Vertu memm

Uppskriftir

Saltfisks-carpaccio með rauðri sósu

Birting:

þann

Saltfiskur

Forréttur fyrir 4

320 gr vel útvatnaður saltfiskur
1 sítróna
skvetta af góðri ólífuolíu

Rauð sósa

2 rauðar paprikur brenndar, afhýdd-ar og fínt saxaðar
2 tómatar afhýddir, kjarninn skorinn burt og fínt saxað
1 rauður chili, kjarninn skorinn burt,fínt saxaður
salt og pipar
skvetta af góðri ólífuolíu
½ búnt steinselja fínt söxuð

Blandið öllu saman í skál og kryddið til eftir smekk

Saltfiskurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og skipt niður á fjóra diska, plastfilma sett yfir og þrýstið vel niður á fiskinn með höndum og jafnið vel út.

Takið filmuna af og kreistið vel af sítrónu yfir fiskinn og skvettið olíunni yfir, síðan er fiskurinn hulinn þunnu lagi af rauðu sósunni og borinn fram með fersku salati og sítrónu.

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið