Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sælkerabúðin – Það styttist í herlegheitin – Sjáðu myndirnar

Birting:

þann

Sælkerabúðin - Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson

Sælkerabúðin við Bitruháls þar sem gamla Ostabúðin var áður til húsa, mun opna í tveimur áföngum:

„Við ætlum að stefna á opnun á næstu dögum og búðina svo í byrjun maí, svo verður opnunarpartý eftir covid-19“

sagði Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um opnunina.

Sjá einnig:

Lux veitingar opna Sælkerabúð

Viktor Örn Andrésson og og Hinrik Örn Lárusson eru mennirnir á bak við Sælkerabúðina, en þeir reka einnig veisluþjónustuna Lux Veitingar og þeim til aðstoðar eru tveir meðlimir í Kokkalandsliðinu, en það eru þeir Ísak Aron Jóhannsson og Ísak Darri Þorsteinsson.

Sælkerabúðin mun hún sérhæfa sig í hágæða kjöti og meðlæti og einnig verður í boði heildarlausnir í tilbúnum matarpökkum, charcuterie og ostum ásamt úrval af sérvörum.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu 2000 kr. inneign

Þeir snilldar matgæðingar sem skrá sig á póstlistann hjá Sælkerabúðinni fyrir opnun vefverslunarinnar fá 2.000 króna inneign af fyrstu kaupum.

Þú getur nýtt inneignina þegar þú pantar gómsætar vörur í vefverslun Sælkerabúðarinnar. Athugið að til að fá inneignina er nauðsynlegt að smella á staðfestingarpóstinn sem kemur. Lágmarkspöntun til að nýta inneign er 10.000 kr.

Skráið ykkur hér.

Hvað ætlar þú að hafa í kvöldmatinn eða í matarboðið?

Sælkerabúðin verður með úrval af forréttum sem þú getur valið úr til að taka með heim. Boðið verður upp á steikarpakka sem koma tilbúnir heim að dyrum. Veglegt kæliborð þar sem hágæða kjöt verður á boðstólnum, meðlæti og margt fleira.

Myndir frá framkvæmdunum

„Við erum á lokametrunum með framkvæmdir og ættu að klárast á næstu 3 vikum.“

Sagði Viktor að lokum og sendir hér nokkrar myndir frá framkvæmdunum.

Sælkerabúðin

Sælkerabúðin

Sælkerabúðin

Myndir: aðsendar / facebook: Sælkerabúðin

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið