Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sæmundur í sparifötunum bruggar bjór með To Øl í Danmörku

Birting:

þann

KEX Pilsner

Sæmundur í sparifötunum er veitingarstaður KEX Hostel og hefur verið rekin frá því að Hostelið opnaði fyrir tæpum fimm árum síðan.  Veitingarstaðurinn hefur í samvinnu við danska brugghúsið To Øl bruggað bjór sem nú er fáanlegur á Íslandi.  Bjórinn er bruggaður eftir aldagamalli þýskri hefð en með nútímalegri nálgun og heitir hann KEX Pilsner.

Ólafur Ágústsson er framkvæmdarstjóri Sæmundar í sparifötunum og er hann afar spenntur fyrir nýja bjórnum sem var í þann mund að lenda á landinu.  Þetta hefur hann að segja um bjórinn:

„Fyrir okkur er aðkoman að gerð bjórsins mjög einföld, en engu að síður mjög skemmtileg. Frá því að við hófum samstarfið við To Øl og Mikkeller höfum við margoft rætt þetta og úr varð að To Øl drengirnir gerðu, í samstarfi við mig, bjór fyrir DILL Restaurant sem innhélt birkisíróp úr mínum heimahögum; Hallormsstaðaskógi. Það er saison bjór sem enn er nóg til af og þroskast stórkostlega. Hann er gefinn í drykkjarpörun á DILL-inu í dag við góðan orðstír.“

Ólafur Ágústsson

Ólafur Ágústsson

Fyrir rúmu ári opnuðu KEX Hostel Mikkeller & Friends Reykjavík ásamt Mikkeller og To Øl og segir þetta um innihaldið:

„Í framhaldi að þessu stakk ég að þeim, mjög seint að kvöldi á Mikkeller & Friends Reykjavík, að mig langaði til að gera bjór fyrir KEX sem hefði lága áfengisprósentu og væri með hátt „drinkability level“. Sumsé vandaðan bjór sem allir geta drukkið helling af, með nettri tengingu við KEX. Úr varð KEX Pilsner, léttur 5% bjór, með þægilegum humlaprófíl og skemmtilega nálgun á KEX. Tobias kemur til með að leiða ykkur í allan sannleikann um innihaldið .“

segir Ólafur og brosir.

KEX Pilsner

KEX Pilsner, léttur 5% bjór, með þægilegum humlaprófíl

Tobias Emil Jensen er annar eigenda To Øl.  Aðspurður segir Tobias um samstarf þeirra við eigendur KEX Hostel:

„Við höfum nokkrum sinnum komið til Íslands og það er alltaf jafn ánægjulegt að koma aftur í hvert skipti.  Okkar samstarf við eigendur KEX Hostel hefur ávallt verið gott.  Við settumst niður á bjórhátíð KEX Hostel í fyrra köstuðum okkar á milli hugmyndum að nýjum uppskriftum og duttum niður á uppskrift sem báðum aðilum fannst vera áhugaverð og spennandi.“

KEX Pilsner er eins og nafnið gefur til kynna Pilsner-bjór og hefur Tobias þetta að segja um bjórstílinn sem varð fyrir valinu:

„Það er flókið eða finna þenna stíl upp á nýtt.  Við ákváðum að hafa okkar nálgun nútímalega og blönduðum saman þýskum Tettnanger-humlum við bandaríska Mosaic- og Amarillo-humla sem gefur bjórnum blómlegt og flókið yfirbragð með suðrænum ávöxta- og furukeim.  Bjórinn inniheldur nokkuð magn af sítrus-ávöxt og berjum og er bruggaður með melanoidin-malti sem gefur honum léttristaðan karakter og aukna dýpt.“

Mikil gróska er í bjórgerð víða um heim og ekki síst hér á landi og hefur Tobias þetta að segja um bjórsenuna í dag:

„Fólk er í auknum mæli að uppgötva að bjór er ekki bara bjór og bragðast á svo marga mismunandi vegu.  Það fólk sem segir að því finnist bjór ekki góður hefur í mörgum tilfellum bara smakkað lager-bjór.  Um leið og þú gefur þessu fólki smakk af stílum á borð við súran Berliner Weisse eða bragðmikinn stout þá áttar fólk sig á að bjór er miklu meira en bara bjór.  Fólk er líka farið að leyfa sér meira að prófa nýja strauma í mat, drykk og kaffi og þar á bjórmenning nútímans einnig heima.“

segir Tobias að lokum.

 

Myndir: kexhostel.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið