Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rugl flottir veisluréttir hjá kokkasveitinni – „Fagmenn fram í fingurgóma og matseld uppá Michelin stjörnu“
Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Nomy veisluþjónustan getið sér gott orð fyrir frábæra þjónustu og mat. Nomy var opnuð formlega í sumar og er með aðsetur í glæsilegu eldhúsi að Hjallabrekku 2 í Kópavogi.
Þeir sem standa að Nomy erum allir metnaðarfullir matreiðslumeistarar, en þeir eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson.
Sjá einnig: Ein öflugasta kokkasveit landsins opnar veisluþjónustu
Á facebook síðu Nomy má sjá myndir af veisluréttum sem eru girnilegir og glæsilegir að sjá.
Umsagnir viðskiptavina
Almenn ánægja ríkir um þjónustu Nomy eins og sjá má í ummælum viðskiptavina á facebook:
„Ég mæli 100% með Nomy veisluþjónustu. Þeir sáu um matinn í brúðkaupinu okkar og voru fagmennskan uppmáluð! Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af neinu og maturinn var ekkert minna en fullkominn!“
„Besta og faglegasta veisluþjónusta sem ég veit um. Er ennþá að hugsa um anda croquette bollurnar“
„Ég get eiginlega ekki útskýrt nægilega vel með orðum hversu ánægð við vorum með matinn hjá strákunum á Nomy í brúðkaupinu okkar. Fagmennska fram í fingurgóma. Við hjónin vorum með ákveðnar séróskir um matarstemninguna í veislunni og fóru þeir langt fram úr væntingum okkar. Maturinn sem og útfærslan á matnum var svo frábær að um var talað lengi á eftir.“
Myndir: facebook / Nomy veisluþjónusta
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini














