Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sælkerabúðin fagnar 1 árs afmæli

Birting:

þann

Eigendurnir Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistarar

Eigendurnir Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistarar

Sælkerabúðin við Bitruháls er orðin ársgömul og því ber að fagna. Viðtökurnar hafa verið frábærar og eru eigendurnir Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistarar fullir þakklætis yfir viðtökunum seinasta árið.

Sjá einnig:

Sælkerabúðin opnar dyrnar formlega – Sjáðu myndirnar

Í dag laugardaginn 15. maí verður lifandi tónlist og veitingar í búðinni á Bitruhálsi.

Einnig hafa þeir félagar sett saman sérstakan pakka í tilefni afmælisins, 3. rétta steikarmatseðil þar sem frí vínflaska fylgir með öllum pöntunum. Einnig eru afmælistilboð í gangi af völdum vörum út vikuna.

Fleiri fréttir af Sælkerabúðinni hér.

Mynd: facebook / Sælkerabúðin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Markaðurinn

Vinsæll veitingastaður á Húsavík til sölu

Birting:

þann

Naustið á Húsavík

Naustið á Húsavík

Til sölu er veitingastaðurinn Naustið á Húsavík. Staðurinn hefur verið rekinn við góðan orðstír sl. 11 ár og er með framúrskarandi einkunnir á öllum miðlum.

Naustið hefur verið einn vinsælasti veitingastaðurinn á norðurlandi meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna frá upphafi. Staðsetningin er miðsvæðis við aðal hótel- og gistiþjónusvæði bæjarins og er með rekstarleyfi fyrir 60 manns. Mikil tækifæri í fallegum bæ sem er í örum vexti og með þekktustu áningastöðum landsins.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson, löggiltur fasteingasali, [email protected]

Naustið á Húsavík

Naustið á Húsavík

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Athafnamaðurinn Róbert á Siglufirði vill selja allar ferðaþjónustueignir sínar

Birting:

þann

Róbert Guðfinnsson

Róbert Guðfinnsson.
Mynd: úr einkasafni

Róbert Guðfinnsson, fjárfestir og athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að bjóða til sölu allar ferðaþjónustueignir sínar í bænum.

„Ég hef verið með tvær einingar í uppbyggingarfasa á Siglufirði, annars vegar í ferðaþjónustu og hins vegar í líftæknifyrirtækinu Genís. Það er nokkuð ljóst að Genís mun kalla á mjög mikla athygli á næstu misserum, enda liggja þar feikileg tækifæri. Ég verð því að velja á milli þess að sinna Genís vel eða ferðaþjónustunni,“

segir Róbert í samtali við ViðskiptaMoggann.

Eignirnar sem um ræðir eru Sigló hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veitingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli.

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Veitingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Gistihúsið Hvanneyri

Gistihúsið Hvanneyri
Mynd: skjáskot af google korti

Sigló hótel

Sigló hótel
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingahúsið Salka í vetrardvala

Birting:

þann

Veitingahúsið Salka

Vinsæli veitingastaðurinn Salka á Húsavík fer í vetrardvala 30. september næstkomandi og mun staðurinn opna að nýju í mars 2022.  Er þetta í fyrsta sinn sem að Salka lokar yfir veturinn, en staðurinn opnaði fyrst árið 2000.

Salka er staðsett í hjarta bæjarins í gömlu kaupfélagshúsunum. Fjölbreyttur matseðill er í boði, steikur, sjávarréttir, súpur, hamborgarar og pizzur, kokteilar og húsvískur bjór.

Mynd: facebook / Veitingahúsið Salka

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið