Vertu memm

Markaðurinn

Reynslan og töfrarnir á bakvið jólavörurnar í Hafinu

Birting:

þann

Logi Brynjarsson

Logi Brynjarsson, matreiðslumeistari hjá Hafinu fiskverslun

Viðtal við Loga Brynjarsson matreiðslumeistara sem rekur framleiðslueldhús Hafsins Fiskverslunar.

Logi Brynjarsson á eins árs starfsafmæli hjá Hafinu fiskverslun og rekur framleiðslueldhús fyrirtækisins með pompi og prakt. Logi hefur áður starfað á mörgum þekktum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu en þar ber helst að nefna Höfnina, við Reykjavíkurhöfn. Logi kláraði matreiðslusamning sinn hjá Hótel Holti.

Hvernig kviknaði áhugi þinn af matreiðslu?
Ég ólst upp í kringum þetta allt saman, afi minn starfaði sem bryti á Gullfossi, mamma mín er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku og pabbi er matreiðslumeistari. Saman stofnuðu þau fyrirtækið Veisluna veitingahús og það er ennþá í gangi í dag.

Hversu lengi hefur þú starfað í matreiðslugeiranum?
Ég byrjaði að vinna í eldhúsinu hjá Veislunni, vann þar við að flokka pinna fyrir snitturnar, flokka alla litina. Á sama tíma var ég einnig í uppvaskinu, það lítill að ég þurfti að standa á kjöt- eða fiskikössum til þess að ná upp í vaskinn.

En ég byrjaði að vinna í eldhúsi þegar ég var 12 ára gamall og svo byrjaði ég að læra 15 ára. Þannig að í ár hef ég starfað í kokkagallanum í 15 ár. Það kom í rauninni aldrei neitt annað til greina, ég tel mig vera ágætan matreiðslumann og sé alltaf fram á að verða betri og reyndari á hverju ári. Það er frábært að fá að starfa við eitthvað sem maður hefur ástríðu fyrir.

Ég vil færa það yfir á allar vörur sem ég framleiði, hvort sem það er humarsúpa, reyktur- og grafinn lax, eða hvað sem er. Hvort sem er í kokkagallanum eða heima með fjölskyldunni. Ég reyni alltaf að gera mitt besta.

Hvernig gengur að undirbúa jólin hjá Hafinu Fiskverslun?
Það gengur mjög vel að undirbúa hjá Hafinu, framleiðslueldhúsið var frekar nýlegt hjá okkur þegar ég byrjaði og hugmyndirnar, ferlarnir og vörunar voru allar ennþá í ákveðnu þróunarferli.

Ég lagaði margar uppskriftir og bjó til margar nýjar. Þar á meðal stærstu vörurnar okkar fyrir jólatímabilið sem eru reykti- og grafni laxinn, piparrótarsósa með reykta og graflaxsósu með þeim grafna, ásamt humarsúpunni okkar.

En þar er ekki allt upptalið því við framleiðum flest allar vörur sjálfir sem lesendum gæti vantað fyrir jólahátíðina. Við gerum margar tegundir af sósum, okkar eigið rúgbrauð, tvær tegundir af síld og margt fleira.

Mig langar að deila með lesendum uppskrift af humarsúpu, en það er smá hængur á, þessi uppskrift fylgir humarsúpunni okkar frá Hafinu og gengur því best ef hún er versluð frá Hafinu. Súpan fæst einnig í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og Melabúðinni í Vesturbæ Reykjavíkur, ásamt reykta og grafna laxinum okkar.

Humarsúpa Hafsins

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Möndlukartöflurnar komnar í hús – Í fyrsta skipti sem þær eru ræktaðar á Íslandi

Birting:

þann

Logo - Þykkvabæjar ehf.

Í morgun fengum við í hús fyrstu sendinguna af nýuppteknum möndlukartöflum. Eftir því sem við best vitum er þetta í fyrsta skipti sem þær eru ræktaðar á Íslandi. Þær eru flokkaðar í möndlukartöflur stórar og möndlukartöflur smáar.

Möndlukartöflurnar eru ílangar, frekar gular í kjötið með smjörkennda áferð eftir eldun og henta vel bæði til að sjóða og steikja.

Við erum ótrúlega stolt af því að geta boðið þessa tegund af kartöflum og stefnum ótrauð áfram að því að skapa sælkeravöru ræktaða í íslenskri jörðu.

Magnið er takmarkað og við hvetjum veitingastaði og mötuneyti til að panta sem fyrst og tryggja sér íslenskar möndlukartöflur.

Heimasíða: www.thykkvabaejar.is

Lesa meira

Markaðurinn

Hausttilboð Ásbjörns komið í loftið

Birting:

þann

Hausttilboð Ásbjörns komið í loftið

Við hjá Ásbirni vorum að setja í gang nýtt og fjölbreytt tilboð. Frábær verð og flott vöruúrval.

Smellið hér til þess að skoða tilboðið:

Endilega hafið samband við söludeild í síma 414-1150, ykkar sölumann eða á [email protected] fyrir frekari upplýsingar. Einnig minnum við á vefverslunina okkar, www.asbjorn.is

Lesa meira

Markaðurinn

Girnilegt úrval af grunnvörum er nú á hausttilboði út septembermánuð

Birting:

þann

Girnilegt úrval af grunnvörum er nú á hausttilboði út septembermánuð

Kjörið tækifæri fyrir veitingastaði, skólaeldhús, mötuneyti, stóreldhús, fyrirtæki og stofnanir að birgja sig upp af vönduðum vörum frá gæða framleiðendum.

Sjá hausttilboðin hér.

Lesa meira
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]
  • Hákon í Hovdenak Distillery 09.09.2020
    Hákon Freyr Freysson | Í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Hovdenak Distillery er eitt af fáum handverks eimhúsum á Íslandi og hefur verið starfandi í rúmlega ár. Í handverks eimhúsum sem á ensku nefnist micro distillery eru eimingartæki sem notuð eru til að framleiðla á sterkvín. Að eima gin og annað sterkvín frá […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag