.

Mjög skemmtilega hátíð þar sem Rússarnir hafa skapað og gert vel,

sagði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is, en hann var sérlegur aðstoðarmaður Sigurðar í ferðinni, en þeir félagar voru á vegum Íslensku Bocuse d´Or akademíunnar.

Í fyrirlestrinum sagði Sigurður frá Grillinu, Íslensku náttúrunni og menningunni, sinn innblástur og sköpun í matreiðslu og Bocuse d´Or þátttöku hans, ásamt því að sýna þrjá rétti sem allir voru með innblástur úr íslenskri náttúru, en þeir voru:

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Tvíreykt hangikjöt, laufabrauð, skyr, piparrót

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Lava Króketta, reyktir sveppir ( svarta kúlan sem Sigurður var með í Bocuse d´Or keppninni 28. janúar s.l.)

Fyrirlestur í Rússlandi - Sigurður Helgason

Kerfil sponge, lakkríshraun, skyr og fjallagrasa ís

Á meðan á fyrirlestrinum stóð yfir, þá var Íslenska Bocuse d´Or kynningarmyndbandið sýnt á stóru breiðtjaldi ásamt myndum frá Ragnari TH.

Meðfylgjandi vídeó er af rússneskum matreiðslumanni frá st. Petursborg sem sýndi sína rétti undir dúndrandi músík yfir sér:

 

Myndir: af facebook síðu Foodiez og Moscow.

Vídeó: Þráinn Freyr

Myndir: af facebook síðu Foodiez og Moscow.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið