Vertu memm

Uppskriftir

Sacherterta – Uppskrift

Birting:

þann

Sacherterta - Uppskrift

Sachertorte var fyrst gerð  árið 1832 og er ein frægasta súkkulaðikaka í heiminum.

Eitt frægasta kaffihús Vínarborgar, Cafe Sacher á Hotel Sacher, á heiðurinn og framreiðir enn í dag þessa frægu köku.

Hinn 16 ára gamli lærlingur Franz Sacher, árið 1832, vissi ekkert um það hvaða áhrif kaka hans myndi hafa á súkkulaðiunnendur um allan heim. Uppskriftin að upprunalegu Sacher-Torte er vel geymt leyndarmál og aðeins notuð fyrir gesti á Hótel Sacher í Vín.

En hér er leyniuppskriftin afhjúpuð almenningi, eða því sem næst upprunalegu kökunni.

Hráefni fyrir Sachertorte

 • 7 eggjarauður
 • 150 g af mjúkt  smjör
 • 125 g flórsykur
 • 200 g af dökku súkkulaði
 • 8 g af vanillusykri
 • 7 eggjahvítur
 • 125 g af sykur
 • klípa af salti
 • 150 g hveiti
 • smjör og hveiti til að pensla formið
 • 150–200 g apríkósusulta, til að dreifa yfir
 • romm, ef þess er óskað
 • þeyttur rjómi til að skreyta

Fyrir gljáa

 • 200 g dökkt súkkulaði
 • 250 g sykur
 • 150–170 ml af vatni

Aðferð

Bræðið súkkulaðið hægt (helst í vatnsbaði). Blandið smjöri saman við flórsykur og vanillusykur þar til það hefur verið kremað. Hrærið eggjarauðunum smám saman út í.  Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið kökuform með smjöri og stráið hveiti yfir.  Þeytið eggjahvíturnar með klípu af salti, bætið sykrinum saman við og sláið í stíft. Hrærið brædda súkkulaðinu út í deigið ásamt eggjarauðunum og bætið þeyttu eggjahvítunum varlega saman við með sleif, til skiptis með hveitinu. Setjið deigið í formið og bakið í um það bil klukkustund.

Látið kökuna nú kólna (til að fá flatt yfirborð, snúið kökunni á hvolf strax eftir bökun og snúið henni svo aftur við eftir 25 mínútur).

Ef apríkósusultan er of þykk, hitið hana stuttlega og hrærið þar til hún er slétt, áður en hún er bragðbætt með rommi eftir smekk. Skerið kökuna í tvennt þvert.

Dreifið sultunni á grunninn og setjið hinn helminginn ofan á og hyljið efra yfirborðið og umhverfis brúnirnar með apríkósusultu.

Fyrir gljáann

Brjótið súkkulaðið í litla bita. Hitið vatnið með sykri í nokkrar mínútur.  Hellið í skál og látið kólna þar til það verður rúmlega stofuheitt (ef gljáinn er of heitur verður hann mattur útlits, en ef hann er of kaldur verður hann of þykkur). Bætið súkkulaðinu við og leysið upp í sykurlausninni.

Hellið gljáanum hratt, án þess að stoppa, yfir kökuna og dreifið henni strax út og sléttið yfir yfirborðið með spaða eða pönnukökuhníf.  Látið kökuna stífna við stofuhita.

Berið fram með ríflegum skammti af þeyttum rjóma. Ekki er ráðlegt að geyma Sachertertu í ísskápnum því þar vill hún „svitna“.

Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Bananabrauð

Birting:

þann

Bananabrauð

1 formkökumót

Hráefni
2 bananar (aldraðir)
1 bolli hrásykur (eđa strásykur)
2 bollar hveiti (nota oftast spelt og hveiti til helminga)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi

Aðferð
Hræra bananana vel, bæta svo öllu hinu við. Bakað í rúman hálftíma í 180°c heitum ofni.

Gott er að athuga hvort brauðið sé tilbúið með því ađ stinga prjón í og draga hann hreinan út, þá er Bananabrauðið tilbúið.

Lesa meira

Uppskriftir

Bouillabaisse uppskrift – Frönsk fiskisúpa

Birting:

þann

Frönsk fiskisúpa - Bouillabaisse uppskrift

Hægt er að bæta við ferskum krækling og öðrum skelfisk

Fyrir 10 persónur.

Hráefni

1.25 kg fiskibein (skötuselur, lúða, karfi)
75 gr gulrætur
75 gr laukur
75 gr sellery
75 gr blaðlaukur
30 gr hvítlaukur
25 gr steinselja
100 gr þroskaðir tómata
25 gr tómat mauk
0.25 dl ólifuolía
15 gr salt og pipar
2,5 gr cayennapipar
5 gr safran
12,5 gr fennel
12,5 gr rósmarin
12,5 gr timian
5 L vatn

Aðferð

Svitið fiskibeinin og grænmetið í olíunni, bætið þá kryddinu. þá vatninu og tómat maukinu og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.

Sigtið síðan súpuna og pressið vel úr beinunum. Athugið þar sem krydd er afar mismunandi er oft betra að krydda eftir smekk og nota málin til viðmiðunar.

Þegar súpan er framreidd er soðið í henni stykki að lúðu, skötusel og karfa humar, hörpuskel, löngu og öðrum fisk sem finnst nýr hverju sinni.

Raðið fisknum þannig í pottinn að sá fiskur sem þolir mestu suðuna sé neðstur og síðan koll af kolli, sjóðið með steinselju, tómatbátum og lauk í 15 mín.

Framreitt með brauðsnittu og Aioli.

Uppskrift frá Grillinu á Hótel Sögu

Lesa meira

Uppskriftir

Ljúffengur og fljótlegur kjúklingaréttur – Stroganoff með basmati hrísgrjónum

Birting:

þann

Kjúklinga Stroganoff með basmati hrísgrjónum

Kjúklinga Stroganoff með basmati hrísgrjónum

Hráefnalisti fyrir fimm

700 g úrbeinaðuð kjúklingalæri
2 dósir 36% sýrður rjómi
250 ml kjúklingasoð
250 g sveppir
2 gulur laukur
2 hvítlauksrif
100 g smjör
2 msk jómfrúarolía
1 msk sterkt papríkuduft
1 msk sætt papríkuduft
1 msk Edmond Fallot Dijon hunangssinnep
Worchestershire sósa eftir smekk
1 msk ferskur graslaukur, smátt skorinn
salt og pipar

1 bolli basmati hrígrjón
soðið í 2 bollum af söltuðu vatni

Aðferð:

Byrjið á því að sneiða sveppina, laukinn í þunnar sneiðar og hvítlaukinn smátt niður.

Bræðið helminginn af smjörinu á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mínútur þangað til að hann er mjúkur. Bætið þá papríkuduftinu saman við og ristið á pönnunni í mínútu eða svo.

Bætið næst sveppunum og hvítlauknum saman við og steikið í nokkrar mínútur þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Gætið þess að brenna ekki hvítlaukinn.

Bætið næst sinnepinu saman við og blandið vel saman. Setjið sveppina og laukinn til hliðar.

Skerið kjúklinginn í strimla. Bætið restinni af smjörinu og olíunni á pönnuna og steikið kjúklinginn vandlega. Saltið og piprið.

Bætið því næst sveppunum og lauknum saman við og blandið vel saman. Bætið heitu kjúklingasoði saman við og sjóðið niður í fimm mínútur.

Bætið að lokum sýrða rjómanum saman við og hrærið varlega. Sjóðið rjómann upp og svo niður um þriðjung. Smakkið sósuna og bragðbætið með salti, pipar og Worchestershire sósu eins og bragðlaukarnir kveða á um.

Á meðan verið er að vinna í stroganoffinu – sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.

Svo er bara að kalla fjölskylduna að borðinu og njóta.

Þetta er algert sælgæti.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu – laeknirinnieldhusinu.com.

Lesa meira
 • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
  Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]
 • Frozen Margarita 22.02.2020
  Frozen Margarita45 ml Padré Azul Blanco22,5 ml Triple Sec22,5 ml Lime Safi 15 ml Sykursíróp Tækni: Blandaður Glas: CoupéSkreyting: Lime (salt ef fólk vill) Aðferð: Öll hráefnin sett í blandara ásamt einum bolla af muldum klaka. Lykil atriði að hella drykknum (krapinu) í ískalt coupé glas til að halda hitastiginu frosnu sem lengst

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag