Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sætt og Salt kaupir nýjar súkkulaðivélar – “Loksins getum við farið að vaxa og dafna eftir langa bið”

Birting:

þann

Sætt og Salt súkkulaði

Nýjar súkkulaðivélar komnar í hús

Fjölskyldu fyrirtækið Sætt og Salt sem er í eigu þeirra hjóna Elsu G Borgarsdóttur og Ásgeirs Hólm, er staðsett í Eyrardal í Súðavík.

“Fyrir rúmu ári vorum við komin á sársaukamörkin varðandi framleiðslugetu vegna mikillar aðsóknar í vörur Sætt og Salt.  Á fyrstu dögum á nýju ári þá var skrefið stigið og pantaðar vélar til að við gætum tekið næsta skref, biðtími eftir þeim átti að vera 4-6 vikur en urðu að lokum 20 vikur.

En…loksins eru þær komnar í hús og ekkert því til fyrirstöðu að huga að frekari sölu og markaðsetningu.  Við erum opin fyrir öllum góðum viðskiptatækifærum en mikilvægt era ð fjölga sölustöðum, ekki þá síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem vörur okkar fast í Melabúðinni fyrir utan verslanir Rammagerðinnar.”

Sagði Elsa G Borgarsdóttir, betur þekkt sem Elsa Gugga, í samtali við veitingageirinn.is, aðspurð um nýju tækin sem keypt voru nú á dögunum.

„Loksins…loksins…eru vélarnar komnar í hús eftir 20 vikna bið sem átti að vera 4-6. Það skýrir kannski eitt og annað að verksmiðjan er à Ítalíu þar sem allt var meira og minna lamað af völdum covid-19 svo vikum skipti!!
En…jibbí…núna getum við loksins farið að vaxa og dafna eftir langa bið! Það eru spennandi tímar framundan.“

Segir í tilkynningu frá Sætt og Salt á facebook.

Elsa hefur áratuga reynslu varðandi vinnu og rekstur í bakaríi þar sem hennar sérstaða var það sem tengdist pastry og konditori.

Síðustu ár þá hafa vörur Sætt og Salt verið til sölu í Bláa Lóninu og í verslunum Rammagerðinnar og þar með talið í Leifstöð.  Eru þá ótaldir sölustaðir sem eru víða um land. Sætt og Salt hefur ávallt lagt mikla áherslu á persónuleg tengsl við hvern og einn og er vörunni fylgt eftir.

Í dag framleiðir Sætt og Salt 3 tegundir af dökku súkkulaði, 1 tegund af hvítu súkkulaði og 1 tegund af rjómasúkkulaði að viðbættum fræjum, berjum og saltflögum.  Á hátíðardögum er sérframleiðsla á hvítu súkkulaði í tengslum við jól, páska og haustið þar sem notuð eru til að mynda fersk aðalbláber í framleiðsluna.

Sætt og Salt súkkulaði

Elsa G Borgarsdóttir

Sprengja utan af sér húsnæðið

“Í dag stend ég frammi fyrir því að vera búin að sprengja utan af mér húsnæðið og er næsta skref að finna stærra.  Draumurinn er að geta sameinað framleiðsluna og gæða kaffíhús þar sem boðið verður uppá konfekt, súkkulaði og aðrar vörur úr héraði.

Við höldum tryggð við þá ímyndarsköpun sem var gerð í upphafi að framleiðsla er og mun verða handunnin.  Við erum svo heppin að vera í náinni tengingu við náttúruna, fólkið og sögu Súðavíkur.”

Sagði Elsa að lokum.

Sætt og Salt súkkulaði

Sætt og Salt súkkulaði

Myndband

Myndir: facebook / Sætt og salt súkkulaði

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn

Birting:

þann

Kryddmarkaður

Kryddmarkaður

Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.

Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.

Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.

Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.

Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.

Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.

Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.

Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.

Za’atar uppskrift – Kryddblanda

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“

Birting:

þann

Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður

Báðar fjölskyldurnar hafa keypt sér hús á Siglufirði og ætla að búa þar áfram.
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir

Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.

Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.

Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?

“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.

Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:

“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.

Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.

Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.

Mynd: trolli.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Afturblik til fyrra tíma – Árið er 1837 „Öldin okkar“

Afturblik til fyrra tíma – Árið er 1837 „Öldin okkar“

Birting:

þann

Árið er 1837 "Öldin okkar"

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag