Vertu memm

Uppskriftir

Saltkjöt og baunir

Birting:

þann

Saltkjöt og baunir

Innihald:
6 dl gular hálfbaunir
1 L kalt vatn til að leggja baunirnar í bleyti í
1 kg saltkjöt
1 stk meðalstór laukur
1 stk lárviðarlauf

Aðferð:
Gott er að afvatna saltkjötið í nokkrar klukkustundir.

Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn og látið standa í ca. 12 klst.  Hellið þá á sigti og látið renna af þeim.

Hitið l og 1/2 L af vatni, setjið baunirnar í, látið sjóða.

Við suðu kemur mikil froða ofan á, fleytið hana af.

Setjið saltkjötið út í, afhýðið lauk og grófsaxið og setjið í ásamt lárviðarlauf í.

Sjóðið við hægan hita í um 1 klst klst. Fleytið froðuna sem myndast ofan af.

Gott er að hafa rófur, gulrætur og kartöflur sem meðlæti.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Ungversk Gúllassúpa

Birting:

þann

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Fyrir 6 persónur

500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr bökunarkartöflur
200 gr gulrætur
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmen
2 tsk ungversk paprikuduft
800 gr niðursoðnir tómatar
Olía til steikingar
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu.

Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þar til kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram.

Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr einkasafni / Auðunn Sólberg

Lesa meira

Uppskriftir

Kampavínssoðinn kræklingur ásamt blaðlauk, framreiddur í eigin safa

Birting:

þann

Kræklingur

Ađalréttur fyrir 4.

Innihald:
2 kg ferskur kræklingur
5oo ml kampavín
2 msk hvítlaukur
20 gr steinselja söxuð
200 gr blaðlaukur (julienne skurður)
100 ml fiskisoð
salt og pipar

Aðferð:

Brugghús-, og veitingastaðurinn Fæby í Noregi

Hákon Bragi Valgeirsson

Laukarnir eru léttsteiktir á pönnu.

Kræklingarnir eru settir í pönnuna, víninu er bætt í ásamt soðinu og soðið niður með loki.

Passið að sjóða kræklinginn þar til að allir hafa opnað sig, annars er þeim hent sem opnast ekki.

Berið kræklinginn fram í djúpum disk í eins konar fjall og soðinu hellt yfir hann, steinseljunni er svo stráð yfir.

Höfundur er Hákon Bragi Valgeirsson matreiðslumeistari.

Lesa meira

Uppskriftir

Hvít súkkulaðimús

Birting:

þann

Hvítt súkkulaði

Innihald:
300 ml Rjómi
300 gr Hvítt súkkulaði
2 stk Eggjarauður
2 msk Grand mariner
1.5 stk Matarlímsblöð
20 gr smjör

Aðferð:
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn.

Léttþeytið rjómann.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt smjörinu og bætið eggjarauðunum í.

Sjóðið uppá Grand-inu og takið af hellunni og bætið matarlíminu í og hræriđ þar til þađ er uppleyst.

Bætiđ léttþeytta rjómanum saman við súkkulaðið og síðast Grand-inu međ uppleystu matarlíminu í.

Setjið blönduna í glas eða bolla og látið standa á kæli í ađ minnsta kosti 5 klukkutíma áður en þetta er borið á borð.

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
    Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
  • Jónas Heiðarr 05.10.2020
    Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag