Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Reykr er nýr veitingastaður í Hveragerði

Birting:

þann

Reykr - Veitingastaður í Hveragerði

Veitingastaðurinn Reykr er staðsettur við hótelið Frost og Funa

Í Hveragerði var nýlega opnaður veitingastaðurinn Reykr sem er staðsettur við hótelið Frost og Funa. Umhverfið er dásamlegt og víða má sjá heita gufuna stíga úr jörðu.

„Þetta er alveg nýr staður. Hann heitir Reykr en það er gömul norsk íslenska. Ég opnaði sjöunda maí og hef fengið slatta af hópum, en hér er opið alla daga milli sex og níu.“

Segir kokkurinn Jón Aron Sigmundsson. í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um veitingastaðinn hér. Jón Aron segir hótelgesti einnig geta keypt sér gistingu sem fylgi þriggja rétta máltíð og hefur það mælst vel fyrir.

Jón Aron hefur starfað á Þremur Frökkum, Sjávargrillinu, Fiskfélaginu, Matarkjallaranum svo fátt eitt sé nefnt.

Flottur matseðill og ekki mikið flækjustig á matseðlinum, fáir og góðir réttir. Staðurinn leggur áherslu á eldun með jarðhita (hveraeldun) og býður upp á staðbundið hráefni.

Forréttir

Kremuð fiskisúpa
Timian, Skarkoli, Rækja, rjómi
2.190 kr

*
Skarkoli
Sýrt sellerí, kræklingur, löjrom, fiskroð
2.390 kr

*
Grafin ær
Rauðróar, mandla, stjörnu anis, eggjarauða
2.490 kr

*
Reykt ýsa
Jarðepli, skyr, brennt smjör
2.390 kr

Aðalréttir

Lamb
Rabarbari, sveppur, skyr, jarðepli
4.690 kr

*
Saltfiskur
Kjúklingagljái, rófa, sítrónugras, fjallagras
3.890 kr

*
Lax
Kræklingur, grænkál, jerúsalem ætiþistill, sýrð epli
3.890 kr

*
Hrefnusteik
Nautagljái, sveppur, rósmarin, jerúsalem ætiþistill
4.690 kr

*
Naut
Béarnaise, sveppur, jerúsalem ætiþistill
5.890 kr

Eftirréttir

Kleina
Kardimomma, karamella, sítróna
1.890 kr

*
Skyr
Lakkrís, bláber
1.890 kr

*
Súkkulaði
Jarðaber, pistasíur, marengs
1.990 kr

Myndir: reykr.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hannes Boy breytist í PopUp Vegan Boy – Myndir

Birting:

þann

Rekstraraðilar veitingadeildar Sigló hótels

Rekstraraðilar veitingadeildar Sigló hótels. Saman reka þau veitingastaðinn Sunnu á Sigló hótel, Kaffi Rauðku, og Hannes Boy.
F.v. Jimmy Wallster, Sólrún Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette ásamt börnum þeirra.
Mynd: aðsend

Veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði er einstaklega fallegur staður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin.

Staðurinn stendur í sólgulu húsi við smábátahöfnina og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og hefur verið boðið upp á fínni mat. Nú hafa rekstraraðilar breytt konseptinu á staðnum og bjóða nú upp á grænkera sælkeraverslun og veitingastað í sumar og heitir staðurinn Vegan Boy – Deli & Boutique og er PopUp staður.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Réttur dagsins og súpa dagsins er unnin úr þeim vörum sem er til sölu í versluninni. Fersk salöt og boost eru í handhægum og umhverfisvænum umbúðum sem henta vel til að taka með. Svo má einni tilla sér í sólinni fyrir utan og neyta réttanna þar. Einnig er til sölu fallegar vörur eins og glös, hnífaparasett, ýmis borðbúnaður og spennandi gjafavörur og margt fleira.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

„Það er skemmtileg áskorun fyrir okkur að opna stað sem er alveg vegan og höfum við fundið fyrir þörfinni fyrir því hérna fyrir norðan. Við höfum mikinn áhuga á vegan matargerð og gaman að sjá hvað þróunin í grænkera matargerð er langt á veg komin.

Vegan hópurinn á Íslandi er fer stækkandi með hverju ári og langar okkur að mæta þeim hóp með áhuga og fjölbreytni.“

Sagði Halldóra Guðjónsdóttir í samtali við veitingageirinn.is

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Grænmetislasagna með grillaðri papriku. Verð: 2690,-
Virkilega gott.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Litlu kaffistofunni

Birting:

þann

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var Litlu kaffistofunn á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni lokað, en þá hafði hjónin Katrín Hjaltadóttir og Svanur Gunnarsson séð um reksturinn í fimm ár.  Litla kaffistofan er í eigu Olís.

Sjá einnig:

Loka Litlu kaffistofunni

Ekki er vitað hvaða rekstraðilar taka við, en í skriflegu svari til mbl.is segjast þeir vel kunnugir því að reka veitingahús.

Stefnt er á að opna Litlu kaffistofuna fyrri hluta ágústmánaðar, en nú standa yfir breytingar.

Mynd: facebook / Litla Kaffistofan

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný mathöll opnar við Austurbakka í Reykjavík

Birting:

þann

Mathöll við Austurbakka í Reykjavík

Að opna mathallir virðist vera í tísku, enda spretta þær upp eins og gorkúlur.

Fasteignafélagið Reginn sækir um að innrétta mathöll, verslanir og veitingastaði á 1. og að hluta 2. hæð við Austurbakka 2 í Reykjavík, samkvæmt fundargerð byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar.

Frá afgreiðslu byggingarfulltrúa:
Austurbakki 2(11.198.01) 209357Mál nr. BN059633630109-1080 Reginn hf.,Hagasmára 1, 201 Kópavogur.
Sótt er um leyfi til að innrétta mathöll, verslanir og veitingastaði á 1. og að hluta 2. hæð og í kjallara íbúðar-og atvinnuhúss sem er mhl. 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 12.100
Frestað.

Mynd: skjáskot af google korti

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið