Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Rúnar Ingi landsliðsmaður kenndi matreiðslunemum pylsugerð

Birting:

þann

Pylsugerð - Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði og liðsmaður í landsliði kjötiðnaðarmanna - 2. bekkur í matreiðslu í VMA

Mikilvægt er fyrir matreiðslumenn framtíðarinnar að þekkja fjölbreytt hráefni og kunna skil á því hvernig það verður til. Liður í þessu var heimsókn Rúnars Inga Guðjónssonar, gæðafulltrúa hjá Kjarnafæði og liðsmanns í landsliði kjötiðnaðarmanna, í 2. bekkinn í matreiðslu í VMA á dögunum.

Nemendur í 2. bekk vinna gjarnan að ákveðnu verklegu verkefni tvo daga í röð í námi sínu á þessari önn og að þessu sinni var ákveðið að verja þeim í pylsugerð. Rúnar Ingi var gestakennari og leiddi nemendur í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar, hann kynnti fyrir þeim fjórar mismunandi pylsuuppskriftir sem nemendur síðan bjuggu til undir vökulum augum Rúnars Inga.

Nemendur sáu um að elda annað meðlæti með pylsunum og afraksturinn var síðan borinn á hlaðborð fyrir um tuttugu manna hóp frá Starfsmannafélagi VMA.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð að útkoman var afbragðs góð og sælkerarnir kunnu afar vel að meta.

Pylsugerð - Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði og liðsmaður í landsliði kjötiðnaðarmanna - 2. bekkur í matreiðslu í VMA

Pylsugerð - Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði og liðsmaður í landsliði kjötiðnaðarmanna - 2. bekkur í matreiðslu í VMA

Pylsugerð - Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði og liðsmaður í landsliði kjötiðnaðarmanna - 2. bekkur í matreiðslu í VMA

Theodór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari og kennari í VMA

Theodór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari og kennari í VMA, var ánægður með nemendur sína sem sýndu mikinn áhuga á pylsugerðinni

Rúnari Inga Guðjónssyni er þakkað fyrir að gefa sér tíma til að miðla þekkingu sinni til matreiðslunemanna. Einnig fær Kjarnafæði sérstakar þakkir fyrir að hafa styrkt þessa æfingu nemendanna en fyrirtækið útvegaði hráefnið í pylsugerðina. Almennt hefur Kjarnafæði í gegnum tíðina stutt af rausnarskap við kennslu á matvælabraut VMA og vill skólinn af heilum hug þakka fyrirtækinu stuðninginn.

Myndir: vma.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið