Vertu memm

Uppskriftir

Sacherterta – Uppskrift

Birting:

þann

Sacherterta - Uppskrift

Sachertorte var fyrst gerð  árið 1832 og er ein frægasta súkkulaðikaka í heiminum.

Eitt frægasta kaffihús Vínarborgar, Cafe Sacher á Hotel Sacher, á heiðurinn og framreiðir enn í dag þessa frægu köku.

Hinn 16 ára gamli lærlingur Franz Sacher, árið 1832, vissi ekkert um það hvaða áhrif kaka hans myndi hafa á súkkulaðiunnendur um allan heim. Uppskriftin að upprunalegu Sacher-Torte er vel geymt leyndarmál og aðeins notuð fyrir gesti á Hótel Sacher í Vín.

En hér er leyniuppskriftin afhjúpuð almenningi, eða því sem næst upprunalegu kökunni.

Hráefni fyrir Sachertorte

 • 7 eggjarauður
 • 150 g af mjúkt  smjör
 • 125 g flórsykur
 • 200 g af dökku súkkulaði
 • 8 g af vanillusykri
 • 7 eggjahvítur
 • 125 g af sykur
 • klípa af salti
 • 150 g hveiti
 • smjör og hveiti til að pensla formið
 • 150–200 g apríkósusulta, til að dreifa yfir
 • romm, ef þess er óskað
 • þeyttur rjómi til að skreyta

Fyrir gljáa

 • 200 g dökkt súkkulaði
 • 250 g sykur
 • 150–170 ml af vatni

Aðferð

Bræðið súkkulaðið hægt (helst í vatnsbaði). Blandið smjöri saman við flórsykur og vanillusykur þar til það hefur verið kremað. Hrærið eggjarauðunum smám saman út í.  Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið kökuform með smjöri og stráið hveiti yfir.  Þeytið eggjahvíturnar með klípu af salti, bætið sykrinum saman við og sláið í stíft. Hrærið brædda súkkulaðinu út í deigið ásamt eggjarauðunum og bætið þeyttu eggjahvítunum varlega saman við með sleif, til skiptis með hveitinu. Setjið deigið í formið og bakið í um það bil klukkustund.

Látið kökuna nú kólna (til að fá flatt yfirborð, snúið kökunni á hvolf strax eftir bökun og snúið henni svo aftur við eftir 25 mínútur).

Ef apríkósusultan er of þykk, hitið hana stuttlega og hrærið þar til hún er slétt, áður en hún er bragðbætt með rommi eftir smekk. Skerið kökuna í tvennt þvert.

Dreifið sultunni á grunninn og setjið hinn helminginn ofan á og hyljið efra yfirborðið og umhverfis brúnirnar með apríkósusultu.

Fyrir gljáann

Brjótið súkkulaðið í litla bita. Hitið vatnið með sykri í nokkrar mínútur.  Hellið í skál og látið kólna þar til það verður rúmlega stofuheitt (ef gljáinn er of heitur verður hann mattur útlits, en ef hann er of kaldur verður hann of þykkur). Bætið súkkulaðinu við og leysið upp í sykurlausninni.

Hellið gljáanum hratt, án þess að stoppa, yfir kökuna og dreifið henni strax út og sléttið yfir yfirborðið með spaða eða pönnukökuhníf.  Látið kökuna stífna við stofuhita.

Berið fram með ríflegum skammti af þeyttum rjóma. Ekki er ráðlegt að geyma Sachertertu í ísskápnum því þar vill hún „svitna“.

Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Ofnsteiktur kjúklingur, fylltur rótargrænmeti. Gljáður með lime, hunangi og sesamfræjum

Birting:

þann

Eyþór Rúnarsson

Eyþór Rúnarsson

Hráefni:
1 stk stór kjúklingur
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerystönglar
5 stk hvítlauksgeirar
2 stk fennika
1 stk laukur
½ búnt tímijan
3 msk smjör
2 msk sherry edik
4 msk hunang
5 msk limesafi
3 msk svart sesam
2 msk koríanderfræ, mulin
3 msk smjör

Aðferð
Afhýðið gulræturnar og selleryrótina og skerið í litla teninga ásamt sellerystönglunum, hvítlauknum, fennikinu og lauknum. Svitið allt grænmetið í smjöri ásamt tímían.

Bætið edikinu á pönnuna og kryddið til með salt og pipar. Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.

Velgið á hunanginu og hrærið saman við, stofuheitt smjörið, blandið saman við limesafann, sesamfræin og korianderfræin. Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salt og hvítum pipar.

Setjið á ofngrind með bakka undir og eldið við 120°c þar til kjarnhiti nær 70°c í ca 2 tíma.

Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn meðan eldun stendur.

Berið fram með fersku salati.

Höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður

Lesa meira

Uppskriftir

Ofnbakađur saltfiskur m/steiktum eggaldinsneiðum og tómathvítlaukssósu

Birting:

þann

Saltfiskur

Takiđ saltfiskinn og roðhreinsið, skerið hann í ca: 160 – 180 gr. bita

Ađalréttur fyrir 8 manns

Hráefni:
1-1/2 kg saltfiskur, rođlaus og beinlaus

Tómathvítlaukssósa:

1 stk laukur
7 stk hvítlauksrif
600 gr niđursođnir tómatar
1 stk poki fersku basil

Steiktar eggaldinsneiđar:

2 stk eggaldin
x gróft salt
x timjan
x hvítlaukur
x ólífuolía
x hvítur pipar

Ađferđ:

Takiđ saltfiskinn og rođhreinsiđ, skeriđ hann í ca: 160 – 180 gr. bita, leggiđ hann á ofnplötu og eldiđ í ofni viđ 150 gráđur í 10-13 mínútur, eđa eftir smekk.

Tómathvítlaukssósa:

Laukurinn og hvítlaukurinn fínt saxađur og léttsteiktur í potti, tómötunum bćtt útí og látiđ malla (hægelda) í ca: 10 – 15 mín.

Basil fínt saxađur og bætt útí, allt saman sett í matarvinnsluvél.

Steiktar eggaldinsneiđar:

Skeriđ eggaldin í 1-1,5 cm þykkar sneiđar og leggiđ á bakka, stráiđ grófu salti yfir og látiđ standa í ca: 15 mínútur međan saltiđ dregur í sig vökvann, þurrkiđ saltiđ af og steikiđ á pönnu á báđum hliđum.

Leggiđ í eldfastmót, helliđ ólífuolíu yfir ásamt timiani, gróft söxuđum hvítlauk og hvítum pipar.

Bakiđ í ofni viđ 90 gráđur í 15 mín.

Höfundur: Daniel Ingi Jóhannsson matreiđslumaður

Lesa meira

Uppskriftir

Súkkulaðismákökur

Birting:

þann

Smákökur

250 gr lint smjör
140 gr sykur
140 gr púđursykur
1/2 tsk salt
350 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 egg
200 gr smátt brytjađ suđusúkkulađi
120 gr hakkađar valhnetur

Ađferð

Setjiđ bökunarpappír á tvćr bökunarplötur

Hræriđ sykri og salti saman viđ lint smjöriđ í hrærivél ţangađ til ađ blandan verđur létt og ljós.

Blandiđ lyftiduftinu saman viđ hveitiđ og setjiđ út í. Bætiđ eggjunum og vanilludropunum rólega saman viđ, ţar til ađ verđur kremađ. Blandiđ ađ lokum súkkulađibitunum og valhnetumulningnum saman viđ.

Mótiđ litlar kúlur og setjiđ á bökunarplöturnar. Athugiđ ađ passa upp á ađ hafa gott bil á milli kúlana.

Áætlađ er ađ úr deiginu komi um 50 kúlur.

Bakiđ á 130 -150° C. í ca. 30 til 40 mínútur.

Lesa meira
 • Páska Bjór Smakk 2020 08.04.2020
  Hér fyrir neðan má lesa umfjallanir um þá páska bjóra sem ég (Hjörvar Óli) og Viceman smökkuðum í hinu árlega páska bjórsmakki Viceman. Neðst í fréttinni má svo horfa á smakkið í heild sinni. Páska Púki Dokkan á Ísafirði er eitt af yngri brugghúsum landsins, stofnað 2018. Með því að vera fyrsta vestfirska brugghúsið tókst […]
 • National Beer Day 07.04.2020
  Í dag 7. mars er bjórdagurinn haldinn hátíðlegur í Bandríkjunum. Af því tilefni ákvað Viceman að fá með sér Hjörvar Óla nýjasta liðsmanninn í Páska Bjórsmakk.Í heildina voru 11 páskabjórar smakkaðir allir frá Íslenskum handverks brugghúsum. Hér að neðan má sjá smakkið í heild sinni enn upptökuna má einnig nálgast í hljóðformi í Happy Hour […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag